Úndína rannsakar magasár í íslenskum hestum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. október 2021 20:06 Úndína Ýr Þorgrímsdóttir dýralæknanemi, sem er að gera vísindarannsókn á magasárum hjá íslenskum hestum. Hún útskrifast úr námi næsta vor. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Íslenskur dýralæknanemi er í fyrsta skipti að gera skipulagða rannsókn á tíðni magasára í íslenskum hrossum, en margt hefur verið á huldu um sjúkdóminn. Kannað er sérstaklega hvaða áhrif ýmsir umhverfisþættir hafa á kvillan. Í hesthúsinu í Margrétarhofi í Ásahreppi er Úndína Ýr Þorgrímsdóttir, dýralæknanemi í Kaupmannahafnarháskóla, Pabbi hennar, Þorgrímur Hallgrímsson, alltaf kallaður Toggi og Nanna Luthersson, danskur dýralæknir að magaspegla hross, sem er vísindarannsókn og lokaverkefni Úndínu í dýralæknanámi sínu. Úndína keypti sérstakt magaspeglunartæki fyrir hross til að geta unnið rannsókn sína. „Magasár er algengasti sjúkdómur í maga í hrossum og hann er lítið rannsakaður hérna heima á Íslandi, eiginlega bara ekki neitt, þannig að ég sá bara kjörið tækifæri að læra og fræðast meira um íslenska hestinn, fædd og uppalinn í hestamennsku,“ segir Úndína. En af hverju fá hestar magasár? „Það getur annars vegar verið fóðurtengt eða stress tengt og það er það sem við erum að reyna að komast að niðurstöðu eftir þessa rannsókn, hvað íslenska náttúran er að gera og hvað við sem mannfólk, hvernig við höfum áhrif þróun magasárs á hrossum.“ Eru hestar stressaðir og af hverju eru þeir þá stressaðir? Þorgrímur Hallgrímsson, alltaf kallaður Toggi, pabbi Úndínu hjálpar dóttur sinni með rannsóknina sem sérlegur aðstoðarmaður.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Af hverju er mannfólk stressað ? Það eru allur gangur á, hestar eru með sinn eigin persónuleika, sína eigin sál og þeir eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir,“ segir Úndína. Nanna dýralæknir segist vera stolt af því að Úndína hafi ákveðið að gera rannsókn á magasárum. „Hún gerir þetta svo vel, hún á eftir að hafa nóga vinnu næstu þrjátíu árin hérna heima með þetta tæki, sem hún hefur keypt eða fjölskylda hennar, ég er mjög ánægð,“ segir Nanna. Nanna Luthersson, danskur dýralæknir er mjög ánægð með störf Úndínu og segir hana eiga mikla framtíð fyrir sér sem dýralæknir.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ásahreppur Hestar Landbúnaður Skóla - og menntamál Dýraheilbrigði Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Í hesthúsinu í Margrétarhofi í Ásahreppi er Úndína Ýr Þorgrímsdóttir, dýralæknanemi í Kaupmannahafnarháskóla, Pabbi hennar, Þorgrímur Hallgrímsson, alltaf kallaður Toggi og Nanna Luthersson, danskur dýralæknir að magaspegla hross, sem er vísindarannsókn og lokaverkefni Úndínu í dýralæknanámi sínu. Úndína keypti sérstakt magaspeglunartæki fyrir hross til að geta unnið rannsókn sína. „Magasár er algengasti sjúkdómur í maga í hrossum og hann er lítið rannsakaður hérna heima á Íslandi, eiginlega bara ekki neitt, þannig að ég sá bara kjörið tækifæri að læra og fræðast meira um íslenska hestinn, fædd og uppalinn í hestamennsku,“ segir Úndína. En af hverju fá hestar magasár? „Það getur annars vegar verið fóðurtengt eða stress tengt og það er það sem við erum að reyna að komast að niðurstöðu eftir þessa rannsókn, hvað íslenska náttúran er að gera og hvað við sem mannfólk, hvernig við höfum áhrif þróun magasárs á hrossum.“ Eru hestar stressaðir og af hverju eru þeir þá stressaðir? Þorgrímur Hallgrímsson, alltaf kallaður Toggi, pabbi Úndínu hjálpar dóttur sinni með rannsóknina sem sérlegur aðstoðarmaður.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Af hverju er mannfólk stressað ? Það eru allur gangur á, hestar eru með sinn eigin persónuleika, sína eigin sál og þeir eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir,“ segir Úndína. Nanna dýralæknir segist vera stolt af því að Úndína hafi ákveðið að gera rannsókn á magasárum. „Hún gerir þetta svo vel, hún á eftir að hafa nóga vinnu næstu þrjátíu árin hérna heima með þetta tæki, sem hún hefur keypt eða fjölskylda hennar, ég er mjög ánægð,“ segir Nanna. Nanna Luthersson, danskur dýralæknir er mjög ánægð með störf Úndínu og segir hana eiga mikla framtíð fyrir sér sem dýralæknir.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Ásahreppur Hestar Landbúnaður Skóla - og menntamál Dýraheilbrigði Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira