Vilja öryggisúttekt á frágangi vegræsa eftir banaslys á síðasta ári Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2021 19:34 Loftmynd af vettvangi. Örin sýnir hvar bifreiðin fór út af veginum. Mynd/RNSA Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint þeirri tillögu til Vegagerðarinnar að framkvæmd verði öryggisúttekt á frágangi vegræsa og að hönnun þeirra verði skoðuð með tilliti til umferðaröryggis vegfarenda. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu nefndarinnar um banaslys sem varð á Heydalsvegi á Vesturlandi í október á síðasta ári. Þar lést karlmaður eftir að bíll sem hann var í fór út af veginum rétt handan við vegræsi. Reyndi hann að aka bílnum aftur upp á veginn en tók ekki eftir vegræsinu. Endastakkst bíllinn ofan í hyl við ræsisopið. Tveir voru í bílnum og lést annar þeirra, karlmaður á sextugsaldri. Í skýrslunni kemur fram að bæði sá sem lést og hinn sem var í bílnum hafi verið undir áhrifum áfengis. Þar kemur einnig fram að þeir sem fyrst komu að slysinu hafi líklega komið á vettvang um hálftíma eftir að það gerðist. Sá sem lést sýndi engin lífsmörk en hinn var kaldur og hrakinn. Telja víst að alvarleiki slyssins hefði verið minni hefði bíllinn ekki fallið í ræsið Í skýrslunni segir að orsök slyssins megi rekja til þess að ökumaðurinn hafi verið ölvaður, hann hafi sennilega ekki séð vegræsið og því ekið ofan í ána. Tekið er fram að ræsið var bæði óvarið og ómerkt, og að erfitt sé að sjá það frá veginum. „Á slysstað var erfitt að sjá ræsið frá veginum, vegöxlinni eða vegfláanum. Í myrkri og slæmu skyggni var enn erfiðara að greina þetta ræsi. Ræsið var óvarið og ómerkt á slysstaðnum og töluverður hylur í ánni við veginn. Um tveggja metra fall var niður í ræsið og ána sem rennur um það. RNSA beinir því til Vegagerðarinnar að skoða hönnun á svona mannvirkjum eða gera öryggisúttekt á slíkum stöðum. Má teljast víst að ekki hefði orðið alvarlegt slys ef bifreiðin í máli þessu hefði ekki fallið niður í ræsið,“ segir í skýrslunni. Auk þess ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir að þeir hafi neytt áfengis. Samgönguslys Umferðaröryggi Borgarbyggð Tengdar fréttir Banaslys við Heydalsveg Karlmaður á sextugsaldri lést eftir að bifreið sem hann var í hafnaði utan vegar við Heydalsveg. 4. október 2020 15:15 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu nefndarinnar um banaslys sem varð á Heydalsvegi á Vesturlandi í október á síðasta ári. Þar lést karlmaður eftir að bíll sem hann var í fór út af veginum rétt handan við vegræsi. Reyndi hann að aka bílnum aftur upp á veginn en tók ekki eftir vegræsinu. Endastakkst bíllinn ofan í hyl við ræsisopið. Tveir voru í bílnum og lést annar þeirra, karlmaður á sextugsaldri. Í skýrslunni kemur fram að bæði sá sem lést og hinn sem var í bílnum hafi verið undir áhrifum áfengis. Þar kemur einnig fram að þeir sem fyrst komu að slysinu hafi líklega komið á vettvang um hálftíma eftir að það gerðist. Sá sem lést sýndi engin lífsmörk en hinn var kaldur og hrakinn. Telja víst að alvarleiki slyssins hefði verið minni hefði bíllinn ekki fallið í ræsið Í skýrslunni segir að orsök slyssins megi rekja til þess að ökumaðurinn hafi verið ölvaður, hann hafi sennilega ekki séð vegræsið og því ekið ofan í ána. Tekið er fram að ræsið var bæði óvarið og ómerkt, og að erfitt sé að sjá það frá veginum. „Á slysstað var erfitt að sjá ræsið frá veginum, vegöxlinni eða vegfláanum. Í myrkri og slæmu skyggni var enn erfiðara að greina þetta ræsi. Ræsið var óvarið og ómerkt á slysstaðnum og töluverður hylur í ánni við veginn. Um tveggja metra fall var niður í ræsið og ána sem rennur um það. RNSA beinir því til Vegagerðarinnar að skoða hönnun á svona mannvirkjum eða gera öryggisúttekt á slíkum stöðum. Má teljast víst að ekki hefði orðið alvarlegt slys ef bifreiðin í máli þessu hefði ekki fallið niður í ræsið,“ segir í skýrslunni. Auk þess ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir að þeir hafi neytt áfengis.
Samgönguslys Umferðaröryggi Borgarbyggð Tengdar fréttir Banaslys við Heydalsveg Karlmaður á sextugsaldri lést eftir að bifreið sem hann var í hafnaði utan vegar við Heydalsveg. 4. október 2020 15:15 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Banaslys við Heydalsveg Karlmaður á sextugsaldri lést eftir að bifreið sem hann var í hafnaði utan vegar við Heydalsveg. 4. október 2020 15:15