Vilja öryggisúttekt á frágangi vegræsa eftir banaslys á síðasta ári Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2021 19:34 Loftmynd af vettvangi. Örin sýnir hvar bifreiðin fór út af veginum. Mynd/RNSA Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint þeirri tillögu til Vegagerðarinnar að framkvæmd verði öryggisúttekt á frágangi vegræsa og að hönnun þeirra verði skoðuð með tilliti til umferðaröryggis vegfarenda. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu nefndarinnar um banaslys sem varð á Heydalsvegi á Vesturlandi í október á síðasta ári. Þar lést karlmaður eftir að bíll sem hann var í fór út af veginum rétt handan við vegræsi. Reyndi hann að aka bílnum aftur upp á veginn en tók ekki eftir vegræsinu. Endastakkst bíllinn ofan í hyl við ræsisopið. Tveir voru í bílnum og lést annar þeirra, karlmaður á sextugsaldri. Í skýrslunni kemur fram að bæði sá sem lést og hinn sem var í bílnum hafi verið undir áhrifum áfengis. Þar kemur einnig fram að þeir sem fyrst komu að slysinu hafi líklega komið á vettvang um hálftíma eftir að það gerðist. Sá sem lést sýndi engin lífsmörk en hinn var kaldur og hrakinn. Telja víst að alvarleiki slyssins hefði verið minni hefði bíllinn ekki fallið í ræsið Í skýrslunni segir að orsök slyssins megi rekja til þess að ökumaðurinn hafi verið ölvaður, hann hafi sennilega ekki séð vegræsið og því ekið ofan í ána. Tekið er fram að ræsið var bæði óvarið og ómerkt, og að erfitt sé að sjá það frá veginum. „Á slysstað var erfitt að sjá ræsið frá veginum, vegöxlinni eða vegfláanum. Í myrkri og slæmu skyggni var enn erfiðara að greina þetta ræsi. Ræsið var óvarið og ómerkt á slysstaðnum og töluverður hylur í ánni við veginn. Um tveggja metra fall var niður í ræsið og ána sem rennur um það. RNSA beinir því til Vegagerðarinnar að skoða hönnun á svona mannvirkjum eða gera öryggisúttekt á slíkum stöðum. Má teljast víst að ekki hefði orðið alvarlegt slys ef bifreiðin í máli þessu hefði ekki fallið niður í ræsið,“ segir í skýrslunni. Auk þess ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir að þeir hafi neytt áfengis. Samgönguslys Umferðaröryggi Borgarbyggð Tengdar fréttir Banaslys við Heydalsveg Karlmaður á sextugsaldri lést eftir að bifreið sem hann var í hafnaði utan vegar við Heydalsveg. 4. október 2020 15:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu nefndarinnar um banaslys sem varð á Heydalsvegi á Vesturlandi í október á síðasta ári. Þar lést karlmaður eftir að bíll sem hann var í fór út af veginum rétt handan við vegræsi. Reyndi hann að aka bílnum aftur upp á veginn en tók ekki eftir vegræsinu. Endastakkst bíllinn ofan í hyl við ræsisopið. Tveir voru í bílnum og lést annar þeirra, karlmaður á sextugsaldri. Í skýrslunni kemur fram að bæði sá sem lést og hinn sem var í bílnum hafi verið undir áhrifum áfengis. Þar kemur einnig fram að þeir sem fyrst komu að slysinu hafi líklega komið á vettvang um hálftíma eftir að það gerðist. Sá sem lést sýndi engin lífsmörk en hinn var kaldur og hrakinn. Telja víst að alvarleiki slyssins hefði verið minni hefði bíllinn ekki fallið í ræsið Í skýrslunni segir að orsök slyssins megi rekja til þess að ökumaðurinn hafi verið ölvaður, hann hafi sennilega ekki séð vegræsið og því ekið ofan í ána. Tekið er fram að ræsið var bæði óvarið og ómerkt, og að erfitt sé að sjá það frá veginum. „Á slysstað var erfitt að sjá ræsið frá veginum, vegöxlinni eða vegfláanum. Í myrkri og slæmu skyggni var enn erfiðara að greina þetta ræsi. Ræsið var óvarið og ómerkt á slysstaðnum og töluverður hylur í ánni við veginn. Um tveggja metra fall var niður í ræsið og ána sem rennur um það. RNSA beinir því til Vegagerðarinnar að skoða hönnun á svona mannvirkjum eða gera öryggisúttekt á slíkum stöðum. Má teljast víst að ekki hefði orðið alvarlegt slys ef bifreiðin í máli þessu hefði ekki fallið niður í ræsið,“ segir í skýrslunni. Auk þess ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir að þeir hafi neytt áfengis.
Samgönguslys Umferðaröryggi Borgarbyggð Tengdar fréttir Banaslys við Heydalsveg Karlmaður á sextugsaldri lést eftir að bifreið sem hann var í hafnaði utan vegar við Heydalsveg. 4. október 2020 15:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Banaslys við Heydalsveg Karlmaður á sextugsaldri lést eftir að bifreið sem hann var í hafnaði utan vegar við Heydalsveg. 4. október 2020 15:15