Erna fylgir Birgi ekki í Sjálfstæðisflokkinn Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2021 07:49 Erna Bjarnadóttir skipaði annað sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi í nýafstöðunum þingkosningum. Birgir Þórarinsson skipaði efsta sæti listans. Vísir Erna Bjarnadóttir ætlar ekki að fylgja Birgi Þórarinssyni og verða varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu. Birgir gaf í skyn yfirlýsingu um helgina að Erna ætlaði að fylgja honum úr Miðflokknum til Sjálfstæðisflokksins „Ég hef ekki skráð mig í Sjálfstæðisflokkinn og er ekki á leiðinni þangað,“ sagði Erna í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hafnaði hún því að hún yrði varaþingmaður flokksins. Í grein í Morgunblaðinu á laugardag hélt Birgir því fram að Erna styddi hann í þeirri ákvörðun sinni að skipta um flokk. Erna sagðist skilja að sjálfstæðismenn hefðu lagt fast að Birgi að reyna að fá sig með sér. Einhverjir hafi rætt við sig um að skipta yfir líka en hún vildi ekki upplýsa hverjir það voru. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að vistaskiptin hefðu verið að frumkvæði Birgis sjálfs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafði áður gert að því skóna að sjálfstæðismenn hefðu lagt á ráðin um að fá Birgi yfir til sín til að koma höggi á Miðflokkinn. Hún sagðist ekki ósátt við Birgi að skipta um lið. Hann væri að fylgja sinni sannfæringu og pólitísku sýn. „Ég legg það ekki í vana minn að vera ósátt við fólk að fylgja sinni sannfæringu. Ég ætla bara að fá að fylgja minni og ég er ekkert að fara í Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði hún. Auðvitað hafi henni brugðið við að Birgir hyrfi frá Miðflokknum eftir að þau háðu langa og stranga kosningabaráttu saman. Hún hafi fengið að heyra frá Birgi um atburði í kringum Klaustursmálið svonefnda en Birgir vísaði til samstarfsörðugleika innan flokksins eftir það um ákvörðun sína að yfirgefa Miðflokkinn. Hún sagði að Birgir hefði einnig deilt með sér þeirri upplifun að unnið væri gegn honum innan flokksins. „Það beindist ekkert svona að mér. Ég hef aldrei litið þannig á,“ sagði Erna. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Tengdar fréttir „Snillingar í Sjálfstæðisflokknum“ hafi staðið að misheppnuðu ráðabruggi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hrósar sigri að hafa getað myndað tveggja manna þingflokk með Bergþóri Ólasyni þrátt fyrir að tilraun hafi verið gerð til að koma í veg fyrir það, eins og hann heldur fram. 10. október 2021 17:43 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Innlent Fleiri fréttir Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
„Ég hef ekki skráð mig í Sjálfstæðisflokkinn og er ekki á leiðinni þangað,“ sagði Erna í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hafnaði hún því að hún yrði varaþingmaður flokksins. Í grein í Morgunblaðinu á laugardag hélt Birgir því fram að Erna styddi hann í þeirri ákvörðun sinni að skipta um flokk. Erna sagðist skilja að sjálfstæðismenn hefðu lagt fast að Birgi að reyna að fá sig með sér. Einhverjir hafi rætt við sig um að skipta yfir líka en hún vildi ekki upplýsa hverjir það voru. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að vistaskiptin hefðu verið að frumkvæði Birgis sjálfs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafði áður gert að því skóna að sjálfstæðismenn hefðu lagt á ráðin um að fá Birgi yfir til sín til að koma höggi á Miðflokkinn. Hún sagðist ekki ósátt við Birgi að skipta um lið. Hann væri að fylgja sinni sannfæringu og pólitísku sýn. „Ég legg það ekki í vana minn að vera ósátt við fólk að fylgja sinni sannfæringu. Ég ætla bara að fá að fylgja minni og ég er ekkert að fara í Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði hún. Auðvitað hafi henni brugðið við að Birgir hyrfi frá Miðflokknum eftir að þau háðu langa og stranga kosningabaráttu saman. Hún hafi fengið að heyra frá Birgi um atburði í kringum Klaustursmálið svonefnda en Birgir vísaði til samstarfsörðugleika innan flokksins eftir það um ákvörðun sína að yfirgefa Miðflokkinn. Hún sagði að Birgir hefði einnig deilt með sér þeirri upplifun að unnið væri gegn honum innan flokksins. „Það beindist ekkert svona að mér. Ég hef aldrei litið þannig á,“ sagði Erna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Tengdar fréttir „Snillingar í Sjálfstæðisflokknum“ hafi staðið að misheppnuðu ráðabruggi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hrósar sigri að hafa getað myndað tveggja manna þingflokk með Bergþóri Ólasyni þrátt fyrir að tilraun hafi verið gerð til að koma í veg fyrir það, eins og hann heldur fram. 10. október 2021 17:43 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Innlent Fleiri fréttir Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
„Snillingar í Sjálfstæðisflokknum“ hafi staðið að misheppnuðu ráðabruggi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hrósar sigri að hafa getað myndað tveggja manna þingflokk með Bergþóri Ólasyni þrátt fyrir að tilraun hafi verið gerð til að koma í veg fyrir það, eins og hann heldur fram. 10. október 2021 17:43