Áróðursherferðin gegn landinu Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 12. október 2021 09:01 Síðustu daga hafa forsvarsmenn stórra orkufyrirtækja komið fram í fjölmiðlum og haldið því fram að á Íslandi sé brýnt að framleiða meiri orku en nú er gert. Þeir hafa sagt að til þess að hægt sé að fara í orkuskiptin sé bráðnauðsynlegt að taka úr sambandi faglega ferla sem lög kveða á um þegar ákvörðun er tekin um hvort virkjanir skuli rísa. Allt skal það gert í nafni umhverfisverndar, til þess að takast á við loftslagsvandann. Skoðum það aðeins. Langstærsti raforkuframleiðandi heims Á Íslandi er framleidd langmest raforka á íbúa í heiminum, 57 þúsund kWh/íbúa. Í öðru sæti er Noregur með 26,5 þúsund kWh/íbúa og þar á eftir fleiri olíuþjóðir. Á sama tíma höfum við eitt stærsta kolefnisspor í Evrópu á íbúa. Er þá líklegt að meiri raforkuframleiðsla muni draga úr kolefnisspori Íslendinga? Röng forgangsröðun – í hvað fer orkan? Hvers vegna er raforka sem framleidd er á Íslandi ekki til kaups fyrir íslenskt samfélag í stað alþjóðlegra risafyrirtækja? Stóriðjan gleypir 80% þeirrar raforku sem framleidd er á Íslandi – en öll önnur starfsemi í landinu notar aðeins 20% raforkunnar. Það þýðir að allir skólar, öll heimili, öll önnur fyrirtæki, allar stofnanir og samtök nota aðeins brot af raforkunni sem hér er framleidd. Af þessu leiðir einnig að stór hluti af uppbyggingu flutningskerfis raforkunnar er herkostnaður fyrir stóriðju. Loftslagskrísan er orkukrísa Til að takast á við hamfarahlýnun þarf að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir kolefnishlutlausa orku. Það er gríðarstórt og gríðarmikilvægt verkefni. Hins vegar er óraunhæft að halda að hægt verði að nota sama magn af orku á sjálfbæran hátt og heimurinn gerir nú með jarðefnaeldsneyti. Sjálfbærasta loftslagsaðgerðin er því að nota minni orku og nýta hana betur. Þess vegna eru loftslagsaðgerðir eins og t.d. fjölbreyttur ferðamáti svo mikilvægar því minni orku þarf þá til þess að komast á milli staða – en ekki bara öðruvísi orku. Á Íslandi verðum við að setja stefnuna á að draga úr orkunotkun en ekki bara skipta um framleiðsluaðferð og orkugjafa. Samkvæmt greiningu Rafbílasambands Íslands duga 8% þeirrar raforku sem framleidd var á Íslandi árið 2016 til að rafvæða allan bifreiðaflotann eins og hann leggur sig fyrir 2040. Með því að stækka núverandi virkjanir (þar sem það er mögulegt), draga úr orkunotkun bílaflotans og forgangsraða í hvað orkan er nýtt förum við létt með rafvæðingu samgangna án nýrra virkjana. Verðmæti ósnortinnar náttúru gleymist í útreikningum orkufyrirtækjanna Samkvæmt úttekt ráðgjafafyrirtækisins McKinsey er vernd náttúrunnar arðbær loftslagsaðgerð sem skapar störf og verndar lýðheilsu. Verðmæti Íslenskrar náttúru ætti á þessum tímapunkti að vera öllum ljóst. Því miður hentar orkufyrirtækjunum að líta framhjá þeim verðmætum og krefjast þess að ekki sé fylgt faglegri ákvarðanatöku um nýtingu náttúrunnar. Sannleikurinn er sá að rammaáætlun er besta tækið sem við höfum til þess að taka ákvarðanir um afdrif íslenskra náttúruperla. En erfitt hefur reynst að afgreiða frumvarpið á Alþingi vegna gríðarlegs þrýstings orkufyrirtækjanna á stjórnmálafólk. Það að hagsmunaaðilum líki ekki niðurstaða faglegrar úttektar þýðir ekki að aðferðafræðin eða niðurstaðan sé röng eða gölluð heldur einfaldlega það að náttúran er verðmætari óspillt en virkjuð. Látum ekki glepjast af áróðursherferð hins óseðjandi orkuiðnaðar gegn íslenskri náttúru. Kaupum ekki fullyrðingar um að kreista þurfi enn meiri orku úr ósnortinni náttúru landsins. Tökum ákvarðanir með heildarhagsmuni í huga þar sem náttúruvernd, vernd líffræðilegrar fjölbreytni og loftslagsmál haldast í hendur. Stöndum vörð um náttúru Íslands! Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Umhverfismál Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Síðustu daga hafa forsvarsmenn stórra orkufyrirtækja komið fram í fjölmiðlum og haldið því fram að á Íslandi sé brýnt að framleiða meiri orku en nú er gert. Þeir hafa sagt að til þess að hægt sé að fara í orkuskiptin sé bráðnauðsynlegt að taka úr sambandi faglega ferla sem lög kveða á um þegar ákvörðun er tekin um hvort virkjanir skuli rísa. Allt skal það gert í nafni umhverfisverndar, til þess að takast á við loftslagsvandann. Skoðum það aðeins. Langstærsti raforkuframleiðandi heims Á Íslandi er framleidd langmest raforka á íbúa í heiminum, 57 þúsund kWh/íbúa. Í öðru sæti er Noregur með 26,5 þúsund kWh/íbúa og þar á eftir fleiri olíuþjóðir. Á sama tíma höfum við eitt stærsta kolefnisspor í Evrópu á íbúa. Er þá líklegt að meiri raforkuframleiðsla muni draga úr kolefnisspori Íslendinga? Röng forgangsröðun – í hvað fer orkan? Hvers vegna er raforka sem framleidd er á Íslandi ekki til kaups fyrir íslenskt samfélag í stað alþjóðlegra risafyrirtækja? Stóriðjan gleypir 80% þeirrar raforku sem framleidd er á Íslandi – en öll önnur starfsemi í landinu notar aðeins 20% raforkunnar. Það þýðir að allir skólar, öll heimili, öll önnur fyrirtæki, allar stofnanir og samtök nota aðeins brot af raforkunni sem hér er framleidd. Af þessu leiðir einnig að stór hluti af uppbyggingu flutningskerfis raforkunnar er herkostnaður fyrir stóriðju. Loftslagskrísan er orkukrísa Til að takast á við hamfarahlýnun þarf að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir kolefnishlutlausa orku. Það er gríðarstórt og gríðarmikilvægt verkefni. Hins vegar er óraunhæft að halda að hægt verði að nota sama magn af orku á sjálfbæran hátt og heimurinn gerir nú með jarðefnaeldsneyti. Sjálfbærasta loftslagsaðgerðin er því að nota minni orku og nýta hana betur. Þess vegna eru loftslagsaðgerðir eins og t.d. fjölbreyttur ferðamáti svo mikilvægar því minni orku þarf þá til þess að komast á milli staða – en ekki bara öðruvísi orku. Á Íslandi verðum við að setja stefnuna á að draga úr orkunotkun en ekki bara skipta um framleiðsluaðferð og orkugjafa. Samkvæmt greiningu Rafbílasambands Íslands duga 8% þeirrar raforku sem framleidd var á Íslandi árið 2016 til að rafvæða allan bifreiðaflotann eins og hann leggur sig fyrir 2040. Með því að stækka núverandi virkjanir (þar sem það er mögulegt), draga úr orkunotkun bílaflotans og forgangsraða í hvað orkan er nýtt förum við létt með rafvæðingu samgangna án nýrra virkjana. Verðmæti ósnortinnar náttúru gleymist í útreikningum orkufyrirtækjanna Samkvæmt úttekt ráðgjafafyrirtækisins McKinsey er vernd náttúrunnar arðbær loftslagsaðgerð sem skapar störf og verndar lýðheilsu. Verðmæti Íslenskrar náttúru ætti á þessum tímapunkti að vera öllum ljóst. Því miður hentar orkufyrirtækjunum að líta framhjá þeim verðmætum og krefjast þess að ekki sé fylgt faglegri ákvarðanatöku um nýtingu náttúrunnar. Sannleikurinn er sá að rammaáætlun er besta tækið sem við höfum til þess að taka ákvarðanir um afdrif íslenskra náttúruperla. En erfitt hefur reynst að afgreiða frumvarpið á Alþingi vegna gríðarlegs þrýstings orkufyrirtækjanna á stjórnmálafólk. Það að hagsmunaaðilum líki ekki niðurstaða faglegrar úttektar þýðir ekki að aðferðafræðin eða niðurstaðan sé röng eða gölluð heldur einfaldlega það að náttúran er verðmætari óspillt en virkjuð. Látum ekki glepjast af áróðursherferð hins óseðjandi orkuiðnaðar gegn íslenskri náttúru. Kaupum ekki fullyrðingar um að kreista þurfi enn meiri orku úr ósnortinni náttúru landsins. Tökum ákvarðanir með heildarhagsmuni í huga þar sem náttúruvernd, vernd líffræðilegrar fjölbreytni og loftslagsmál haldast í hendur. Stöndum vörð um náttúru Íslands! Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar