Eina með Gaupa: Bjargvættur handboltans í Eyjum veðjaði á heimafólkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2021 11:30 Magnús Bragason ræðir við Gaupa en til hægri fagna Eyjamenn einum af mörgum titlum liðsins á síðustu árum. Samsett/S2 Sport&Daníel Guðjón Guðmundsson verður með reglulegan dagskrárlið í Seinni bylgjunni í vetur og í gær var frumsýnd nýjasta Eina innslagið hans Gaupa þar sem hann ræddi við Magnús Bragason, hótelstjóra og bjargvætt handboltans í Vestmannaeyjum. „ÍBV er eina stórveldið í handboltanum utan Stór-Reykjavíkursvæðsins. Það eru fáir sem vita að árið 2008 átti að leggja handboltann í Eyjum niður,“ sagði Guðjón Guðmundsson og kynnti til leiks manninn sem kom í veg fyrir að handboltinn í Vestmannaeyjum yrði lagður niður. „Magnús var formaður handknattleiksdeildar ÍBV frá 1997 til 2003 og aftur fékk hann deildina í fangið árið 2008 með tæpar fimmtíu milljónir í mínus og þá vildu menn leggja handboltann í Vestmannaeyjum niður,“ sagði Guðjón. Klippa: Seinni bylgjan: Eina og bjargvætturinn í Eyjum „Það var slæm staða og nógu erfitt er að reka handboltann fyrir hvað þá að draga svona háa skuld með sér. Við komum saman nokkur sem höfðum starfað í handboltanum áður og tókum ákvörðun um að keyra þetta áfram en á öðrum forsendum,“ sagði Magnús Bragason í viðtali við Gaupa. „Við keyrðum á heimamönnum og vissum að árangurinn myndi fara eitthvað niður. Það tókst vel, reksturinn jafnaði sig fljótt og við náðum betri árangri þar en við áttum von á. Við keyrðum á heimamönnum sem urðu svo uppistaðan að þessu gullaldarliði sem kom seinna,“ sagði Magnús. „Það gerðust svo margir hlutir sem komu okkur á óvart. Það voru allir tilbúnir að hjálpast að og það vissu allir að við værum í þessu erfiða verkefni. Við fengum styrki frá fyrirtækjum sem höfðu ekki gefið okkur styrki áður,“ sagði Magnús. 2013 komst ÍBV upp í efstu deild á ný og strax árið eftir varð liðið Íslandsmeistari eftir sigur á Haukum í oddaleik á Ásvöllum. Eyjamenn fagna bikarmeistaratitli sínum árið 2020. Kári Kristján Kristjánsson og Grétar Þór Eyþórsson lyfta bikarnum.Vísir/Daníel Þór „Þetta hvarflaði ekki að okkur þegar við vorum að fara í þessa vegferð. Þegar við erum þarna niðri og taka þessi erfiðu ár þá fjölgaði stuðningsmönnum. Það fjölgaði í Krókódílunum, stuðningsmannafélaginu okkar sem við höfðum stofnað 2003. Allar afar og ömmur, pabbar og mömmur, eltu heimafólkið á leiki. Það varð einhver kraftur til, skapaðist neisti sem við lifum enn á,“ sagði Magnús. Frá því að Magnús steig frá borði árið 2011 hefur ÍBV unnið átta stóra titla og starfið í Vestmannaeyjum blómstrar. Það má sjá allt viðtalið og alla umfjöllun Gaupa um björgunarafrek handboltans í Eyjum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
„ÍBV er eina stórveldið í handboltanum utan Stór-Reykjavíkursvæðsins. Það eru fáir sem vita að árið 2008 átti að leggja handboltann í Eyjum niður,“ sagði Guðjón Guðmundsson og kynnti til leiks manninn sem kom í veg fyrir að handboltinn í Vestmannaeyjum yrði lagður niður. „Magnús var formaður handknattleiksdeildar ÍBV frá 1997 til 2003 og aftur fékk hann deildina í fangið árið 2008 með tæpar fimmtíu milljónir í mínus og þá vildu menn leggja handboltann í Vestmannaeyjum niður,“ sagði Guðjón. Klippa: Seinni bylgjan: Eina og bjargvætturinn í Eyjum „Það var slæm staða og nógu erfitt er að reka handboltann fyrir hvað þá að draga svona háa skuld með sér. Við komum saman nokkur sem höfðum starfað í handboltanum áður og tókum ákvörðun um að keyra þetta áfram en á öðrum forsendum,“ sagði Magnús Bragason í viðtali við Gaupa. „Við keyrðum á heimamönnum og vissum að árangurinn myndi fara eitthvað niður. Það tókst vel, reksturinn jafnaði sig fljótt og við náðum betri árangri þar en við áttum von á. Við keyrðum á heimamönnum sem urðu svo uppistaðan að þessu gullaldarliði sem kom seinna,“ sagði Magnús. „Það gerðust svo margir hlutir sem komu okkur á óvart. Það voru allir tilbúnir að hjálpast að og það vissu allir að við værum í þessu erfiða verkefni. Við fengum styrki frá fyrirtækjum sem höfðu ekki gefið okkur styrki áður,“ sagði Magnús. 2013 komst ÍBV upp í efstu deild á ný og strax árið eftir varð liðið Íslandsmeistari eftir sigur á Haukum í oddaleik á Ásvöllum. Eyjamenn fagna bikarmeistaratitli sínum árið 2020. Kári Kristján Kristjánsson og Grétar Þór Eyþórsson lyfta bikarnum.Vísir/Daníel Þór „Þetta hvarflaði ekki að okkur þegar við vorum að fara í þessa vegferð. Þegar við erum þarna niðri og taka þessi erfiðu ár þá fjölgaði stuðningsmönnum. Það fjölgaði í Krókódílunum, stuðningsmannafélaginu okkar sem við höfðum stofnað 2003. Allar afar og ömmur, pabbar og mömmur, eltu heimafólkið á leiki. Það varð einhver kraftur til, skapaðist neisti sem við lifum enn á,“ sagði Magnús. Frá því að Magnús steig frá borði árið 2011 hefur ÍBV unnið átta stóra titla og starfið í Vestmannaeyjum blómstrar. Það má sjá allt viðtalið og alla umfjöllun Gaupa um björgunarafrek handboltans í Eyjum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira