Opið þinghald í fimmta nauðgunarmáli „meðhöndlara“ Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2021 08:35 Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson við nuddbekkinn. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að þinghald í máli Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar verði opið. Hann er ákærður fyrir nauðgun en hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrr á þessu ári fyrir að nauðga fjórum konum á meðferðarstofu sinni. Jóhannes Tryggvi starfaði sem svonefndur „meðhöndlari“ og gaf sig út fyrir að geta linað þjáningar fólks með bak- og stoðkerfisvandamál. Hann var sakfelldur fyrir að nauðga fjórum konum á meðferðarstofu sinni á árunum 2009 til 2015 í janúar. Fimmta nauðgunarmáli er nú á borði Héraðsdóms Reykjaness en Jóhannesi Tryggva er gefið að sök að hafa nauðgað konu með því að hafa við hana önnur kynferðismök en samræði án samþykkis hennar og misnotað traust hennar í tvígang í janúar árið 2012. Konan sem kærði brotin fór ekki fram á að þinghald í málinu yrði lokað til þess að hlífa hagsmunum hennar. Það gerði Jóhannes Tryggvi hins vegar. Vísaði hann til þess að opin þinghöld myndu leiða til frekari umfjöllunar fjölmiðla sem myndi reynast honum og fjölskyldu hans þungbær. Þar sem hann vildi getað kallað brotaþola úr fyrra dómsmálinu sem vitni gætu nöfn þeirra verið gerð opinber yrði þinghaldið opið. Þinghaldi ekki lokað bara vegna þess að mál séu þungbær Dómari við Héraðsdóm Reykjaness hafnaði kröfu Jóhannesar Tryggva með þeim orðum að ekkert hafi komið fram sem yrði til þess að víkja skyldi frá þeirri meginreglu að þinghald væri opið. Þau rök sem Jóhannes Tryggvi hefði lagt fram fyrir kröfunni gætu ekki ein og sér orðið til þess að fallist yrði á hana. „Þótt það sé yfirleitt þungbært fyrir ákærða og aðra þá sem mál varða að þinghöld í sakamálum séu háð fyrir opnum tjöldum nægir það eitt og sér ekki til þess að þeim verði lokað, heldur verður eitthvað meira að koma til svo það verði gert,“ sagði í úrskurðarorðum hans. Þrír dómarar við Landsrétt staðfestu þann úrskurð. Misnotaði konurnar á nuddbekknum Þinghald í fyrra málinu gegn Jóhannesi Tryggva var lokað. Brot Jóhannesar á konunum fjórum í því máli voru með svipuðum hætti. Þær lágu allar léttklæddar á nuddbekk hjá honum í meðferð. Í öllum fjórum tilfellum var hann ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í eitt skipti haft önnur kynferðismök en samræði við konurnar án þeirra samþykkis. Í öllum tilvikum hafi hann beitt konurnar ólögmætri nauðung og misnotað það traust sem þær báru til hans. Í fimmta málinu sem nú er fyrir dómi er Jóhannesi Tryggva gefið að sök að hafa káfað á kynfærum konunnar, rasssi og brjósti og setja fingur inn í leggöng hennar, henni að óvörum. Hann hafi jafnframt beitt konuna ólögmætri nauðung með því að misnota traust hennar. Fyrir hönd brotaþola er gerð krafa um 2,5 milljónir króna í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Jóhannes Tryggvi starfaði sem svonefndur „meðhöndlari“ og gaf sig út fyrir að geta linað þjáningar fólks með bak- og stoðkerfisvandamál. Hann var sakfelldur fyrir að nauðga fjórum konum á meðferðarstofu sinni á árunum 2009 til 2015 í janúar. Fimmta nauðgunarmáli er nú á borði Héraðsdóms Reykjaness en Jóhannesi Tryggva er gefið að sök að hafa nauðgað konu með því að hafa við hana önnur kynferðismök en samræði án samþykkis hennar og misnotað traust hennar í tvígang í janúar árið 2012. Konan sem kærði brotin fór ekki fram á að þinghald í málinu yrði lokað til þess að hlífa hagsmunum hennar. Það gerði Jóhannes Tryggvi hins vegar. Vísaði hann til þess að opin þinghöld myndu leiða til frekari umfjöllunar fjölmiðla sem myndi reynast honum og fjölskyldu hans þungbær. Þar sem hann vildi getað kallað brotaþola úr fyrra dómsmálinu sem vitni gætu nöfn þeirra verið gerð opinber yrði þinghaldið opið. Þinghaldi ekki lokað bara vegna þess að mál séu þungbær Dómari við Héraðsdóm Reykjaness hafnaði kröfu Jóhannesar Tryggva með þeim orðum að ekkert hafi komið fram sem yrði til þess að víkja skyldi frá þeirri meginreglu að þinghald væri opið. Þau rök sem Jóhannes Tryggvi hefði lagt fram fyrir kröfunni gætu ekki ein og sér orðið til þess að fallist yrði á hana. „Þótt það sé yfirleitt þungbært fyrir ákærða og aðra þá sem mál varða að þinghöld í sakamálum séu háð fyrir opnum tjöldum nægir það eitt og sér ekki til þess að þeim verði lokað, heldur verður eitthvað meira að koma til svo það verði gert,“ sagði í úrskurðarorðum hans. Þrír dómarar við Landsrétt staðfestu þann úrskurð. Misnotaði konurnar á nuddbekknum Þinghald í fyrra málinu gegn Jóhannesi Tryggva var lokað. Brot Jóhannesar á konunum fjórum í því máli voru með svipuðum hætti. Þær lágu allar léttklæddar á nuddbekk hjá honum í meðferð. Í öllum fjórum tilfellum var hann ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í eitt skipti haft önnur kynferðismök en samræði við konurnar án þeirra samþykkis. Í öllum tilvikum hafi hann beitt konurnar ólögmætri nauðung og misnotað það traust sem þær báru til hans. Í fimmta málinu sem nú er fyrir dómi er Jóhannesi Tryggva gefið að sök að hafa káfað á kynfærum konunnar, rasssi og brjósti og setja fingur inn í leggöng hennar, henni að óvörum. Hann hafi jafnframt beitt konuna ólögmætri nauðung með því að misnota traust hennar. Fyrir hönd brotaþola er gerð krafa um 2,5 milljónir króna í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira