Neyðarkall! Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson skrifa 13. október 2021 14:01 Við stöndum frami fyrir neyðarástandi í kjölfar veirufaraldursins á alheimsvísu. Atburðarrás sem nú þegar er farin að hafa veruleg áhrif á lífskjör vinnandi fólks. Það hrikalega er að þessi staða mun fara ört versnandi og ekki útséð annað en muni enda með ósköpum ef ekkert verður að gert. Virðiskeðjan er brostin. Gríðarlegar verðhækkanir og takmarkanir í framleiðslu, á heimsvísu, gera það að verkum að nauðsynjavörur, sem hafa hækkað mikið nú þegar, eru í frjálsu „falli“ uppávið. Takmarkanir á framleiðslugetu á alþjóðavísu vegna hráefna og raforkuskorts með tilheyrandi hækkunum. Flutningskostnaður hefur margfaldast í verði og afhentingartímar lengjast. Skortur á umbúðum undir matvæli og drykki í bland við miklar hækkanir á hrávöruverði eru að þrýsta upp verðlagi um allan heim og engin leið að segja til um hvar endar. Við erum ekki að tala um nokkur prósent heldur tugi og hundruð prósenta hækkanir á raforku, flutningum, ávöxtum, hveiti, sykri, matarolíu, umbúðum, málmum og eldsneyti. Ofan á þetta bætist skömmtun á raforku og hráefnaskortur hjá stórum framleiðsluríkjum sem takmarkar framleiðslugetu enn frekar. Það er ljóst að utanaðkomandi verðbólguþrýstingur er að stóraukast og mun aukast enn frekar næstu misseri sem mun þrýsta mikið á verðlag og innlenda verðbólgu. En hvað ætla stjórnvöld og Seðlabankinn að gera? Hækka stýrivexti? Hækka álögur á fólkið okkar til að stemma stigum við ástand sem við eigum ekki nokkra sök eða höfum stjórn á? Ofan á þetta allt erum við í miðri húsnæðiskreppu og einu úrræðin sem stjórnvöldum dettur í hug er að auka enn á vandan með vaxtahækkunum þannig að úr verður tugmilljarða eignatilfærsla frá skuldsettum heimilum og fyrirtækjum til fjármálakerfisins. Nei nú er nóg komið og gamaldags aðferðarfræði verður að víkja fyrir nýjum leiðum. Neyðaraðgerða er þörf. Aðgerða sem bregðast við vandanum en auka hann ekki enn frekar. Við köllum eftir neyðarfundi með stjórnvöldum, Seðlabankanum og aðilum vinnumarkaðarins til að finna lausnir. Það er ekki lengur í boði að liggja í skotgröfum og kasta orðasprengjum hvert í annað. Við þurfum að ráðast í neyðaraðgerðir og það strax. Lækka eða fella niður virðisaukaskatt á nauðsynjavörum tímabundið, undirbúa þjóðarátak í húsnæðismálum, frysta vísitölu verðtryggingar á lánum og húsaleigu og aðgerðir til að styðja við krónuna. Við köllum eftir því að ráðamenn þjóðarinnar og hagsmunaaðilar snúi bökum saman og sýni í verki hvers við erum megnuð ef við leggjumst á eitt. Við megum engan tíma missa. Höfundar eru formenn VR og Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Ragnar Þór Ingólfsson Verðlag Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Við stöndum frami fyrir neyðarástandi í kjölfar veirufaraldursins á alheimsvísu. Atburðarrás sem nú þegar er farin að hafa veruleg áhrif á lífskjör vinnandi fólks. Það hrikalega er að þessi staða mun fara ört versnandi og ekki útséð annað en muni enda með ósköpum ef ekkert verður að gert. Virðiskeðjan er brostin. Gríðarlegar verðhækkanir og takmarkanir í framleiðslu, á heimsvísu, gera það að verkum að nauðsynjavörur, sem hafa hækkað mikið nú þegar, eru í frjálsu „falli“ uppávið. Takmarkanir á framleiðslugetu á alþjóðavísu vegna hráefna og raforkuskorts með tilheyrandi hækkunum. Flutningskostnaður hefur margfaldast í verði og afhentingartímar lengjast. Skortur á umbúðum undir matvæli og drykki í bland við miklar hækkanir á hrávöruverði eru að þrýsta upp verðlagi um allan heim og engin leið að segja til um hvar endar. Við erum ekki að tala um nokkur prósent heldur tugi og hundruð prósenta hækkanir á raforku, flutningum, ávöxtum, hveiti, sykri, matarolíu, umbúðum, málmum og eldsneyti. Ofan á þetta bætist skömmtun á raforku og hráefnaskortur hjá stórum framleiðsluríkjum sem takmarkar framleiðslugetu enn frekar. Það er ljóst að utanaðkomandi verðbólguþrýstingur er að stóraukast og mun aukast enn frekar næstu misseri sem mun þrýsta mikið á verðlag og innlenda verðbólgu. En hvað ætla stjórnvöld og Seðlabankinn að gera? Hækka stýrivexti? Hækka álögur á fólkið okkar til að stemma stigum við ástand sem við eigum ekki nokkra sök eða höfum stjórn á? Ofan á þetta allt erum við í miðri húsnæðiskreppu og einu úrræðin sem stjórnvöldum dettur í hug er að auka enn á vandan með vaxtahækkunum þannig að úr verður tugmilljarða eignatilfærsla frá skuldsettum heimilum og fyrirtækjum til fjármálakerfisins. Nei nú er nóg komið og gamaldags aðferðarfræði verður að víkja fyrir nýjum leiðum. Neyðaraðgerða er þörf. Aðgerða sem bregðast við vandanum en auka hann ekki enn frekar. Við köllum eftir neyðarfundi með stjórnvöldum, Seðlabankanum og aðilum vinnumarkaðarins til að finna lausnir. Það er ekki lengur í boði að liggja í skotgröfum og kasta orðasprengjum hvert í annað. Við þurfum að ráðast í neyðaraðgerðir og það strax. Lækka eða fella niður virðisaukaskatt á nauðsynjavörum tímabundið, undirbúa þjóðarátak í húsnæðismálum, frysta vísitölu verðtryggingar á lánum og húsaleigu og aðgerðir til að styðja við krónuna. Við köllum eftir því að ráðamenn þjóðarinnar og hagsmunaaðilar snúi bökum saman og sýni í verki hvers við erum megnuð ef við leggjumst á eitt. Við megum engan tíma missa. Höfundar eru formenn VR og Verkalýðsfélags Akraness.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun