Felldi TM í Landsrétti vegna vinnuslyss eftir tap í héraði Árni Sæberg skrifar 15. október 2021 18:09 Landsréttur. Vísir/Vilhelm Landsréttur viðurkenndi í dag bótaskyldu TM vegna slyss sem karlmaður varð fyrir er hann var að færa tvö hundruð lítra olíutunnu. TM hélt því fram fyrir dómi að ekki hefði verið um slys í skilningi bótaréttar að ræða. Héraðsdómur hafði þegar sýknað TM tryggingar af öllum kröfum mannsins á þeim grundvelli að tjón hans hefði ekki orsakast af atburði sem telst slys í skilningi vátryggingaskilmála og meginreglu bótaréttar. Í dómi Landsréttar segir að maðurinn hafi slasast á tvíhöfða annarar handar þegar hann var að færa tvö hundruð lítra olíutunnu á palli. Honum hafi fundist að hönd hans væri að klemmast á milli tveggja tunna og því kippt henni til. Við það hafi hann fundið mikinn verk í höndinni. Við læknisskoðun þremur dögum síðar hafi komi í ljós að hann hafi slitið sin í tvíhöfða. Í tilkynningu til Vinnueftirlitsins sagði: „Var að færa til olíutunnu og þegar tunnan fellur til baka þá ætlar A að halda við tunnuna en fær slink á handlegg og við það hefur hann rifið vöðva.“ Læknir staðfesti áverkann Þremur árum eftir slysið var áverki mannsins metinn og í mati læknis sagði að maðurinn hafi hlotið áverka á vinstri tvíhöfða þegar hann greip undir olíutunnu. Læknirinn taldi ómögulegt að áverki mannsins hafi getað orsakast af hreyfingu einni saman. Ekki slys nema tjón sé að rekja til skyndilegs utanaðkomandi atburðar Líkt og áður segir hélt TM því fram á áverka mannsins mætti ekki rekja til atburðar sem telst slys í skilningi bótaréttar en til þess þarf tjón að orsakast af skyndilegum utanaðkomandi atburði. Í dóminum segir að af dómaframkvæmd sé ljóst að meiðsl sem verða vegna þess að þungum hlut er lyft falli ekki undir slysahugtak vátryggingaréttar enda sé þau ekki að rekja til skyndilegs utanaðkomandi atburðar nema meira komi til. Þó segir að staðan geti breyst fari eitthvað úrskeiðis við verkið sem leiðir til dæmis til þess að meiri byrði lendir á þeim sem lyftir eða átakið verður skyndilega annað en hann var búinn undir, enda geta meiðsli sem af slíku leiða þá talist verða vegna utanaðkomandi atvika. Þar sem dómurinn taldi sannað að olíutunna hafi hreyfst meðan maðurinn var að færa hana var fallist á málsástæður mannsins þess efnis að eitthvað hafi farið úrskeiðis við verkið. Því hafi tjón hans orsakast af skyndilegum utanaðkomandi atburði eða slysi líkt og það er oftast kallað. TM greiði bætur og allan málskostnað Niðurstaða Landsréttar var sú að TM bæri að greiða manninum bætur úr slysatryggingu launþega sem atvinnuveitandi hans hafði keypt hjá félaginu. Þá var TM gert að greiða tæplega 1,5 milljón króna í málskostnað sem renna í ríkissjóðs þar sem maðurinn hafði fengið gjafsókn í málinu. Dómsmál Tryggingar Neytendur Vinnuslys Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Sjá meira
Héraðsdómur hafði þegar sýknað TM tryggingar af öllum kröfum mannsins á þeim grundvelli að tjón hans hefði ekki orsakast af atburði sem telst slys í skilningi vátryggingaskilmála og meginreglu bótaréttar. Í dómi Landsréttar segir að maðurinn hafi slasast á tvíhöfða annarar handar þegar hann var að færa tvö hundruð lítra olíutunnu á palli. Honum hafi fundist að hönd hans væri að klemmast á milli tveggja tunna og því kippt henni til. Við það hafi hann fundið mikinn verk í höndinni. Við læknisskoðun þremur dögum síðar hafi komi í ljós að hann hafi slitið sin í tvíhöfða. Í tilkynningu til Vinnueftirlitsins sagði: „Var að færa til olíutunnu og þegar tunnan fellur til baka þá ætlar A að halda við tunnuna en fær slink á handlegg og við það hefur hann rifið vöðva.“ Læknir staðfesti áverkann Þremur árum eftir slysið var áverki mannsins metinn og í mati læknis sagði að maðurinn hafi hlotið áverka á vinstri tvíhöfða þegar hann greip undir olíutunnu. Læknirinn taldi ómögulegt að áverki mannsins hafi getað orsakast af hreyfingu einni saman. Ekki slys nema tjón sé að rekja til skyndilegs utanaðkomandi atburðar Líkt og áður segir hélt TM því fram á áverka mannsins mætti ekki rekja til atburðar sem telst slys í skilningi bótaréttar en til þess þarf tjón að orsakast af skyndilegum utanaðkomandi atburði. Í dóminum segir að af dómaframkvæmd sé ljóst að meiðsl sem verða vegna þess að þungum hlut er lyft falli ekki undir slysahugtak vátryggingaréttar enda sé þau ekki að rekja til skyndilegs utanaðkomandi atburðar nema meira komi til. Þó segir að staðan geti breyst fari eitthvað úrskeiðis við verkið sem leiðir til dæmis til þess að meiri byrði lendir á þeim sem lyftir eða átakið verður skyndilega annað en hann var búinn undir, enda geta meiðsli sem af slíku leiða þá talist verða vegna utanaðkomandi atvika. Þar sem dómurinn taldi sannað að olíutunna hafi hreyfst meðan maðurinn var að færa hana var fallist á málsástæður mannsins þess efnis að eitthvað hafi farið úrskeiðis við verkið. Því hafi tjón hans orsakast af skyndilegum utanaðkomandi atburði eða slysi líkt og það er oftast kallað. TM greiði bætur og allan málskostnað Niðurstaða Landsréttar var sú að TM bæri að greiða manninum bætur úr slysatryggingu launþega sem atvinnuveitandi hans hafði keypt hjá félaginu. Þá var TM gert að greiða tæplega 1,5 milljón króna í málskostnað sem renna í ríkissjóðs þar sem maðurinn hafði fengið gjafsókn í málinu.
Dómsmál Tryggingar Neytendur Vinnuslys Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Sjá meira