Felldi TM í Landsrétti vegna vinnuslyss eftir tap í héraði Árni Sæberg skrifar 15. október 2021 18:09 Landsréttur. Vísir/Vilhelm Landsréttur viðurkenndi í dag bótaskyldu TM vegna slyss sem karlmaður varð fyrir er hann var að færa tvö hundruð lítra olíutunnu. TM hélt því fram fyrir dómi að ekki hefði verið um slys í skilningi bótaréttar að ræða. Héraðsdómur hafði þegar sýknað TM tryggingar af öllum kröfum mannsins á þeim grundvelli að tjón hans hefði ekki orsakast af atburði sem telst slys í skilningi vátryggingaskilmála og meginreglu bótaréttar. Í dómi Landsréttar segir að maðurinn hafi slasast á tvíhöfða annarar handar þegar hann var að færa tvö hundruð lítra olíutunnu á palli. Honum hafi fundist að hönd hans væri að klemmast á milli tveggja tunna og því kippt henni til. Við það hafi hann fundið mikinn verk í höndinni. Við læknisskoðun þremur dögum síðar hafi komi í ljós að hann hafi slitið sin í tvíhöfða. Í tilkynningu til Vinnueftirlitsins sagði: „Var að færa til olíutunnu og þegar tunnan fellur til baka þá ætlar A að halda við tunnuna en fær slink á handlegg og við það hefur hann rifið vöðva.“ Læknir staðfesti áverkann Þremur árum eftir slysið var áverki mannsins metinn og í mati læknis sagði að maðurinn hafi hlotið áverka á vinstri tvíhöfða þegar hann greip undir olíutunnu. Læknirinn taldi ómögulegt að áverki mannsins hafi getað orsakast af hreyfingu einni saman. Ekki slys nema tjón sé að rekja til skyndilegs utanaðkomandi atburðar Líkt og áður segir hélt TM því fram á áverka mannsins mætti ekki rekja til atburðar sem telst slys í skilningi bótaréttar en til þess þarf tjón að orsakast af skyndilegum utanaðkomandi atburði. Í dóminum segir að af dómaframkvæmd sé ljóst að meiðsl sem verða vegna þess að þungum hlut er lyft falli ekki undir slysahugtak vátryggingaréttar enda sé þau ekki að rekja til skyndilegs utanaðkomandi atburðar nema meira komi til. Þó segir að staðan geti breyst fari eitthvað úrskeiðis við verkið sem leiðir til dæmis til þess að meiri byrði lendir á þeim sem lyftir eða átakið verður skyndilega annað en hann var búinn undir, enda geta meiðsli sem af slíku leiða þá talist verða vegna utanaðkomandi atvika. Þar sem dómurinn taldi sannað að olíutunna hafi hreyfst meðan maðurinn var að færa hana var fallist á málsástæður mannsins þess efnis að eitthvað hafi farið úrskeiðis við verkið. Því hafi tjón hans orsakast af skyndilegum utanaðkomandi atburði eða slysi líkt og það er oftast kallað. TM greiði bætur og allan málskostnað Niðurstaða Landsréttar var sú að TM bæri að greiða manninum bætur úr slysatryggingu launþega sem atvinnuveitandi hans hafði keypt hjá félaginu. Þá var TM gert að greiða tæplega 1,5 milljón króna í málskostnað sem renna í ríkissjóðs þar sem maðurinn hafði fengið gjafsókn í málinu. Dómsmál Tryggingar Neytendur Vinnuslys Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Héraðsdómur hafði þegar sýknað TM tryggingar af öllum kröfum mannsins á þeim grundvelli að tjón hans hefði ekki orsakast af atburði sem telst slys í skilningi vátryggingaskilmála og meginreglu bótaréttar. Í dómi Landsréttar segir að maðurinn hafi slasast á tvíhöfða annarar handar þegar hann var að færa tvö hundruð lítra olíutunnu á palli. Honum hafi fundist að hönd hans væri að klemmast á milli tveggja tunna og því kippt henni til. Við það hafi hann fundið mikinn verk í höndinni. Við læknisskoðun þremur dögum síðar hafi komi í ljós að hann hafi slitið sin í tvíhöfða. Í tilkynningu til Vinnueftirlitsins sagði: „Var að færa til olíutunnu og þegar tunnan fellur til baka þá ætlar A að halda við tunnuna en fær slink á handlegg og við það hefur hann rifið vöðva.“ Læknir staðfesti áverkann Þremur árum eftir slysið var áverki mannsins metinn og í mati læknis sagði að maðurinn hafi hlotið áverka á vinstri tvíhöfða þegar hann greip undir olíutunnu. Læknirinn taldi ómögulegt að áverki mannsins hafi getað orsakast af hreyfingu einni saman. Ekki slys nema tjón sé að rekja til skyndilegs utanaðkomandi atburðar Líkt og áður segir hélt TM því fram á áverka mannsins mætti ekki rekja til atburðar sem telst slys í skilningi bótaréttar en til þess þarf tjón að orsakast af skyndilegum utanaðkomandi atburði. Í dóminum segir að af dómaframkvæmd sé ljóst að meiðsl sem verða vegna þess að þungum hlut er lyft falli ekki undir slysahugtak vátryggingaréttar enda sé þau ekki að rekja til skyndilegs utanaðkomandi atburðar nema meira komi til. Þó segir að staðan geti breyst fari eitthvað úrskeiðis við verkið sem leiðir til dæmis til þess að meiri byrði lendir á þeim sem lyftir eða átakið verður skyndilega annað en hann var búinn undir, enda geta meiðsli sem af slíku leiða þá talist verða vegna utanaðkomandi atvika. Þar sem dómurinn taldi sannað að olíutunna hafi hreyfst meðan maðurinn var að færa hana var fallist á málsástæður mannsins þess efnis að eitthvað hafi farið úrskeiðis við verkið. Því hafi tjón hans orsakast af skyndilegum utanaðkomandi atburði eða slysi líkt og það er oftast kallað. TM greiði bætur og allan málskostnað Niðurstaða Landsréttar var sú að TM bæri að greiða manninum bætur úr slysatryggingu launþega sem atvinnuveitandi hans hafði keypt hjá félaginu. Þá var TM gert að greiða tæplega 1,5 milljón króna í málskostnað sem renna í ríkissjóðs þar sem maðurinn hafði fengið gjafsókn í málinu.
Dómsmál Tryggingar Neytendur Vinnuslys Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira