Víkingar hafa ekki unnið Skagamenn í bikarnum í fimmtíu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2021 10:31 Þjálfararnir Jóhannes Karl Guðjónsson hjá ÍA og Arnar Gunnlaugsson hjá Víkingum með bikarinn sem keppt verður um í dag. Vísir/Vilhelm ÍA og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvellinum i dag en ætli Víkingar sér bikarinn þá þurfa þeir að gera eitthvað sem engu Víkingsliði hefur tekist í hálfa öld. Víkingar eru Íslandsmeistarar og sigurstranglegra liðið enda björguðu Skagamenn sér frá falli í lokaumferðinni. Bæði lið hafa þó unnið marga leiki í röð, Skagamenn síðustu fimm leiki sína og Víkingar undanfarna níu leiki. Þegar kemur að innbyrðis leikjum liðanna í bikarkeppninni þá er líka önnur sigurganga í gangi. Skagamenn hafa nefnilega unnið síðustu sjö bikarleiki félaganna eða alla bikarleiki þeirra síðan 1971. Víkingar unnu síðast Skagamenn í bikarnum í undanúrslitum keppninnar 1971. Leikurinn fór fram 24. október á Melavellinum og vann Víkingur leikinn 2-0. Mörkin skoruðu fyrirliðinn Gunnar Gunnarsson og svo Páll Björgvinsson sem er þekktastur fyrir handboltaferil sinn með félaginu enda lengi burðarás í sigursælu Víkingsliði. Víkingar fóru síðan alla leið og unnu bikarinn eftir 1-0 sigur á Breiðabliki í úrslitaleiknum þar sem Jón Ólafsson skoraði sigurmarkið. Víkingsliðið komst einnig í bikarúrslitaleikinn fjórum árum fyrr eftir að hafa unnið Skagamenn 2-1 í undanúrslitaleiknum. Frá og með árinu 1972 hafa liðin mæst sjö sinnum í bikarkeppninni og Skagamenn hafa unnið alla leikina og það með markatölunni 23-6. Skaginn vann leiki liðanna 1976, 1982, 1992, 1993, 1999, 2001 og 2007. Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins milli ÍA og Víkings er sýndur beint á Stöð 2 Sport í dag. Leikurinn hefst klukkan 15.00 en útsendingin hefst með upphitun klukkan 14.15. Bikarleikir ÍA og Víkings Reykjavíkur: 2007 - ÍA vann 2-1 í sextán liða úrslitum 2001 - ÍA vann 4-1 í sextán liða úrslitum 1999 - ÍA vann 5-0 í átta liða úrslitum 1993 - ÍA vann 4-1 í átta liða úrslitum 1992 - ÍA vann 3-2 í átta liða úrslitum 1982 - ÍA vann 2-1 í undanúrslitum 1976 - ÍA vann 3-0 í sextán liða úrslitum 1971 - Víkingur vann 2-0 í undanúrslitum 1967 - Víkingur vann 2-1 í undanúrslitum Mjólkurbikarinn ÍA Víkingur Reykjavík Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sjá meira
Víkingar eru Íslandsmeistarar og sigurstranglegra liðið enda björguðu Skagamenn sér frá falli í lokaumferðinni. Bæði lið hafa þó unnið marga leiki í röð, Skagamenn síðustu fimm leiki sína og Víkingar undanfarna níu leiki. Þegar kemur að innbyrðis leikjum liðanna í bikarkeppninni þá er líka önnur sigurganga í gangi. Skagamenn hafa nefnilega unnið síðustu sjö bikarleiki félaganna eða alla bikarleiki þeirra síðan 1971. Víkingar unnu síðast Skagamenn í bikarnum í undanúrslitum keppninnar 1971. Leikurinn fór fram 24. október á Melavellinum og vann Víkingur leikinn 2-0. Mörkin skoruðu fyrirliðinn Gunnar Gunnarsson og svo Páll Björgvinsson sem er þekktastur fyrir handboltaferil sinn með félaginu enda lengi burðarás í sigursælu Víkingsliði. Víkingar fóru síðan alla leið og unnu bikarinn eftir 1-0 sigur á Breiðabliki í úrslitaleiknum þar sem Jón Ólafsson skoraði sigurmarkið. Víkingsliðið komst einnig í bikarúrslitaleikinn fjórum árum fyrr eftir að hafa unnið Skagamenn 2-1 í undanúrslitaleiknum. Frá og með árinu 1972 hafa liðin mæst sjö sinnum í bikarkeppninni og Skagamenn hafa unnið alla leikina og það með markatölunni 23-6. Skaginn vann leiki liðanna 1976, 1982, 1992, 1993, 1999, 2001 og 2007. Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins milli ÍA og Víkings er sýndur beint á Stöð 2 Sport í dag. Leikurinn hefst klukkan 15.00 en útsendingin hefst með upphitun klukkan 14.15. Bikarleikir ÍA og Víkings Reykjavíkur: 2007 - ÍA vann 2-1 í sextán liða úrslitum 2001 - ÍA vann 4-1 í sextán liða úrslitum 1999 - ÍA vann 5-0 í átta liða úrslitum 1993 - ÍA vann 4-1 í átta liða úrslitum 1992 - ÍA vann 3-2 í átta liða úrslitum 1982 - ÍA vann 2-1 í undanúrslitum 1976 - ÍA vann 3-0 í sextán liða úrslitum 1971 - Víkingur vann 2-0 í undanúrslitum 1967 - Víkingur vann 2-1 í undanúrslitum
Bikarleikir ÍA og Víkings Reykjavíkur: 2007 - ÍA vann 2-1 í sextán liða úrslitum 2001 - ÍA vann 4-1 í sextán liða úrslitum 1999 - ÍA vann 5-0 í átta liða úrslitum 1993 - ÍA vann 4-1 í átta liða úrslitum 1992 - ÍA vann 3-2 í átta liða úrslitum 1982 - ÍA vann 2-1 í undanúrslitum 1976 - ÍA vann 3-0 í sextán liða úrslitum 1971 - Víkingur vann 2-0 í undanúrslitum 1967 - Víkingur vann 2-1 í undanúrslitum
Mjólkurbikarinn ÍA Víkingur Reykjavík Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sjá meira