Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Kristján Már Unnarsson skrifar 17. október 2021 06:27 Frá fyrstu sprengingu í nýjum Árnarfjarðargöngum norðan Klakksvíkur. Landsverk/Ólavur J. Hansen Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. Aðeins eru tíu mánuðir frá því Austureyjargöngin voru opnuð, stærsta samgöngumannvirki Færeyja. Þessum 11,2 kílómetra neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Austureyjar hefur verið lýst sem mestu samgöngubyltingu í sögu eyjanna. Þau styttu aksturstímann milli Þórshafnar og Klakksvíkur um helming, úr nærri 70 mínútum niður í 36 mínútur. Í maímánuði í vor var fagnað opnun 2,5 kílómetra langra Hvalbiarganga á Suðurey, tveimur árum eftir að skrifað var undir 4,8 milljarða króna verksamning. Þau leysa af einbreið göng frá árinu 1963, sem voru þau fyrstu í Færeyjum, en yfirlit og kort yfir öll jarðgöng á eyjunum má sjá hér. Jafnframt stendur yfir gerð Sandeyjarganga, 10,8 kílómetra langra neðansjávarganga milli Straumeyjar og Sandeyjar. Borun þeirra hófst í desember 2018 og er áætlað að þau verði tekin í notkun í desember 2023. Nýju Árnafjarðargöngin eru ásamt Hvannasundsgöngum hluti af jarðgangaverkefni norðan Klakksvíkur sem saman nefnast Göngin Norður um Fjall. Þau verða samtals 4,2 kílómetrar á lengd, kosta um 10,5 milljarða íslenskra króna, og eiga að vera tilbúin haustið 2024. Fámjinsgöngin verða 1.200 metra löng og eiga að vera tilbúin sumarið 2024.Landsverk Núna eru göngin til Fámjins, áttatíu manna þorps á Suðurey, að bætast við. Landsverk, Vegagerð þeirra Færeyinga, hefur tilkynnt að þrír verktakar fái að loknu forvali að bjóða í Fámjinsgöngin; Articon, J&K Petersen og MT Højgaard. Þau verða 1.200 metra löng, eiga að vera tilbúin sumarið 2024, og leysa af 400 metra háan fjallveg. Það hafa þó verið fámennari byggðir en Fámjin sem fengið hafa jarðgöng í Færeyjum. Þannig voru grafin fimm göng á Kalsey á árunum 1979 til 1985 til að tengja byggðirnar Húsar, Mikladal, Syðradal og Trøllanes með samtals áttatíu íbúa. Svo sundurgrafin var þessi átján kílómetra langa eyja af jarðgöngum að gárungarnir kölluðu hana blokkflautuna. Þá bjuggu aðeins fimmtán manns í Gásadal þegar þeir fengu Gásadalsgöngin árið 2006. Fjármálaráðherra Færeyja réttlætti slíka ráðstöfun opinberra fjármuna í þessari frétt á Stöð 2 árið 2013: Örnefnið Fámjin hefur lengið vafist fyrir mönnum og þykir með þeim skrítnari í Færeyjum. Sagt er að Fámjin hafi upphaflega heitið Vesturvík, þótt engar skriflegar heimildir finnist um það nafn. Helsta skýringin á Fámjin-nafninu þykir einnig skrítin. Sagt er að á 17. öld hafi franskt seglskip beðið byrs þar fyrir utan. Tveir færeyskir sjómenn frá Hofi á Suðurey hafi róið að skútunni með stórlúðu. Þeir hafi boðið tveimur frönskum stúlkum af skútunni um borð til sín að skoða lúðuna. En í stað þess að skila stúlkunum hafi þeir róið sem ákafast til lands en skipverjar hrópað: „Femme mien, femme mien!“ Fylgir sögunni að þegar byrjaði hafi seglskipið siglt brott án kvennanna, þær orðið eiginkonur færeysku sjómannanna, og þau sest að í Fámjin. Af þessum hjónaböndum hafi vaxið stór ættbogi og íbúar Fámjins sagðir hafa verið franskari útlits en aðrir Færeyingar. Séð yfir Fámjin í Færeyjum. Er örnefnið dregið af brimlöðrinu?Wikimedia/Erik Christensen Málfræðingar hafa þó varpað fram annarri kenningu um tilurð nafnsins. Það megi rekja til enskra áhrifa á fjórtándu öld til þess tíma þegar mikil samskipti voru milli Færeyja og Hjaltlands en í forn-ensku var orðið „fámig“ notað um brimlöður. Þetta sé þannig skylt orðinu „foam“ í enskri tungu en mikið sjávarlöður þykir einkenna víkina við Fámjin. Þess má geta að Íslendingurinn Guðbrandur Sigurðsson teiknaði steinkirkjuna í Fámjin, sem vígð var árið 1876. Kirkjan er fræg fyrir að þar er varðveitt frumútgáfan af þjóðfána Færeyja. Kirkjan hýsir einnig Fámjin-steininn, yngsta rúnastein Færeyinga, en hann er talinn sanna að rúnaletur var notað í Færeyjum allt fram á 16. öld. Færeyjar Vegagerð Samgöngur Tengdar fréttir Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30 Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Aðeins eru tíu mánuðir frá því Austureyjargöngin voru opnuð, stærsta samgöngumannvirki Færeyja. Þessum 11,2 kílómetra neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Austureyjar hefur verið lýst sem mestu samgöngubyltingu í sögu eyjanna. Þau styttu aksturstímann milli Þórshafnar og Klakksvíkur um helming, úr nærri 70 mínútum niður í 36 mínútur. Í maímánuði í vor var fagnað opnun 2,5 kílómetra langra Hvalbiarganga á Suðurey, tveimur árum eftir að skrifað var undir 4,8 milljarða króna verksamning. Þau leysa af einbreið göng frá árinu 1963, sem voru þau fyrstu í Færeyjum, en yfirlit og kort yfir öll jarðgöng á eyjunum má sjá hér. Jafnframt stendur yfir gerð Sandeyjarganga, 10,8 kílómetra langra neðansjávarganga milli Straumeyjar og Sandeyjar. Borun þeirra hófst í desember 2018 og er áætlað að þau verði tekin í notkun í desember 2023. Nýju Árnafjarðargöngin eru ásamt Hvannasundsgöngum hluti af jarðgangaverkefni norðan Klakksvíkur sem saman nefnast Göngin Norður um Fjall. Þau verða samtals 4,2 kílómetrar á lengd, kosta um 10,5 milljarða íslenskra króna, og eiga að vera tilbúin haustið 2024. Fámjinsgöngin verða 1.200 metra löng og eiga að vera tilbúin sumarið 2024.Landsverk Núna eru göngin til Fámjins, áttatíu manna þorps á Suðurey, að bætast við. Landsverk, Vegagerð þeirra Færeyinga, hefur tilkynnt að þrír verktakar fái að loknu forvali að bjóða í Fámjinsgöngin; Articon, J&K Petersen og MT Højgaard. Þau verða 1.200 metra löng, eiga að vera tilbúin sumarið 2024, og leysa af 400 metra háan fjallveg. Það hafa þó verið fámennari byggðir en Fámjin sem fengið hafa jarðgöng í Færeyjum. Þannig voru grafin fimm göng á Kalsey á árunum 1979 til 1985 til að tengja byggðirnar Húsar, Mikladal, Syðradal og Trøllanes með samtals áttatíu íbúa. Svo sundurgrafin var þessi átján kílómetra langa eyja af jarðgöngum að gárungarnir kölluðu hana blokkflautuna. Þá bjuggu aðeins fimmtán manns í Gásadal þegar þeir fengu Gásadalsgöngin árið 2006. Fjármálaráðherra Færeyja réttlætti slíka ráðstöfun opinberra fjármuna í þessari frétt á Stöð 2 árið 2013: Örnefnið Fámjin hefur lengið vafist fyrir mönnum og þykir með þeim skrítnari í Færeyjum. Sagt er að Fámjin hafi upphaflega heitið Vesturvík, þótt engar skriflegar heimildir finnist um það nafn. Helsta skýringin á Fámjin-nafninu þykir einnig skrítin. Sagt er að á 17. öld hafi franskt seglskip beðið byrs þar fyrir utan. Tveir færeyskir sjómenn frá Hofi á Suðurey hafi róið að skútunni með stórlúðu. Þeir hafi boðið tveimur frönskum stúlkum af skútunni um borð til sín að skoða lúðuna. En í stað þess að skila stúlkunum hafi þeir róið sem ákafast til lands en skipverjar hrópað: „Femme mien, femme mien!“ Fylgir sögunni að þegar byrjaði hafi seglskipið siglt brott án kvennanna, þær orðið eiginkonur færeysku sjómannanna, og þau sest að í Fámjin. Af þessum hjónaböndum hafi vaxið stór ættbogi og íbúar Fámjins sagðir hafa verið franskari útlits en aðrir Færeyingar. Séð yfir Fámjin í Færeyjum. Er örnefnið dregið af brimlöðrinu?Wikimedia/Erik Christensen Málfræðingar hafa þó varpað fram annarri kenningu um tilurð nafnsins. Það megi rekja til enskra áhrifa á fjórtándu öld til þess tíma þegar mikil samskipti voru milli Færeyja og Hjaltlands en í forn-ensku var orðið „fámig“ notað um brimlöður. Þetta sé þannig skylt orðinu „foam“ í enskri tungu en mikið sjávarlöður þykir einkenna víkina við Fámjin. Þess má geta að Íslendingurinn Guðbrandur Sigurðsson teiknaði steinkirkjuna í Fámjin, sem vígð var árið 1876. Kirkjan er fræg fyrir að þar er varðveitt frumútgáfan af þjóðfána Færeyja. Kirkjan hýsir einnig Fámjin-steininn, yngsta rúnastein Færeyinga, en hann er talinn sanna að rúnaletur var notað í Færeyjum allt fram á 16. öld.
Færeyjar Vegagerð Samgöngur Tengdar fréttir Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30 Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30
Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent