Stuðningsmaðurinn sem hneig niður sagður stöðugur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. október 2021 22:01 Andre Marriner, dómari leiksins, ræðir við lögregluþjón í stúkunni. Stu Forster/Getty Images Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik Newcastle og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar að stuðningsmaður Newcastle hneig niður. Stöðva þurfti leikinn um stund á meðan maðurinn fékk aðhlynningu, en nýjustu fréttir herma að líðan hans sé stöðug. Eftir rétt rúmlega 40 mínútna leik bjuggu leikmenn Tottenham sig undir að taka hornspyrnu. Á sama tíma tók Sergio Reguilon, bakvörður Tottenham, eftir því að ekki var allt með felldu uppi í stúku. Hann lét Andre Marriner, dómara leiksins, vita og hann stöðvaði leikinn. Andartökum seinna sást Eric Dier, varnarmaður Tottenham, taka sprettinn að sjúkrateymum liðanna, og í kjölfarið hlupu meðlimir þeirra með hjartastuðtæki í átt að stúkunni. Andre Marriner skipaði leikmönnum að fara inn í klefa á meðan stuðningsmaðurinn fékk aðhlynningu, en hann var svo fluttur á næsta sjúkrahús. Að lokum hélt leikurinn áfram, og gestirnir í Tottenham unnu 3-2 sigur. Nú fyrir skemmstu barst tilkynning frá Newcastle þar sem kemur fram að líðan mannsinns sé stöðug, og að hann sýni viðbrögð. „Félagið vill þakka stuðningsmönnunum fyrir skjót viðbrögð og að hafa vakið athygli á aðstæðum, og hrósa þeim sem framkvæmdu hjartahnoð. Ásamt því viljum við þakka læknateyminu á svæðinu sem brást hratt við og beitti nálægu hjartastuðtæki,“ segir meðal annars í tilkynningunni. #NUFC can confirm that a supporter who required emergency medical treatment during today's game at St. James’ Park is stable and responsive in hospital. 🙏— Newcastle United FC (@NUFC) October 17, 2021 „Ég sá að eitthvað slæmt hafði komið fyrir“ „Ég sá stuðningsmennina veifa og svo sá ég liggjandi mann,“ sagði Sergio Reguilon í samtali við BBC. „Ég sá að eitthvað slæmt hafði komið fyrir. Ég horfði á dómarann og hann stoppaði leikinn. Ég held að allt sé í lagi núna.“ „Þetta var mjög skrýtið, því við fórum inn í klefa og ég var að horfa á mann liggjandi í jörðinni. Ég var stressaður af því að mér líður ekki vel að sjá svona.“ Football is not the most important. Get well soon 💪🙏 pic.twitter.com/Ltwvxy7wrU— Sergio Reguilón (@sergio_regui) October 17, 2021 Enski boltinn Bretland England Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Eftir rétt rúmlega 40 mínútna leik bjuggu leikmenn Tottenham sig undir að taka hornspyrnu. Á sama tíma tók Sergio Reguilon, bakvörður Tottenham, eftir því að ekki var allt með felldu uppi í stúku. Hann lét Andre Marriner, dómara leiksins, vita og hann stöðvaði leikinn. Andartökum seinna sást Eric Dier, varnarmaður Tottenham, taka sprettinn að sjúkrateymum liðanna, og í kjölfarið hlupu meðlimir þeirra með hjartastuðtæki í átt að stúkunni. Andre Marriner skipaði leikmönnum að fara inn í klefa á meðan stuðningsmaðurinn fékk aðhlynningu, en hann var svo fluttur á næsta sjúkrahús. Að lokum hélt leikurinn áfram, og gestirnir í Tottenham unnu 3-2 sigur. Nú fyrir skemmstu barst tilkynning frá Newcastle þar sem kemur fram að líðan mannsinns sé stöðug, og að hann sýni viðbrögð. „Félagið vill þakka stuðningsmönnunum fyrir skjót viðbrögð og að hafa vakið athygli á aðstæðum, og hrósa þeim sem framkvæmdu hjartahnoð. Ásamt því viljum við þakka læknateyminu á svæðinu sem brást hratt við og beitti nálægu hjartastuðtæki,“ segir meðal annars í tilkynningunni. #NUFC can confirm that a supporter who required emergency medical treatment during today's game at St. James’ Park is stable and responsive in hospital. 🙏— Newcastle United FC (@NUFC) October 17, 2021 „Ég sá að eitthvað slæmt hafði komið fyrir“ „Ég sá stuðningsmennina veifa og svo sá ég liggjandi mann,“ sagði Sergio Reguilon í samtali við BBC. „Ég sá að eitthvað slæmt hafði komið fyrir. Ég horfði á dómarann og hann stoppaði leikinn. Ég held að allt sé í lagi núna.“ „Þetta var mjög skrýtið, því við fórum inn í klefa og ég var að horfa á mann liggjandi í jörðinni. Ég var stressaður af því að mér líður ekki vel að sjá svona.“ Football is not the most important. Get well soon 💪🙏 pic.twitter.com/Ltwvxy7wrU— Sergio Reguilón (@sergio_regui) October 17, 2021
Enski boltinn Bretland England Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira