Spennan milli Póllands og Evrópusambandsins magnast Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2021 08:27 Deilur milli Evrópusambandsins og Póllands virðast bara aukast með hverjum deginum. EPA-EFE/PASCAL ROSSIGNOL Forsætisráðherra Póllands sagðist hafna miðstýringu Evrópusambandsins og sakaði það um að fara yfir öll valdmörk í ræðu sem hann flutti fyrir Evrópuþinginu í Strassbourg í morgun. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varaði hann við því að komið geti til aðgerða fallist pólsk stjórnvöld ekki á að fylgja Evrópulögum. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, og Ursula von der Leyen, foreti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, voru harðorð í garð hvors annars. Deilur milli sambandsins og Póllands hafa undanfarin misseri orðið harðari eftir því sem pólsk stjórnvöld hafa gagnrýnt forræðishyggju sambandsins meir og meir. „Valdsvið Evrópusambandsins er skýrt og við getum ekki setið hjá þegjandi á meðan farið er yfir það valdsvið. Við styðjum evrópska samheldni en ekki evrópska miðstýringu,“ sagði Morawiecki í ræðu sinni í morgun. Undanfarin misseri hefur Evrópusambandið gagnrýnt ríkisstjórn póllands vegna lagabreytinga sem margir telja grafa undan sjálfstæði dómstóla. Deilur sambandsins og Póllands náðu þó nýjum hæðum í síðasta mánuði þegar stjórnskipunardómstóll Póllands úrskurðaði að löggjöf, sem innleiða átti innan Evrópusambandsins, bryti í bága við stjórnarskrá landsins. Ursula von der Leyen svaraði Morawiecki í morgun og sagði að Evrópusambandið þyrfti að bregðast við úrskurði pólskra dómstóla. Þar kæmi til dæmis til greina að draga málið fyrir dómstóla eða að lokað yrði fyrir fjárstyrki til ríkisins. Grípa þyrfti til aðgerða til að vernda hagsmuni Evrópusambandsins í heild sinni. Pólland Evrópusambandið Tengdar fréttir Landamæravörðum veitt heimild til að vísa fólki frá án málsmeðferðar Pólska þingið hefur samþykkt ný lög sem gefa landamæravörðum heimild til að vísa flóttafólki frá landinu nær samstundis og án nokkurrar málsmeðferðar. Þetta á bæði við um farandverkamenn og þá sem óska formlega eftir hæli í Póllandi. 15. október 2021 07:05 Þúsundir komu saman til að lýsa yfir stuðningi við ESB-aðild landsins Mikill fjöldi Pólverja kom saman á götum borga og bæja víðs vegar um landið í gær þar sem þeir lýstu yfir stuðningi við aðild að Evrópusambandinu. 11. október 2021 06:32 Stjórnskipunardómstóll Póllands segir Evrópulög ekki samrýmast stjórnarskránni Stjórnskipunardómstóll Póllands hefur komist að þeirri niðurstöðu að sum Evrópulög samrýmist ekki stjórnarskrá landsins. Dómstóllinn segir enn fremur að stofnanir Evrópu seilist lengra en valdheimildir þeirra heimila. 8. október 2021 07:55 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, og Ursula von der Leyen, foreti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, voru harðorð í garð hvors annars. Deilur milli sambandsins og Póllands hafa undanfarin misseri orðið harðari eftir því sem pólsk stjórnvöld hafa gagnrýnt forræðishyggju sambandsins meir og meir. „Valdsvið Evrópusambandsins er skýrt og við getum ekki setið hjá þegjandi á meðan farið er yfir það valdsvið. Við styðjum evrópska samheldni en ekki evrópska miðstýringu,“ sagði Morawiecki í ræðu sinni í morgun. Undanfarin misseri hefur Evrópusambandið gagnrýnt ríkisstjórn póllands vegna lagabreytinga sem margir telja grafa undan sjálfstæði dómstóla. Deilur sambandsins og Póllands náðu þó nýjum hæðum í síðasta mánuði þegar stjórnskipunardómstóll Póllands úrskurðaði að löggjöf, sem innleiða átti innan Evrópusambandsins, bryti í bága við stjórnarskrá landsins. Ursula von der Leyen svaraði Morawiecki í morgun og sagði að Evrópusambandið þyrfti að bregðast við úrskurði pólskra dómstóla. Þar kæmi til dæmis til greina að draga málið fyrir dómstóla eða að lokað yrði fyrir fjárstyrki til ríkisins. Grípa þyrfti til aðgerða til að vernda hagsmuni Evrópusambandsins í heild sinni.
Pólland Evrópusambandið Tengdar fréttir Landamæravörðum veitt heimild til að vísa fólki frá án málsmeðferðar Pólska þingið hefur samþykkt ný lög sem gefa landamæravörðum heimild til að vísa flóttafólki frá landinu nær samstundis og án nokkurrar málsmeðferðar. Þetta á bæði við um farandverkamenn og þá sem óska formlega eftir hæli í Póllandi. 15. október 2021 07:05 Þúsundir komu saman til að lýsa yfir stuðningi við ESB-aðild landsins Mikill fjöldi Pólverja kom saman á götum borga og bæja víðs vegar um landið í gær þar sem þeir lýstu yfir stuðningi við aðild að Evrópusambandinu. 11. október 2021 06:32 Stjórnskipunardómstóll Póllands segir Evrópulög ekki samrýmast stjórnarskránni Stjórnskipunardómstóll Póllands hefur komist að þeirri niðurstöðu að sum Evrópulög samrýmist ekki stjórnarskrá landsins. Dómstóllinn segir enn fremur að stofnanir Evrópu seilist lengra en valdheimildir þeirra heimila. 8. október 2021 07:55 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Landamæravörðum veitt heimild til að vísa fólki frá án málsmeðferðar Pólska þingið hefur samþykkt ný lög sem gefa landamæravörðum heimild til að vísa flóttafólki frá landinu nær samstundis og án nokkurrar málsmeðferðar. Þetta á bæði við um farandverkamenn og þá sem óska formlega eftir hæli í Póllandi. 15. október 2021 07:05
Þúsundir komu saman til að lýsa yfir stuðningi við ESB-aðild landsins Mikill fjöldi Pólverja kom saman á götum borga og bæja víðs vegar um landið í gær þar sem þeir lýstu yfir stuðningi við aðild að Evrópusambandinu. 11. október 2021 06:32
Stjórnskipunardómstóll Póllands segir Evrópulög ekki samrýmast stjórnarskránni Stjórnskipunardómstóll Póllands hefur komist að þeirri niðurstöðu að sum Evrópulög samrýmist ekki stjórnarskrá landsins. Dómstóllinn segir enn fremur að stofnanir Evrópu seilist lengra en valdheimildir þeirra heimila. 8. október 2021 07:55