Framkvæmdum við nýja leikskólann með lerkiklæðningu og torf á þaki ljúki næsta haust Atli Ísleifsson skrifar 19. október 2021 14:37 Húsin tvö sem fyrir eru verða nýtt eins og kostur er. Þá verður byggð ný tengibygging á milli þeirra. Leikskólinn verður hluti af Brákarborg og er gert ráð fyrir 120 nýjum leikskólaplássum. Reykjavíkurborg Framkvæmdir við nýjan leikskóla við Kleppsveg 150-152, sem áður hýsti meðal annars arkitektastofu og kynlífstækjabúðina Adam & Evu, eru hafnar og er gert ráð fyrir að framkvæmdum við leikskólann ljúki fyrir næsta haust. Á vef Reykjavíkurborgar segir að ásýnd svæðisins muni gjörbreytast en til stendur að opna sex deilda leikskóla, með 120 leikskólaplássum, sem uppfylli allar nútímakröfur og verði prýði í hverfinu. Áður hafði verið greint frá því að leikskólinn yrði hluti af Brákarborg. Í minnisblaði umhverfis- og skipulagssviðs sem lagt var fyrir borgarráð í sumar kom fram að kaupverðið væri 625 milljónir króna og kostnaður við hönnun, eftirlit og breytingar á kjallara og lóð talinn vera um 600 milljónir. Eldri húsin nýtt eins og kostur er Húsin tvö sem fyrir eru verða nýtt „eins og kostur er“ og veðrur byggð ný tengibygging á milli þeirra. Fyrsti áfangi verður kláraður fyrir sumarið 2022, annar áfangi um sumarið og lokaáfanginn verður tilbúinn fyrir haustið. Reykjavíkurborg „Mannvirkin sem fyrir voru eru nýtt eins og hægt er og heldur andi húsanna sér að einhverju leyti. Heildstætt og náttúrulegt útlit einkennir byggingarnar. Klæðning úr lerki kemur utan á húsið sem virkar jafnframt eins og sólskermur til að minnka sólarálag á húsið. Torf verður á þakinu. Geymsluskúr á lóð verður klæddur með sama hætti. Hiti verður í gólfum. Innandyra eru lykilorðin ljósir litir og náttúruleg efni. Mikið verður um jarðtóna og náttúrulegan við, vel er hugað að hljóðvist en hljóðísog verður byggt inn í innréttingar. Lögð er áhersla á mjúka og stillanlega birtu. Reykjavíkurborg Hvað lóðina varðar er verið að gera eina heildstæða lóð úr því sem áður voru þrjár lóðir. Útgangspunkturinn er að reyna eftir fremsta megni að varðveita og halda í þau tré sem fyrir eru á svæðinu. Lóðin verður að sjálfsögðu afgirt eins og venja er með leikskólalóðir en eins og áður segir opin öllum utan starfstíma leikskólans. Nyrsti hlutinn er ekki síst hugsaður með hverfisgarðinn í huga en þar verður hóll, gróður og rólegt umhverfi með setbekkjum á meðan áherslan næst húsinu er á leiktæki,“ segir á vef borgarinnar. Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Tengdar fréttir Hafnar gagnrýni og stendur með verkefninu „þótt það kosti vissulega sitt“ Ástand atvinnuhúsnæðis sem Reykjavíkurborg keypti undir nýjan leikskóla við Kleppsveg reyndist nokkuð verra en upphaflega var talið. Stefnir því í að framkvæmdir verði mun kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2021 21:00 Verður hluti af leikskólanum Brákarborg Stefnt er að því að stjórnun og rekstur nýs leikskóla við Kleppsveg 150-152 muni heyri undir leikskólann Brákarborg sem er til húsa í Brákarsundi. 27. janúar 2021 10:26 Dagur boðar leikskóla í stað kynlífshjálpartækja Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að kaupa hús við Kleppsveg í Reykjavík. Húsið hefur vakið nokkra athygli undanfarin ár enda bleikt á litinn en þar hefur kynlífshjálpartækjaverslunin Adam og Eva verði rekin. 12. nóvember 2020 15:48 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Sjá meira
Á vef Reykjavíkurborgar segir að ásýnd svæðisins muni gjörbreytast en til stendur að opna sex deilda leikskóla, með 120 leikskólaplássum, sem uppfylli allar nútímakröfur og verði prýði í hverfinu. Áður hafði verið greint frá því að leikskólinn yrði hluti af Brákarborg. Í minnisblaði umhverfis- og skipulagssviðs sem lagt var fyrir borgarráð í sumar kom fram að kaupverðið væri 625 milljónir króna og kostnaður við hönnun, eftirlit og breytingar á kjallara og lóð talinn vera um 600 milljónir. Eldri húsin nýtt eins og kostur er Húsin tvö sem fyrir eru verða nýtt „eins og kostur er“ og veðrur byggð ný tengibygging á milli þeirra. Fyrsti áfangi verður kláraður fyrir sumarið 2022, annar áfangi um sumarið og lokaáfanginn verður tilbúinn fyrir haustið. Reykjavíkurborg „Mannvirkin sem fyrir voru eru nýtt eins og hægt er og heldur andi húsanna sér að einhverju leyti. Heildstætt og náttúrulegt útlit einkennir byggingarnar. Klæðning úr lerki kemur utan á húsið sem virkar jafnframt eins og sólskermur til að minnka sólarálag á húsið. Torf verður á þakinu. Geymsluskúr á lóð verður klæddur með sama hætti. Hiti verður í gólfum. Innandyra eru lykilorðin ljósir litir og náttúruleg efni. Mikið verður um jarðtóna og náttúrulegan við, vel er hugað að hljóðvist en hljóðísog verður byggt inn í innréttingar. Lögð er áhersla á mjúka og stillanlega birtu. Reykjavíkurborg Hvað lóðina varðar er verið að gera eina heildstæða lóð úr því sem áður voru þrjár lóðir. Útgangspunkturinn er að reyna eftir fremsta megni að varðveita og halda í þau tré sem fyrir eru á svæðinu. Lóðin verður að sjálfsögðu afgirt eins og venja er með leikskólalóðir en eins og áður segir opin öllum utan starfstíma leikskólans. Nyrsti hlutinn er ekki síst hugsaður með hverfisgarðinn í huga en þar verður hóll, gróður og rólegt umhverfi með setbekkjum á meðan áherslan næst húsinu er á leiktæki,“ segir á vef borgarinnar.
Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Tengdar fréttir Hafnar gagnrýni og stendur með verkefninu „þótt það kosti vissulega sitt“ Ástand atvinnuhúsnæðis sem Reykjavíkurborg keypti undir nýjan leikskóla við Kleppsveg reyndist nokkuð verra en upphaflega var talið. Stefnir því í að framkvæmdir verði mun kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2021 21:00 Verður hluti af leikskólanum Brákarborg Stefnt er að því að stjórnun og rekstur nýs leikskóla við Kleppsveg 150-152 muni heyri undir leikskólann Brákarborg sem er til húsa í Brákarsundi. 27. janúar 2021 10:26 Dagur boðar leikskóla í stað kynlífshjálpartækja Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að kaupa hús við Kleppsveg í Reykjavík. Húsið hefur vakið nokkra athygli undanfarin ár enda bleikt á litinn en þar hefur kynlífshjálpartækjaverslunin Adam og Eva verði rekin. 12. nóvember 2020 15:48 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Sjá meira
Hafnar gagnrýni og stendur með verkefninu „þótt það kosti vissulega sitt“ Ástand atvinnuhúsnæðis sem Reykjavíkurborg keypti undir nýjan leikskóla við Kleppsveg reyndist nokkuð verra en upphaflega var talið. Stefnir því í að framkvæmdir verði mun kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2021 21:00
Verður hluti af leikskólanum Brákarborg Stefnt er að því að stjórnun og rekstur nýs leikskóla við Kleppsveg 150-152 muni heyri undir leikskólann Brákarborg sem er til húsa í Brákarsundi. 27. janúar 2021 10:26
Dagur boðar leikskóla í stað kynlífshjálpartækja Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að kaupa hús við Kleppsveg í Reykjavík. Húsið hefur vakið nokkra athygli undanfarin ár enda bleikt á litinn en þar hefur kynlífshjálpartækjaverslunin Adam og Eva verði rekin. 12. nóvember 2020 15:48