Betri hljóðvist við Miklubraut Ævar Harðarson skrifar 20. október 2021 15:30 Með því að byggja á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar eins og vinnutillögur hverfisskipulags sýna má bæta hljóðvist verulega fyrir íbúa á svæðinu. Þessar nýju byggingar geta verið hávaðaskermar samtímis sem þær mynda skjólsæla og sólríka inngarða í skjóli fyrir norðanáttinni. Í nýju byggingunum getur verið blanda af íbúða- og atvinnuhúsnæði byggt með afbragðs hljóðvörnum sem hæfa staðsetningunni. Nefna verður að um er að ræða eina bestu staðsetningu í borginni með mikilvæga þjónustukjarna eins og Austurver og Miðbæ í næsta nágrenni. Stutt er í Kringluna og Skeifan er í göngufæri með mikla þjónustu. Borgarbreiðstræti í Helsinki. Listræn sýn á hvernig borgarbreiðstræti getur liti út í Helsinki.Helsinki borg Um þessar mundir er víða um heim verið að byggja á fyrrum veghelgunarsvæðum stofnbrauta Góðar fyrirmyndir er að sækja til hinna Norðurlandanna. Í Helsinki hefur á undanförnum árum staðið yfir verkefni sem kalla mætti borgarbreiðstræti eða city Boulevard. Þar hafa borgaryfirvöld unnið að því að umbreyta um átta sambærilegum stofnbrautum og Miklabraut í borgarbreiðstræti. Þar standa nýbyggingar þétt upp við götu með blöndu af bílaumferð, almenningssamgöngum og gangandi og hjólandi vegfarendum í vel hönnuðu umhverfi með gróðri, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Aðgerða þörf á þessum stað Staðan í dag er sú að að bílaumferð um Miklubraut er gífurleg. Miklabraut er verulegur farartálmi fyrir umferð gangandi og hjólandi vegfarenda en á sama tíma mjög nauðsynleg meginflutningsæð bílaumferðar. Á þeim kafla sem hér er til umfjöllunar fara um 46.000 til 52.000 ökutæki á sólarhring. Hljóðvist í íbúðum næst Miklubraut er ekki góð. Miklabraut við Háaleiti. Sniðmyndir sem sýna núverandi aðstæður og breytinguna.Trípólí arkitektar Rétt er að nefna að samkvæmt samgöngusáttmála ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á að setja Miklubraut í stokk frá Snorrabraut austur fyrir Kringlu en Miklabrautin er umferðarþyngsta gata landsins. Ofanjarðar verður götunni breytt í borgargötu, skapað rými fyrir borgarlínu í sérrými, akstursleiðir fyrir bíla og góðir göngu- og hjólastígar beggja vegna. Hluti af þessu verkefni er að byggja á veghelgunarsvæðum sem ekki verður þörf fyrir eftir að meginumferð bíla er komin í stokk eða jarðgöng. En aðgerða er þörf á Háaleitinu sérstaklega ef Miklabrautin verður ekki sett undir jörðina á þessu svæði. Vinnutillagan sem nú er kynnt gerir ráð fyrir að Miklabrautin verði borgargata með borgarlínu í sérrými yfir Háaleitið þó svo að umferð verði ofanjarðar. 500 nýjar íbúðir Lausleg samantekt á því sem sést á meðfylgjandi mynd er að í þriggja til fimm hæða byggingum megi koma fyrir um 80 þúsund fermetrum. Ef helmingur húsnæðisins væri nýttur fyrir íbúðir mætti koma þar fyrir um 500 nýjum íbúðum. Afganginn af nýbyggingunum, eða um 40 þúsund fermetra, mætti nýta í atvinnuhúsnæði, verslanir og hótel. Þess ber að geta að blanda af íbúðum og atvinnustarfsemi stuðlar að vistvænni byggð þar sem fleiri geta búið í næsta nágrenni við vinnustaði. Þessi nýja byggð hefði mjög gott aðgengi að samgöngum og væri í göngufæri við mikilvæga þjónustu. Miðað er við að að bílastæðum fyrir byggingarnar væri komið fyrir í bílakjöllurum eins og sýnt er að sniðmyndinni. Hugmynd að uppbyggingu meðfram Miklubraut. Ein af hugmyndum ráðgjafa hverfisskipulagsins um mögulega þéttingu byggðar milli Háaleitisbrautar og Hvassaleitis.Jakob Jakobsson arkitekt Fræðast má meira um þessar vinnutillögur á https://skipulag.reykjavik.is/. Einnig geta íbúar og hagsmunaðilar í Háaleiti-Bústöðum mætt á upplýsingafund fimmudaginn 21. október næstkomandi í Réttarholtskóla en fundurinn hefst kl. 19.30. Þar mun fundargestum gefast færi á að kynna sér tillögurnar, ræða við sérfræðinga Reykjavíkurborgar og skipulagsráðgjafa og koma á framfæri ábendingum og athugasemdum. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar/Ph.D. arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ævar Harðarson Skipulag Reykjavík Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Með því að byggja á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar eins og vinnutillögur hverfisskipulags sýna má bæta hljóðvist verulega fyrir íbúa á svæðinu. Þessar nýju byggingar geta verið hávaðaskermar samtímis sem þær mynda skjólsæla og sólríka inngarða í skjóli fyrir norðanáttinni. Í nýju byggingunum getur verið blanda af íbúða- og atvinnuhúsnæði byggt með afbragðs hljóðvörnum sem hæfa staðsetningunni. Nefna verður að um er að ræða eina bestu staðsetningu í borginni með mikilvæga þjónustukjarna eins og Austurver og Miðbæ í næsta nágrenni. Stutt er í Kringluna og Skeifan er í göngufæri með mikla þjónustu. Borgarbreiðstræti í Helsinki. Listræn sýn á hvernig borgarbreiðstræti getur liti út í Helsinki.Helsinki borg Um þessar mundir er víða um heim verið að byggja á fyrrum veghelgunarsvæðum stofnbrauta Góðar fyrirmyndir er að sækja til hinna Norðurlandanna. Í Helsinki hefur á undanförnum árum staðið yfir verkefni sem kalla mætti borgarbreiðstræti eða city Boulevard. Þar hafa borgaryfirvöld unnið að því að umbreyta um átta sambærilegum stofnbrautum og Miklabraut í borgarbreiðstræti. Þar standa nýbyggingar þétt upp við götu með blöndu af bílaumferð, almenningssamgöngum og gangandi og hjólandi vegfarendum í vel hönnuðu umhverfi með gróðri, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Aðgerða þörf á þessum stað Staðan í dag er sú að að bílaumferð um Miklubraut er gífurleg. Miklabraut er verulegur farartálmi fyrir umferð gangandi og hjólandi vegfarenda en á sama tíma mjög nauðsynleg meginflutningsæð bílaumferðar. Á þeim kafla sem hér er til umfjöllunar fara um 46.000 til 52.000 ökutæki á sólarhring. Hljóðvist í íbúðum næst Miklubraut er ekki góð. Miklabraut við Háaleiti. Sniðmyndir sem sýna núverandi aðstæður og breytinguna.Trípólí arkitektar Rétt er að nefna að samkvæmt samgöngusáttmála ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á að setja Miklubraut í stokk frá Snorrabraut austur fyrir Kringlu en Miklabrautin er umferðarþyngsta gata landsins. Ofanjarðar verður götunni breytt í borgargötu, skapað rými fyrir borgarlínu í sérrými, akstursleiðir fyrir bíla og góðir göngu- og hjólastígar beggja vegna. Hluti af þessu verkefni er að byggja á veghelgunarsvæðum sem ekki verður þörf fyrir eftir að meginumferð bíla er komin í stokk eða jarðgöng. En aðgerða er þörf á Háaleitinu sérstaklega ef Miklabrautin verður ekki sett undir jörðina á þessu svæði. Vinnutillagan sem nú er kynnt gerir ráð fyrir að Miklabrautin verði borgargata með borgarlínu í sérrými yfir Háaleitið þó svo að umferð verði ofanjarðar. 500 nýjar íbúðir Lausleg samantekt á því sem sést á meðfylgjandi mynd er að í þriggja til fimm hæða byggingum megi koma fyrir um 80 þúsund fermetrum. Ef helmingur húsnæðisins væri nýttur fyrir íbúðir mætti koma þar fyrir um 500 nýjum íbúðum. Afganginn af nýbyggingunum, eða um 40 þúsund fermetra, mætti nýta í atvinnuhúsnæði, verslanir og hótel. Þess ber að geta að blanda af íbúðum og atvinnustarfsemi stuðlar að vistvænni byggð þar sem fleiri geta búið í næsta nágrenni við vinnustaði. Þessi nýja byggð hefði mjög gott aðgengi að samgöngum og væri í göngufæri við mikilvæga þjónustu. Miðað er við að að bílastæðum fyrir byggingarnar væri komið fyrir í bílakjöllurum eins og sýnt er að sniðmyndinni. Hugmynd að uppbyggingu meðfram Miklubraut. Ein af hugmyndum ráðgjafa hverfisskipulagsins um mögulega þéttingu byggðar milli Háaleitisbrautar og Hvassaleitis.Jakob Jakobsson arkitekt Fræðast má meira um þessar vinnutillögur á https://skipulag.reykjavik.is/. Einnig geta íbúar og hagsmunaðilar í Háaleiti-Bústöðum mætt á upplýsingafund fimmudaginn 21. október næstkomandi í Réttarholtskóla en fundurinn hefst kl. 19.30. Þar mun fundargestum gefast færi á að kynna sér tillögurnar, ræða við sérfræðinga Reykjavíkurborgar og skipulagsráðgjafa og koma á framfæri ábendingum og athugasemdum. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar/Ph.D. arkitekt.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun