Dauðir sæki sín réttindi sjálfir? Eva Hauksdóttir skrifar 22. október 2021 09:00 Sá ágæti lögmaður Jón Steinar Gunnlaugsson hefur gagnrýnt dómstóla fyrir að fylgja fordæmum Hæstaréttar í blindni. Hann hefur ítrekað bent á að í okkar réttarkerfi teljist lög æðri réttarheimild en dómar og að gera þurfi þá kröfu til dómara að þeir hugsi sjálfstætt. Oft hafa mér þótt slík orð í tíma töluð en þekki þó ekkert dæmi sem sannar þau jafn rækilega og nýlegur úrskurður Landsréttar, í máli sem tengist mér persónulega. Aðstandendum synjað um stöðu brotaþola Móðir mín, Dana Jóhannsdóttir, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) þann 19. október 2019. Uppi er rökstuddur grunur um að saknæm háttsemi heilbrigðisstarfsfólks hafi valdið þar mestu um. Hún var, að áliti Landlæknis, sett á lífslokameðferð þrátt fyrir að vera ekki dauðvona og reyndar ekki með neinn banvænan sjúkdóm. Réttum tveim árum síðar, þann 19. október sl., kvað Landsréttur upp úrskurð þess efnis að fjölskyldan uppfyllti ekki skilyrði laga til að fá skipaðan réttargæslumann. Lögreglan á Suðurnesjum tilnefndi okkur og nokkrum öðrum fjölskyldum í sömu stöðu réttargæslumenn í ágúst sl. en dró þá ákvörðun til baka sex vikum síðar. Ástæðan er sú að þótt 2. mgr. 41. gr. laga um meðferð sakamála kveði á um að endranær skuli skipa réttargæslumenn vegna brota gegn XXIII kafla hegningarlaga (sem fjallar um manndráp og alvarlegar líkamsárásir), telja íslenskir dómstólar að það eigi aðeins við um þá sem brotin beinast gegn, ekki aðstandendur þeirra. Málið snýst um upplýsingarétt aðstandenda Þessi niðurstaða gengur í berhögg við dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu sem hefur margsinnis staðfest þá meginreglu að þegar fólk lætur lífið af völdum saknæmrar háttsemi ríkisstarfsmanna, skuli litið á nánustu aðstandendur sem óbeina brotaþola. Fólk í þeirri stöðu á rétt á því að fá að fylgjast með gangi rannsóknar og kynna sér gögn, með þeim fyrirvara að það ógni ekki öðrum hagsmunum sem vega þyngra. Við systkinin erum í hæsta máta óánægð með að njóta ekki stöðu óbeinna brotaþola enda teljum við fulla ástæðu til að hafa vakandi auga með því að lögreglurannsókn miði eðlilega fram. Lögmaður lögreglunnar á Suðurnesjum hefur reyndar gefið það út að lögreglan muni hafa frumkvæði að því að upplýsa okkur ef lögvarðir hagsmunir okkar gefi tilefni til. Ég sé ekki hvaða lögvörðu hagsmuni fólk sem ekki nýtur stöðu brotaþola ætti að hafa af því að vera upplýst um gang rannsóknar enda fréttum við það ekki frá lögreglunni, heldur af tilviljun, að seint og um síðir hefði lögreglan krafist farbanns yfir einum sakborninga. Landsréttur hafnaði þeirri kröfu. Fyrir því kann að vera góð ástæða en ég get ekkert mat á það lagt þar sem lögreglan bjó svo um hnútana að við fáum ekki að sjá þann úrskurð. Ég tel reyndar að tilgangurinn með því að neita okkur um stöðu brotaþola sé einmitt að hindra aðgang okkar að upplýsingum um gang rannsóknar. Mannréttindadómstóllinn telur aftur á móti nauðsynlegt að almenningur og þá sérstaklega þeir sem málið er skylt geti fullvissað sig um að vinnubrögð lögreglu séu í lagi. Það er nú einmitt þessvegna sem fólki í okkar stöðu er tryggður réttur til upplýsinga. Mannréttindasáttmálinn hundsaður Í kæru okkar til Landsréttar var gerð rækileg grein fyrir túlkun Mannréttindadómstólsins á stöðu aðstandenda í málum sem varða réttinn til lífs. Einnig byggðum við á því að þótt lög um meðferð sakamála tryggi fórnarlömbum manndrápa aðstoð réttargæslumanns, þá leiði túlkun lögreglu og héraðsdómara til þess að enginn þessa heims geti nýtt þann rétt. Þar með væri 2. mgr. 41. gr. laga um meðferð sakamála hrein og klár markleysa. Sömuleiðis var á það bent, í beiðni til héraðsdóms Reykjaness um skipun réttargæslumanns, að það væri undarlegt réttarfar ef sá sem fremur alvarlegan glæp gegn líkama og heilbrigði annars manns gæti bætt réttarstöðu sína með því að ganga lengra og fyrirkoma fórnarlambi sínu. Landsréttur víkur ekki einu orði að þessum málsástæðum í úrskurði sínum og héraðsdómur fjallaði ekki um þær að öðru leyti en því að ekki væri hægt að byggja úrskurð á eðli máls ef lagaskilyrði skorti. Á hvorugu dómstiginu var minnst á Mannréttindasáttmála Evrópu eða dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins, heldur byggja dómararnir eingöngu á dómi Hæstaréttar nr. 11/2020, þ.e. brennumálinu á Selfossi. Í dómi Landsréttar í málinu var haft á orði að fjölskyldum fórnarlambanna hefðu verið skipaðir réttargæslumenn án þess að lagaskilyrði væru til þess. Hæstiréttur gerði ekki athugasemd við þessi ummæli Landsréttar og þar með lítur Landsréttur svo á að þar hafi verið sett fordæmi sem dómstólum beri að dæma eftir. Hugleysi eða leti? Ég man ekki til þess að aðrir en Jón Steinar Gunnlaugsson hafi gagnrýnt dómara opinberlega fyrir að fylgja dómafordæmum í blindni, hvað þá fyrir að láta undir höfuð leggjast að byggja niðurstöður sínar á sjálfstæðri rannsókn á lögum. Þörfin á aðhaldi er þó greinilega til staðar. Í okkar tilviki eru Landsréttardómarar ekki einu sinni að fylgja rökstuddu dómafordæmi Hæstaréttar heldur aðeins athugasemd Landsréttar sem féll í framhjáhlaupi og virðist vanhugsuð. Engin tilraun er gerð til að beita viðurkenndum lögskýringaraðferðum eða komast að niðurstöðu sem samræmist heilbrigðri skynsemi. Erfitt er að segja til um hvort dómara skortir kjark til að dæma í ósamræmi við arfavitlausa athugasemd sem Hæstaréttur lét óátalda eða hvort þeir veigra sér við því erfiði sem þarf til að taka upplýsta ákvörðun. Af úrskurði Landsréttar verður ekki annað ráðið en að til þess að hægt sé að skipa réttargæslumenn í málum HSS verði fórnarlömbin sjálf að óska eftir því. Nú verður æsispennandi að sjá hvort tekur lengri tíma, að fá handanheimsþjónustu til að útvega undirskriftir þeirra, eða að fá Mannréttindadómstól Evrópu til að taka málið fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sá ágæti lögmaður Jón Steinar Gunnlaugsson hefur gagnrýnt dómstóla fyrir að fylgja fordæmum Hæstaréttar í blindni. Hann hefur ítrekað bent á að í okkar réttarkerfi teljist lög æðri réttarheimild en dómar og að gera þurfi þá kröfu til dómara að þeir hugsi sjálfstætt. Oft hafa mér þótt slík orð í tíma töluð en þekki þó ekkert dæmi sem sannar þau jafn rækilega og nýlegur úrskurður Landsréttar, í máli sem tengist mér persónulega. Aðstandendum synjað um stöðu brotaþola Móðir mín, Dana Jóhannsdóttir, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) þann 19. október 2019. Uppi er rökstuddur grunur um að saknæm háttsemi heilbrigðisstarfsfólks hafi valdið þar mestu um. Hún var, að áliti Landlæknis, sett á lífslokameðferð þrátt fyrir að vera ekki dauðvona og reyndar ekki með neinn banvænan sjúkdóm. Réttum tveim árum síðar, þann 19. október sl., kvað Landsréttur upp úrskurð þess efnis að fjölskyldan uppfyllti ekki skilyrði laga til að fá skipaðan réttargæslumann. Lögreglan á Suðurnesjum tilnefndi okkur og nokkrum öðrum fjölskyldum í sömu stöðu réttargæslumenn í ágúst sl. en dró þá ákvörðun til baka sex vikum síðar. Ástæðan er sú að þótt 2. mgr. 41. gr. laga um meðferð sakamála kveði á um að endranær skuli skipa réttargæslumenn vegna brota gegn XXIII kafla hegningarlaga (sem fjallar um manndráp og alvarlegar líkamsárásir), telja íslenskir dómstólar að það eigi aðeins við um þá sem brotin beinast gegn, ekki aðstandendur þeirra. Málið snýst um upplýsingarétt aðstandenda Þessi niðurstaða gengur í berhögg við dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu sem hefur margsinnis staðfest þá meginreglu að þegar fólk lætur lífið af völdum saknæmrar háttsemi ríkisstarfsmanna, skuli litið á nánustu aðstandendur sem óbeina brotaþola. Fólk í þeirri stöðu á rétt á því að fá að fylgjast með gangi rannsóknar og kynna sér gögn, með þeim fyrirvara að það ógni ekki öðrum hagsmunum sem vega þyngra. Við systkinin erum í hæsta máta óánægð með að njóta ekki stöðu óbeinna brotaþola enda teljum við fulla ástæðu til að hafa vakandi auga með því að lögreglurannsókn miði eðlilega fram. Lögmaður lögreglunnar á Suðurnesjum hefur reyndar gefið það út að lögreglan muni hafa frumkvæði að því að upplýsa okkur ef lögvarðir hagsmunir okkar gefi tilefni til. Ég sé ekki hvaða lögvörðu hagsmuni fólk sem ekki nýtur stöðu brotaþola ætti að hafa af því að vera upplýst um gang rannsóknar enda fréttum við það ekki frá lögreglunni, heldur af tilviljun, að seint og um síðir hefði lögreglan krafist farbanns yfir einum sakborninga. Landsréttur hafnaði þeirri kröfu. Fyrir því kann að vera góð ástæða en ég get ekkert mat á það lagt þar sem lögreglan bjó svo um hnútana að við fáum ekki að sjá þann úrskurð. Ég tel reyndar að tilgangurinn með því að neita okkur um stöðu brotaþola sé einmitt að hindra aðgang okkar að upplýsingum um gang rannsóknar. Mannréttindadómstóllinn telur aftur á móti nauðsynlegt að almenningur og þá sérstaklega þeir sem málið er skylt geti fullvissað sig um að vinnubrögð lögreglu séu í lagi. Það er nú einmitt þessvegna sem fólki í okkar stöðu er tryggður réttur til upplýsinga. Mannréttindasáttmálinn hundsaður Í kæru okkar til Landsréttar var gerð rækileg grein fyrir túlkun Mannréttindadómstólsins á stöðu aðstandenda í málum sem varða réttinn til lífs. Einnig byggðum við á því að þótt lög um meðferð sakamála tryggi fórnarlömbum manndrápa aðstoð réttargæslumanns, þá leiði túlkun lögreglu og héraðsdómara til þess að enginn þessa heims geti nýtt þann rétt. Þar með væri 2. mgr. 41. gr. laga um meðferð sakamála hrein og klár markleysa. Sömuleiðis var á það bent, í beiðni til héraðsdóms Reykjaness um skipun réttargæslumanns, að það væri undarlegt réttarfar ef sá sem fremur alvarlegan glæp gegn líkama og heilbrigði annars manns gæti bætt réttarstöðu sína með því að ganga lengra og fyrirkoma fórnarlambi sínu. Landsréttur víkur ekki einu orði að þessum málsástæðum í úrskurði sínum og héraðsdómur fjallaði ekki um þær að öðru leyti en því að ekki væri hægt að byggja úrskurð á eðli máls ef lagaskilyrði skorti. Á hvorugu dómstiginu var minnst á Mannréttindasáttmála Evrópu eða dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins, heldur byggja dómararnir eingöngu á dómi Hæstaréttar nr. 11/2020, þ.e. brennumálinu á Selfossi. Í dómi Landsréttar í málinu var haft á orði að fjölskyldum fórnarlambanna hefðu verið skipaðir réttargæslumenn án þess að lagaskilyrði væru til þess. Hæstiréttur gerði ekki athugasemd við þessi ummæli Landsréttar og þar með lítur Landsréttur svo á að þar hafi verið sett fordæmi sem dómstólum beri að dæma eftir. Hugleysi eða leti? Ég man ekki til þess að aðrir en Jón Steinar Gunnlaugsson hafi gagnrýnt dómara opinberlega fyrir að fylgja dómafordæmum í blindni, hvað þá fyrir að láta undir höfuð leggjast að byggja niðurstöður sínar á sjálfstæðri rannsókn á lögum. Þörfin á aðhaldi er þó greinilega til staðar. Í okkar tilviki eru Landsréttardómarar ekki einu sinni að fylgja rökstuddu dómafordæmi Hæstaréttar heldur aðeins athugasemd Landsréttar sem féll í framhjáhlaupi og virðist vanhugsuð. Engin tilraun er gerð til að beita viðurkenndum lögskýringaraðferðum eða komast að niðurstöðu sem samræmist heilbrigðri skynsemi. Erfitt er að segja til um hvort dómara skortir kjark til að dæma í ósamræmi við arfavitlausa athugasemd sem Hæstaréttur lét óátalda eða hvort þeir veigra sér við því erfiði sem þarf til að taka upplýsta ákvörðun. Af úrskurði Landsréttar verður ekki annað ráðið en að til þess að hægt sé að skipa réttargæslumenn í málum HSS verði fórnarlömbin sjálf að óska eftir því. Nú verður æsispennandi að sjá hvort tekur lengri tíma, að fá handanheimsþjónustu til að útvega undirskriftir þeirra, eða að fá Mannréttindadómstól Evrópu til að taka málið fyrir.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun