Skrýtið að Angjelin fái sömu refsingu og tíðkast við ástríðuglæp Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. október 2021 12:01 Helgi Gunnlaugsson furður sig á ýmsu hvað varðar Rauðagerðismálið. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Afbrotafræðingur telur margt sérstakt við dóminn sem féll í Rauðagerðismálinu í gær. Hann furðar sig á því að dómurinn hafi ekki verið fjölskipaður í svo víðfeðmu og alvarlegu sakamáli þar sem svo margir höfðu réttarstöðu sakbornings. Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Rauðagerðismálinu í gær en hin þrjú sem voru ákærð fyrir samverknað í málinu voru sýknuð. Guðjón Marteinsson héraðsdómari dæmdi málið einn. „Það fyrsta sem vekur athygli er að þarna er ekki um fjölskipaðan dóm að ræða, þarna er aðeins einn dómari sem úrskurðar í mjög flóknu og alvarlegu máli þar sem margir koma við sögu, þarna er fjöldi sakborninga," segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands. „Og málið er auðvitað mjög alvarlegt og með því alvarlegra sem við höfum séð í okkar samfélagi. Þetta eitt og sér hlýtur eiginlega að kalla á það að málinu verði áfrýjað til æðra dómstigs." Íslensk morð oftast ástríðuglæpir Hann telur sérstakt að Angjelin fái sömu refsingu fyrir morðið og tíðkast í hefðbundnari manndrápsmálum á Íslandi. „Þegar við skoðum þetta mál og hvernig það allt saman bar að; þarna er um fyrir fram skipulagða atlögu að ræða. Það er yfirveguð og köld, rökvísi þarna á bakvið, þar sem málið virðist skipulagt í þaula fyrir fram," segir Helgi. Íslensk manndrápsmál séu oftast af allt öðrum toga. „Þar er oft um svona augnabliksæði, kannski í vímuefnaneyslu þar sem eru oft nánir aðilar í einhverjum átökum eða deilu og eru oft bara persónulegir harmleikir þar sem er iðrun og eftirsjá," segir hann. „Og ég er enginn talsmaður þungra refsinga en maður spyr sig hvort það sé eðlilegt að það sé gefin sama refsing fyrir svona manndráp sem er skipulagt í þaula, reynt að hylma yfir það og menn sýna enga iðrun." Morðið hefði aldrei getað orðið nema fyrir tilverknað hinna Loks segir hann það koma sér á óvart að enginn hinna þriggja hafi verið sakfelldur fyrir samverknað í morðinu. Hann spyr sig hvort jafnvel þurfi að skerpa á lagaákvæðum um samverknað í manndrápsmálum á Íslandi. „Fyrir utanaðkomandi þá finnst manni að það þurfi að skoða eitthvað þennan samverknað eða hlutdeild hinna,“ segir Helgi. „Vegna þess að maður sér alveg að þarna er ákveðinn mannskapur sem er honum náinn með einhverjum hætti sem er beinlínis að aðstoða við þennan verknað. Og þetta mál hefði aldrei getað orðið með þessum hætti nema fyrir tilverknað þeirra. Og það er allt gert til að dylja slóðina og þeir taka þátt í því með honum að dylja slóðina. En það virðist ekki duga til í okkar lögum," segir Helgi. Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir „Lögregla sleppir framburði sem hreinsar manninn af þátttöku í manndrápi“ Lögmaður Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu svokallaða, gagnrýndi harðlega skýrslu lögreglu í málinu. Hvergi hafi komið fram í niðurstöðukafla skýrslunnar að Angjelin Sterkaj hafi gengist við því að hafa fyrirskipað Claudiu Sofiu Coelho Carvalho að vakta bifreiðar í eigu Armandos Beqirai kvöldið sem hann var skotinn til bana. 23. september 2021 17:25 Dómari gagnrýnir lögreglu fyrir vinnubrögð í Rauðagerðismálinu Guðjón St. Marteinsson, dómari í Rauðagerðismálinu, gagnrýnir vinnubrögð lögreglu við gerð skýrslu sem lögð var fyrir dóminn í málinu. Segir hann að lögregla hafi ekki gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu við gerð skýrslunnar. Það sé ámælisvert. 21. október 2021 13:47 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Rauðagerðismálinu í gær en hin þrjú sem voru ákærð fyrir samverknað í málinu voru sýknuð. Guðjón Marteinsson héraðsdómari dæmdi málið einn. „Það fyrsta sem vekur athygli er að þarna er ekki um fjölskipaðan dóm að ræða, þarna er aðeins einn dómari sem úrskurðar í mjög flóknu og alvarlegu máli þar sem margir koma við sögu, þarna er fjöldi sakborninga," segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands. „Og málið er auðvitað mjög alvarlegt og með því alvarlegra sem við höfum séð í okkar samfélagi. Þetta eitt og sér hlýtur eiginlega að kalla á það að málinu verði áfrýjað til æðra dómstigs." Íslensk morð oftast ástríðuglæpir Hann telur sérstakt að Angjelin fái sömu refsingu fyrir morðið og tíðkast í hefðbundnari manndrápsmálum á Íslandi. „Þegar við skoðum þetta mál og hvernig það allt saman bar að; þarna er um fyrir fram skipulagða atlögu að ræða. Það er yfirveguð og köld, rökvísi þarna á bakvið, þar sem málið virðist skipulagt í þaula fyrir fram," segir Helgi. Íslensk manndrápsmál séu oftast af allt öðrum toga. „Þar er oft um svona augnabliksæði, kannski í vímuefnaneyslu þar sem eru oft nánir aðilar í einhverjum átökum eða deilu og eru oft bara persónulegir harmleikir þar sem er iðrun og eftirsjá," segir hann. „Og ég er enginn talsmaður þungra refsinga en maður spyr sig hvort það sé eðlilegt að það sé gefin sama refsing fyrir svona manndráp sem er skipulagt í þaula, reynt að hylma yfir það og menn sýna enga iðrun." Morðið hefði aldrei getað orðið nema fyrir tilverknað hinna Loks segir hann það koma sér á óvart að enginn hinna þriggja hafi verið sakfelldur fyrir samverknað í morðinu. Hann spyr sig hvort jafnvel þurfi að skerpa á lagaákvæðum um samverknað í manndrápsmálum á Íslandi. „Fyrir utanaðkomandi þá finnst manni að það þurfi að skoða eitthvað þennan samverknað eða hlutdeild hinna,“ segir Helgi. „Vegna þess að maður sér alveg að þarna er ákveðinn mannskapur sem er honum náinn með einhverjum hætti sem er beinlínis að aðstoða við þennan verknað. Og þetta mál hefði aldrei getað orðið með þessum hætti nema fyrir tilverknað þeirra. Og það er allt gert til að dylja slóðina og þeir taka þátt í því með honum að dylja slóðina. En það virðist ekki duga til í okkar lögum," segir Helgi.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir „Lögregla sleppir framburði sem hreinsar manninn af þátttöku í manndrápi“ Lögmaður Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu svokallaða, gagnrýndi harðlega skýrslu lögreglu í málinu. Hvergi hafi komið fram í niðurstöðukafla skýrslunnar að Angjelin Sterkaj hafi gengist við því að hafa fyrirskipað Claudiu Sofiu Coelho Carvalho að vakta bifreiðar í eigu Armandos Beqirai kvöldið sem hann var skotinn til bana. 23. september 2021 17:25 Dómari gagnrýnir lögreglu fyrir vinnubrögð í Rauðagerðismálinu Guðjón St. Marteinsson, dómari í Rauðagerðismálinu, gagnrýnir vinnubrögð lögreglu við gerð skýrslu sem lögð var fyrir dóminn í málinu. Segir hann að lögregla hafi ekki gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu við gerð skýrslunnar. Það sé ámælisvert. 21. október 2021 13:47 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
„Lögregla sleppir framburði sem hreinsar manninn af þátttöku í manndrápi“ Lögmaður Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu svokallaða, gagnrýndi harðlega skýrslu lögreglu í málinu. Hvergi hafi komið fram í niðurstöðukafla skýrslunnar að Angjelin Sterkaj hafi gengist við því að hafa fyrirskipað Claudiu Sofiu Coelho Carvalho að vakta bifreiðar í eigu Armandos Beqirai kvöldið sem hann var skotinn til bana. 23. september 2021 17:25
Dómari gagnrýnir lögreglu fyrir vinnubrögð í Rauðagerðismálinu Guðjón St. Marteinsson, dómari í Rauðagerðismálinu, gagnrýnir vinnubrögð lögreglu við gerð skýrslu sem lögð var fyrir dóminn í málinu. Segir hann að lögregla hafi ekki gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu við gerð skýrslunnar. Það sé ámælisvert. 21. október 2021 13:47
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent