Evra opnar sig varðandi kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir sem táningur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. október 2021 07:00 Patrice Evra hefur opnað sig varðandi skelfilegan atburð sem átti sér stað þegar hann var 13 ára gamall. John Peters/Getty Images Patrice Evra, fyrrum leikmaður Manchester United og franska landsliðsins, hefur stigið fram og opnað sig varðandi kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir þegar hann var aðeins 13 ára gamall. „I love this game“ eða „Ég elska þennan leik“ hefur verið orðatiltæki það orðatiltæki sem Patrice Evra hefur gert að einkennisorðum sínum á undanförnum árum. Er það einnig heiti ævisögu Evra sem kemur út á næstunni. Í bókinni er farið yfir hvað hefur drifið á daga hins fertuga Evra bæði innan vallar sem utan. Þar opnar Evra sig varðandi atvik sem gerðist er hann var 13 ára gamall. Atvik sem hann hafði aldrei sagt neinum frá fyrr en nýverið. Frá þessu er greint á vef The Times þar sem farið er yfir valda kafla í bókinni. Aðeins 13 ára gamall var Evra beittur kynferðisofbeldi af kennara sínum. Hélt hann því leyndu allt þangað til hann hóf að skrifa bókina sína. Hann sagði engum frá en hefur nú ákveðið að stíga fram í þeirri von um að hjálpa öðrum í sömu stöðu. In his new book, Patrice Evra opened up about being sexually abused at age 13 by his head teacher.He hopes that by sharing his story, he helps children who are also suffering.(content warning: discussion of sexual abuse) pic.twitter.com/jNov27DLwT— B/R Football (@brfootball) October 22, 2021 „Ég sagði engum frá, ég skammaðist mín of mikið til að segja móður minni og var ekki viss um að neinn annar myndi trúa mér. Þangað til nú hef ég hef aldrei sagt neinum alla söguna. Ég vil hjápa krökkum þarna úti finni hugrekkið til að stíga fram og sjá til þess að þau kenni ekki sjálfum sér um eins og ég gerði.“ „Þetta er erfitt augnablik fyrir mig. Ég á bræður, systur og nána vini sem vita ekki af þessu. Ég þarf að segja þeim þetta nú,“ segir Evra í bók sinni. Er Evra var að hefja feril sinn fyrir alvöru hafði lögreglan samband við hann þar sem hún hafði fengið kvartanir á sitt borð varðandi téðan kennara. Evra sagði hins vegar ekkert við lögregluna um hvað hafði gerst er hann var 13 ára gamall. Eitthvað sem hann hefur séð eftir allar götur síðan. „Ég er ekki feiminn við að segja að mér hefur liðið eins og hugleysingja í mörg ár þar sem ég hef aldrei stigið fram og sagt neitt. Ég er samt ekki að gera það loks núna fyrir mig heldur fyrir öll þau börn sem hafa gengið í gegnum sömu lífsreynslu og ég.“ „Ég sé eftir því að hafa ekki stigið fram fyrr þar sem ég hefði getað hjálpað svo mörgum. Ég hef fengið nóg af þessari eitruðu karlmennsku. Í augum föður míns var það veikleiki að gráta, en það að gráta er ekki sama sem merki þess að vera veiklunda,“ sagði Evra að endingu. Patrice Evra er litríkur karakter og eflaust verður bókin í sama stíl. Þessi 40 ára gamli Frakki sem á ættir að rekja til Senegal átti magnaðan feril þar sem hann spilaði 81 A-landsleik fyrir Frakkland og bar um tíma fyrirliðabandið. Það gerði hann einnig hjá Manchester United þar sem hann vann til fjölda verðlauna áður en hann færði sig um set til Juventus þar sem hann gerði slíkt hið sama. Patrice Evra ásamt Sir Alex Ferguson, Usain Bolt og Khabib Nurmagomedov fyrir leik hjá Manchester United fyrr í þessum mánuði.Ash Donelon/Getty Images Fótbolti Enski boltinn Kynferðisofbeldi Frakkland Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira
„I love this game“ eða „Ég elska þennan leik“ hefur verið orðatiltæki það orðatiltæki sem Patrice Evra hefur gert að einkennisorðum sínum á undanförnum árum. Er það einnig heiti ævisögu Evra sem kemur út á næstunni. Í bókinni er farið yfir hvað hefur drifið á daga hins fertuga Evra bæði innan vallar sem utan. Þar opnar Evra sig varðandi atvik sem gerðist er hann var 13 ára gamall. Atvik sem hann hafði aldrei sagt neinum frá fyrr en nýverið. Frá þessu er greint á vef The Times þar sem farið er yfir valda kafla í bókinni. Aðeins 13 ára gamall var Evra beittur kynferðisofbeldi af kennara sínum. Hélt hann því leyndu allt þangað til hann hóf að skrifa bókina sína. Hann sagði engum frá en hefur nú ákveðið að stíga fram í þeirri von um að hjálpa öðrum í sömu stöðu. In his new book, Patrice Evra opened up about being sexually abused at age 13 by his head teacher.He hopes that by sharing his story, he helps children who are also suffering.(content warning: discussion of sexual abuse) pic.twitter.com/jNov27DLwT— B/R Football (@brfootball) October 22, 2021 „Ég sagði engum frá, ég skammaðist mín of mikið til að segja móður minni og var ekki viss um að neinn annar myndi trúa mér. Þangað til nú hef ég hef aldrei sagt neinum alla söguna. Ég vil hjápa krökkum þarna úti finni hugrekkið til að stíga fram og sjá til þess að þau kenni ekki sjálfum sér um eins og ég gerði.“ „Þetta er erfitt augnablik fyrir mig. Ég á bræður, systur og nána vini sem vita ekki af þessu. Ég þarf að segja þeim þetta nú,“ segir Evra í bók sinni. Er Evra var að hefja feril sinn fyrir alvöru hafði lögreglan samband við hann þar sem hún hafði fengið kvartanir á sitt borð varðandi téðan kennara. Evra sagði hins vegar ekkert við lögregluna um hvað hafði gerst er hann var 13 ára gamall. Eitthvað sem hann hefur séð eftir allar götur síðan. „Ég er ekki feiminn við að segja að mér hefur liðið eins og hugleysingja í mörg ár þar sem ég hef aldrei stigið fram og sagt neitt. Ég er samt ekki að gera það loks núna fyrir mig heldur fyrir öll þau börn sem hafa gengið í gegnum sömu lífsreynslu og ég.“ „Ég sé eftir því að hafa ekki stigið fram fyrr þar sem ég hefði getað hjálpað svo mörgum. Ég hef fengið nóg af þessari eitruðu karlmennsku. Í augum föður míns var það veikleiki að gráta, en það að gráta er ekki sama sem merki þess að vera veiklunda,“ sagði Evra að endingu. Patrice Evra er litríkur karakter og eflaust verður bókin í sama stíl. Þessi 40 ára gamli Frakki sem á ættir að rekja til Senegal átti magnaðan feril þar sem hann spilaði 81 A-landsleik fyrir Frakkland og bar um tíma fyrirliðabandið. Það gerði hann einnig hjá Manchester United þar sem hann vann til fjölda verðlauna áður en hann færði sig um set til Juventus þar sem hann gerði slíkt hið sama. Patrice Evra ásamt Sir Alex Ferguson, Usain Bolt og Khabib Nurmagomedov fyrir leik hjá Manchester United fyrr í þessum mánuði.Ash Donelon/Getty Images
Fótbolti Enski boltinn Kynferðisofbeldi Frakkland Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira