Þorsteinn eftir stórsigurinn á Tékklandi: „Við erum í bílstjórasætinu og ráðum því sjálf hvernig framhaldið verður“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. október 2021 21:54 Þorsteinn á hliðarlínunni í blíðskaparveðrinu á Laugardalsvelli í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Úrslitin eru náttúrulega eitthvað sem maður hefði alltaf óskað sér. Þetta var hörkuleikur, ef ég segi sanngjarnt frá var þetta kannski ekki 4-0 leikur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, eftir stórsigur Íslands á Tékklandi. „Við kláruðum færin og nýttum þau vel, það var bara munurinn á liðunum í dag,“ bætti þjálfarinn við. Varðandi fyrri hálfleikinn sem var mjög opinn „Bara sáttur sko, þær voru erfiðar og halda boltanum, eru þolinmóðar og líður vel með boltann. Við þurftum að vera svolítið þolinmóð með okkar eltingarleik sem við lentum í á köflum“ „Ég var bara sáttur með að við vorum að nýta færin okkar. Vorum ekki að fá mikið af færum í fyrri hálfleik og nýttum eitt gott færi. í seinni hálfleik nýttum við í raun fyrstu þrjú færin okkar, man ekki eftir neinu öðru. Agla María (Albertsdóttir) skaut í slána, held það hafi verið besta færið sem við nýttum ekki.“ „Það er mikilvægt í því að við erum í bílstjórasætinu og ráðum því sjálf hvernig framhaldið verður. Við getum raunverulega treyst á sjálf okkur og það er það sem skiptir gríðarlega miklu máli, þurfum ekki að treysta á neina aðra. Við getum horft á sjálfa okkur og það skiptir gríðarlegu máli í þessari baráttu.“ „Heilt yfir var þetta fín frammistaða og bara mjög góð. Maður fer ekki að kvarta yfir 4-0 sigri á móti Tékklandi. Fyrsta skipti sem Ísland vinnur Tékkland og ekki langt síðan liðin gerðu 2-2 jafntefli svo við erum gríðarlega sátt. Heilt yfir bara góð frammistaða og jöfn.“ „Ég ætla ekki ljúga, það var ekki beint af æfingasvæðinu en við ræddum alveg fyrir leik ákveðna hluti og í hálfleik líka: Að nýta tækifærin úr hornspyrnum. Að þora að búa til eitthvað úti áður, hann þyrfti ekki að fara beint inn í,“ sagði Þorsteinn um mark Dagnýjar Brynjarsdóttur. Klippa: Viðtal við Þorstein Halldórsson eftir sigur á Tékklandi Varðandi breytingar á byrjunarliðinu „Mjög ánægður. Guðrún (Arnardóttir) var flott og Karólína Lea (Vilhjálmsdóttir) var flott. Ég er bara sáttur við þær. Við vorum að leita eftir fjölbreytni í sóknarleiknum með að fá Karólínu Leu inn, öðruvísi leikmaður en allir hinir þrír miðjumennirnir. Það er það sem við vorum að leita eftir og svo vorum við að leitast eftir að Guðrún kæmi inn með blússandi sjálfstraust eftir að hafa verið meistari í Svíþjóð og hún sýndi og sannaði það í dag,“ sagði Þorsteinn að endingu. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tékkland 4-0 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran sigur á Tékklandi, 4-0, á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland fékk þar með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. 22. október 2021 20:50 Twitter yfir mögnuðum sigri á Tékklandi: „Hvað er að gerast Ísland?“ Ísland vann magnaðan 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. 22. október 2021 20:49 Einkunnir Íslands: Guðrún glansaði og nokkrar áttur Margir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta áttu góðan leik þegar það vann 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. 22. október 2021 21:10 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Sjá meira
„Við kláruðum færin og nýttum þau vel, það var bara munurinn á liðunum í dag,“ bætti þjálfarinn við. Varðandi fyrri hálfleikinn sem var mjög opinn „Bara sáttur sko, þær voru erfiðar og halda boltanum, eru þolinmóðar og líður vel með boltann. Við þurftum að vera svolítið þolinmóð með okkar eltingarleik sem við lentum í á köflum“ „Ég var bara sáttur með að við vorum að nýta færin okkar. Vorum ekki að fá mikið af færum í fyrri hálfleik og nýttum eitt gott færi. í seinni hálfleik nýttum við í raun fyrstu þrjú færin okkar, man ekki eftir neinu öðru. Agla María (Albertsdóttir) skaut í slána, held það hafi verið besta færið sem við nýttum ekki.“ „Það er mikilvægt í því að við erum í bílstjórasætinu og ráðum því sjálf hvernig framhaldið verður. Við getum raunverulega treyst á sjálf okkur og það er það sem skiptir gríðarlega miklu máli, þurfum ekki að treysta á neina aðra. Við getum horft á sjálfa okkur og það skiptir gríðarlegu máli í þessari baráttu.“ „Heilt yfir var þetta fín frammistaða og bara mjög góð. Maður fer ekki að kvarta yfir 4-0 sigri á móti Tékklandi. Fyrsta skipti sem Ísland vinnur Tékkland og ekki langt síðan liðin gerðu 2-2 jafntefli svo við erum gríðarlega sátt. Heilt yfir bara góð frammistaða og jöfn.“ „Ég ætla ekki ljúga, það var ekki beint af æfingasvæðinu en við ræddum alveg fyrir leik ákveðna hluti og í hálfleik líka: Að nýta tækifærin úr hornspyrnum. Að þora að búa til eitthvað úti áður, hann þyrfti ekki að fara beint inn í,“ sagði Þorsteinn um mark Dagnýjar Brynjarsdóttur. Klippa: Viðtal við Þorstein Halldórsson eftir sigur á Tékklandi Varðandi breytingar á byrjunarliðinu „Mjög ánægður. Guðrún (Arnardóttir) var flott og Karólína Lea (Vilhjálmsdóttir) var flott. Ég er bara sáttur við þær. Við vorum að leita eftir fjölbreytni í sóknarleiknum með að fá Karólínu Leu inn, öðruvísi leikmaður en allir hinir þrír miðjumennirnir. Það er það sem við vorum að leita eftir og svo vorum við að leitast eftir að Guðrún kæmi inn með blússandi sjálfstraust eftir að hafa verið meistari í Svíþjóð og hún sýndi og sannaði það í dag,“ sagði Þorsteinn að endingu.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tékkland 4-0 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran sigur á Tékklandi, 4-0, á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland fékk þar með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. 22. október 2021 20:50 Twitter yfir mögnuðum sigri á Tékklandi: „Hvað er að gerast Ísland?“ Ísland vann magnaðan 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. 22. október 2021 20:49 Einkunnir Íslands: Guðrún glansaði og nokkrar áttur Margir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta áttu góðan leik þegar það vann 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. 22. október 2021 21:10 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Tékkland 4-0 | Frábær íslenskur sigur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran sigur á Tékklandi, 4-0, á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland fékk þar með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. 22. október 2021 20:50
Twitter yfir mögnuðum sigri á Tékklandi: „Hvað er að gerast Ísland?“ Ísland vann magnaðan 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. 22. október 2021 20:49
Einkunnir Íslands: Guðrún glansaði og nokkrar áttur Margir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta áttu góðan leik þegar það vann 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. 22. október 2021 21:10