Myndasyrpa: Barnsgrátur og brunasár á flugslysaæfingu í Keflavík Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. október 2021 17:32 Fyrsta flugslysæfingin var haldin á Íslandi í fimm ár. Þar var öllu tjaldað til, kveikt í ýmsu braki, sem átti að vera úr flugvél og 150 leikurum, sem léku slaða flugfarþega, komið fyrir víða á stóru svæði við Keflavíkurflugvöll. Á fimmta hundrað manns tóku þátt í æfingunni í dag. Þar af um 150 leikarar en hinir voru björgunaraðilar; lögreglumenn, slökkviliðsmenn, sjúkraflutningamenn, björgunarsveitarmenn og heilbrigðisstarfsfólk. Fréttastofa fékk að fylgjast með æfingunni í dag með myndavélina á lofti: Slökkviliðsmenn mættu fyrstir á vettvang til að slökkva í brennandi brakinu.Vísir/óttarKveikt var í bílhræjum víða á svæðinu, sem áttu að líkja eftir braki úr flugvél sem hafði hrapað.Vísir/óttarHelstu aðgerðirnar í dag fóru fram við rör þar sem fólk átti að vera fast inni.vísir/óttarFljótlega var fjöldi viðbragðsaðila mættur til að bjarga fólki út úr brennandi rörinu.vísir/óttarBjörguaraðgerðir gengu velvísir/óttarFagaðilar og sjálfboðaliðar koma saman til að bjarga fólki.vísir/óttarNokkuð stór hópur fékk að fylgjast með æfingunni í dag og var leiddur um vettvanginn af vöskum mönnum.vísir/óttarDómsmálaráðherra var á meðal þeirra sem fylgdust með í dag.Vísir/óttarRáðherrann tekur mynd af leiknu fórnarlambi flugslyssins. Vísir/óttarLeikmunum hafði verið komið fyrir víða um svæðið, til dæmis þessum ónýtu flugsætum.vísir/óttarBrúður sem voru inni í braki.vísir/óttarVel farðaður leikari, sem á að vera með mjög alvarlegt brunasár á bakinu.vísir/óttarHonum var hjálpað á fætur áður en ákveðið var að leggja hann aftur niður og bíða eftir sjúkrabörum.Vísir/óttarFarþegatöskur lágu víða um svæðið. Vísir/óttarEldur logaði víða við Keflavík í dag.vísir Erfitt að vinna við þessar aðstæður Það var hálfóhuggulegt að standa í miðjunni á björgunaraðgerðunum, sérstaklega þar sem fólk þóttist vera fast inni í brennandi röri en þaðan mátti heyra barnsgrátur og öskur. Er ekki erfitt fyrir björgunarfólk að vinna í slíkum aðstæðum? „Jú, auðvitað. Það er vissulega erfitt. Og það er auðvitað tilgangurinn með þessu, það reynir svolítið á mannskapinn," segir Otti Rafn Sigmarsson, meðlimur í björgunarsveitinni Þorbirni. Otti Rafn Sigmarsson, í björgunarsveitinni Þorbirni.Foto: Flugslys æfing/adelina Allt gekk vel Og æfingin gekk vel fyrir sig að sögn æfingastjórans. „Þetta er búið að ganga ljómandi vel. Við erum með hátt í 500 þátttakendur á þessari æfingu og þar af eru 150 manns sem eru þolendur í þessu slysi," segir Elva Tryggvadóttir æfingastjóri. „Óhugnanleg upplifun" Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var mætt til að fylgjast með æfingunni.vísir/Adelina Dómsmálaráðherra var á meðal þeirra sem fylgdust með æfingunni í dag. „Þetta er auðvitað talsvert óhugnanleg upplifun en gríðarlega mikilvæg reynsla og gaman að sjá hvað samhæfing og samstarf allra aðila gengur vel þegar á það er reynt," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Við gripum tækifærið og reyndum að fiska eftir því hvort hún teldi líklegt að hún héldi áfram í sínu ráðuneyti á næsta kjörtímabili. Þessar æfingar eru haldnar á þriggja til fjögurra ára fresti, heldurðu að þú verðir viðstödd hérna á næstu æfingu? „Það er aldrei að vita. Maður er auðvitað mjög stoltur af almannavarnakerfinu okkar og hvernig allir þessir viðbragðsaðilar vinna saman og það hefur auðvitað reynt mikið á það síðustu tvö ár. En ekki með svona stóru slysi og mikilvægt að æfa það. En það verður svo að koma í ljós." Þannig þú telur líklegt að þú haldir áfram sem dómsmálaráðherra? „Það er ekkert hægt að segja til um það. Ég veit ekkert meira um það en þú einmitt núna," segir hún. Almannavarnir Lögreglan Björgunarsveitir Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Slökkvilið Samgönguslys Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Á fimmta hundrað manns tóku þátt í æfingunni í dag. Þar af um 150 leikarar en hinir voru björgunaraðilar; lögreglumenn, slökkviliðsmenn, sjúkraflutningamenn, björgunarsveitarmenn og heilbrigðisstarfsfólk. Fréttastofa fékk að fylgjast með æfingunni í dag með myndavélina á lofti: Slökkviliðsmenn mættu fyrstir á vettvang til að slökkva í brennandi brakinu.Vísir/óttarKveikt var í bílhræjum víða á svæðinu, sem áttu að líkja eftir braki úr flugvél sem hafði hrapað.Vísir/óttarHelstu aðgerðirnar í dag fóru fram við rör þar sem fólk átti að vera fast inni.vísir/óttarFljótlega var fjöldi viðbragðsaðila mættur til að bjarga fólki út úr brennandi rörinu.vísir/óttarBjörguaraðgerðir gengu velvísir/óttarFagaðilar og sjálfboðaliðar koma saman til að bjarga fólki.vísir/óttarNokkuð stór hópur fékk að fylgjast með æfingunni í dag og var leiddur um vettvanginn af vöskum mönnum.vísir/óttarDómsmálaráðherra var á meðal þeirra sem fylgdust með í dag.Vísir/óttarRáðherrann tekur mynd af leiknu fórnarlambi flugslyssins. Vísir/óttarLeikmunum hafði verið komið fyrir víða um svæðið, til dæmis þessum ónýtu flugsætum.vísir/óttarBrúður sem voru inni í braki.vísir/óttarVel farðaður leikari, sem á að vera með mjög alvarlegt brunasár á bakinu.vísir/óttarHonum var hjálpað á fætur áður en ákveðið var að leggja hann aftur niður og bíða eftir sjúkrabörum.Vísir/óttarFarþegatöskur lágu víða um svæðið. Vísir/óttarEldur logaði víða við Keflavík í dag.vísir Erfitt að vinna við þessar aðstæður Það var hálfóhuggulegt að standa í miðjunni á björgunaraðgerðunum, sérstaklega þar sem fólk þóttist vera fast inni í brennandi röri en þaðan mátti heyra barnsgrátur og öskur. Er ekki erfitt fyrir björgunarfólk að vinna í slíkum aðstæðum? „Jú, auðvitað. Það er vissulega erfitt. Og það er auðvitað tilgangurinn með þessu, það reynir svolítið á mannskapinn," segir Otti Rafn Sigmarsson, meðlimur í björgunarsveitinni Þorbirni. Otti Rafn Sigmarsson, í björgunarsveitinni Þorbirni.Foto: Flugslys æfing/adelina Allt gekk vel Og æfingin gekk vel fyrir sig að sögn æfingastjórans. „Þetta er búið að ganga ljómandi vel. Við erum með hátt í 500 þátttakendur á þessari æfingu og þar af eru 150 manns sem eru þolendur í þessu slysi," segir Elva Tryggvadóttir æfingastjóri. „Óhugnanleg upplifun" Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var mætt til að fylgjast með æfingunni.vísir/Adelina Dómsmálaráðherra var á meðal þeirra sem fylgdust með æfingunni í dag. „Þetta er auðvitað talsvert óhugnanleg upplifun en gríðarlega mikilvæg reynsla og gaman að sjá hvað samhæfing og samstarf allra aðila gengur vel þegar á það er reynt," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Við gripum tækifærið og reyndum að fiska eftir því hvort hún teldi líklegt að hún héldi áfram í sínu ráðuneyti á næsta kjörtímabili. Þessar æfingar eru haldnar á þriggja til fjögurra ára fresti, heldurðu að þú verðir viðstödd hérna á næstu æfingu? „Það er aldrei að vita. Maður er auðvitað mjög stoltur af almannavarnakerfinu okkar og hvernig allir þessir viðbragðsaðilar vinna saman og það hefur auðvitað reynt mikið á það síðustu tvö ár. En ekki með svona stóru slysi og mikilvægt að æfa það. En það verður svo að koma í ljós." Þannig þú telur líklegt að þú haldir áfram sem dómsmálaráðherra? „Það er ekkert hægt að segja til um það. Ég veit ekkert meira um það en þú einmitt núna," segir hún.
Almannavarnir Lögreglan Björgunarsveitir Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Slökkvilið Samgönguslys Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira