Zaragoza mætti Río Breogán og úr varð hörkuleikur sem lauk með fjögurra stiga sigri Zaragoza, 79-75.
Tryggvi Snær lék tæpar 22 mínútur í leiknum og skilaði níu stigum auk þess að rífa niður fimm fráköst.
Þriðji sigur Tryggva og félaga á tímabilinu og eru þeir um miðja deild eftir sjö umferðir.