Skólinn hefur það hlutverk að þjóna þörfum barna en ekki atvinnulífs Anna María Gunnarsdóttir skrifar 25. október 2021 22:01 Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, hefur komist að þeirri niðurstöðu að það sé alvarlegt mál að íslensk börn séu ekki oftar í skólanum á hverju ári. Sérstaklega sé það vont fyrir konur enda séu þær með lægri laun en karlar og þess vegna nánast sjálfskipaðar sem gæslumenn barnanna þá daga sem ekki er skóli. Svona gangi ekki upp í jafnréttissinnuðu samfélagi. Þetta slíti sundur samstöðuna á vinnumarkaði og því þurfi ríkisstjórnin og stéttarfélög að breyta þessu. Hún telur að atvinnulífið þurfi að vera sammála stjórnvöldum um skipulag skólahalds. Um þetta má eflaust segja ýmislegt en fyrst og fremst vil ég segja þetta: Hlutverk skóla er að mennta börn og ungmenni. Með því að rækja það hlutverk sitt auðgast samfélagið allt. Það gerist með uppbyggilegri þátttöku barnsins í samfélaginu, meðal annars í atvinnulífinu, þegar fram líða stundir. Skólinn er griðastaður þar sem barnið fær að vera á eigin forsendum. Sem slíkur er skóli mikilvæg undirstaða mannréttinda og lykill að jöfnuði í samfélaginu. Þegar skólar voru stofnaðir á Íslandi voru þeir fyrst lokaðir stúlkum. Það var ekki vegna þess að þær væru verr fallnar til náms en drengir (við höfum dæmi um ókyngreinda skóla allt aftur í fornöld). Ástæða þess að stúlkum var meinað um skólavist áratugum saman var einfaldlega sú að hjól efnahagslífsins töldu sig ekki komast af án vinnuframlags stúlkubarna. Þær sáu um barnauppeldi, heimilisstörf og vinnu utan heimilis í talsverðum mæli. Þegar stúlkur voru frelsaðar úr hlutverki ódýrs vinnuafls fyrir ágengt atvinnu- og efnahagslíf fór samfélagið fyrst að auðgast. Ekki þrátt fyrir að stúlkunum væru gefin grið til mennta heldur vegna þess! Rannsóknir sýna ekki árangur af lengra skólaári en við höfum hér á Íslandi. Þær sýna þó svo ekki verður um villst að skólar eru ekki nóg til að tryggja farsælan uppvöxt. Börn fátækra foreldra eða börn foreldra sem vinna of mikið bíða af því skaða. Börn þurfa nefnilega ekki aðeins að tilheyra samfélagi skólanna, þau þurfa líka að tilheyra fjölskyldum. Fjölskyldur eru vitanlega allskonar en það sem einkennir góða fjölskyldu er að hún er samsett af fólki sem er til staðar hvert fyrir annað. Á Íslandi eru til börn sem sjaldan fá tíma með fjölskyldum sínum og eru fátækari af reynslu og upplifunum en önnur börn. Við höfum einnig börn sem eru heppin, eins og formaður FKA orðar það, og hafa fengið að njóta þess í ríkum mæli að eiga ekki aðeins fjölskyldu, heldur jafnvel stórfjölskyldu, sem leggur sig fram um að mæta þörfum þeirra. Þrátt fyrir víðtækan misskilning í samfélagi okkar um annað þá er erfitt að kaupa það sem mikilvægast er sálarlífi barns með peningum. Hamingja barnasnýst um það sem bætist við þegar grunnþörfum okkar hefur verið mætt og við bætist samvera, vinátta, traust og hlýja fólksins sem við elskum og elskar okkur. Við þurfum stöðugt að gæta þess að börn njóti þeirra griða í skólum sem þau verðskulda. En það er líka nauðsynlegt að tryggja að öll íslensk börn njóti þeirra griða sem felast í að eiga fjölskyldu. Stéttarfélög, ríkisstjórnir og jafnvel samtök atvinnurekenda hafa þar hlutverk. Í brennidepli barnið sjálft og þarfir þess alltaf að vera. Hér eftir sem hingað til er ljóst að öruggasta leiðin til að auðga samfélagið til framtíðar er að tryggja börnum frið frá ásælni stundarhagsmuna fullorðinna. Það væri rétt af Félagi kvenna í atvinnulífinu að koma skikki á atvinnulífið sem þær kenna sig þó við. Atvinnulífið getur ekki átt meiri kröfu á tíma foreldra barna en samrýmanleg er þörfum barnanna. Síðan, ef félagið er aflögufært um orku, færi vel á því að það legðist á árarnar með stórum kvennastéttum eins og kennurum í þeirri eðlilegu kröfu að þær fái réttlát laun. Framundan eru krefjandi kjarasamningar. Ég reikna fastlega með einörðum stuðningi við bætt kjör kennara frá öllu baráttufólki um jafnrétti og sanngirni. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna María Gunnarsdóttir Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Jafnréttismál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, hefur komist að þeirri niðurstöðu að það sé alvarlegt mál að íslensk börn séu ekki oftar í skólanum á hverju ári. Sérstaklega sé það vont fyrir konur enda séu þær með lægri laun en karlar og þess vegna nánast sjálfskipaðar sem gæslumenn barnanna þá daga sem ekki er skóli. Svona gangi ekki upp í jafnréttissinnuðu samfélagi. Þetta slíti sundur samstöðuna á vinnumarkaði og því þurfi ríkisstjórnin og stéttarfélög að breyta þessu. Hún telur að atvinnulífið þurfi að vera sammála stjórnvöldum um skipulag skólahalds. Um þetta má eflaust segja ýmislegt en fyrst og fremst vil ég segja þetta: Hlutverk skóla er að mennta börn og ungmenni. Með því að rækja það hlutverk sitt auðgast samfélagið allt. Það gerist með uppbyggilegri þátttöku barnsins í samfélaginu, meðal annars í atvinnulífinu, þegar fram líða stundir. Skólinn er griðastaður þar sem barnið fær að vera á eigin forsendum. Sem slíkur er skóli mikilvæg undirstaða mannréttinda og lykill að jöfnuði í samfélaginu. Þegar skólar voru stofnaðir á Íslandi voru þeir fyrst lokaðir stúlkum. Það var ekki vegna þess að þær væru verr fallnar til náms en drengir (við höfum dæmi um ókyngreinda skóla allt aftur í fornöld). Ástæða þess að stúlkum var meinað um skólavist áratugum saman var einfaldlega sú að hjól efnahagslífsins töldu sig ekki komast af án vinnuframlags stúlkubarna. Þær sáu um barnauppeldi, heimilisstörf og vinnu utan heimilis í talsverðum mæli. Þegar stúlkur voru frelsaðar úr hlutverki ódýrs vinnuafls fyrir ágengt atvinnu- og efnahagslíf fór samfélagið fyrst að auðgast. Ekki þrátt fyrir að stúlkunum væru gefin grið til mennta heldur vegna þess! Rannsóknir sýna ekki árangur af lengra skólaári en við höfum hér á Íslandi. Þær sýna þó svo ekki verður um villst að skólar eru ekki nóg til að tryggja farsælan uppvöxt. Börn fátækra foreldra eða börn foreldra sem vinna of mikið bíða af því skaða. Börn þurfa nefnilega ekki aðeins að tilheyra samfélagi skólanna, þau þurfa líka að tilheyra fjölskyldum. Fjölskyldur eru vitanlega allskonar en það sem einkennir góða fjölskyldu er að hún er samsett af fólki sem er til staðar hvert fyrir annað. Á Íslandi eru til börn sem sjaldan fá tíma með fjölskyldum sínum og eru fátækari af reynslu og upplifunum en önnur börn. Við höfum einnig börn sem eru heppin, eins og formaður FKA orðar það, og hafa fengið að njóta þess í ríkum mæli að eiga ekki aðeins fjölskyldu, heldur jafnvel stórfjölskyldu, sem leggur sig fram um að mæta þörfum þeirra. Þrátt fyrir víðtækan misskilning í samfélagi okkar um annað þá er erfitt að kaupa það sem mikilvægast er sálarlífi barns með peningum. Hamingja barnasnýst um það sem bætist við þegar grunnþörfum okkar hefur verið mætt og við bætist samvera, vinátta, traust og hlýja fólksins sem við elskum og elskar okkur. Við þurfum stöðugt að gæta þess að börn njóti þeirra griða í skólum sem þau verðskulda. En það er líka nauðsynlegt að tryggja að öll íslensk börn njóti þeirra griða sem felast í að eiga fjölskyldu. Stéttarfélög, ríkisstjórnir og jafnvel samtök atvinnurekenda hafa þar hlutverk. Í brennidepli barnið sjálft og þarfir þess alltaf að vera. Hér eftir sem hingað til er ljóst að öruggasta leiðin til að auðga samfélagið til framtíðar er að tryggja börnum frið frá ásælni stundarhagsmuna fullorðinna. Það væri rétt af Félagi kvenna í atvinnulífinu að koma skikki á atvinnulífið sem þær kenna sig þó við. Atvinnulífið getur ekki átt meiri kröfu á tíma foreldra barna en samrýmanleg er þörfum barnanna. Síðan, ef félagið er aflögufært um orku, færi vel á því að það legðist á árarnar með stórum kvennastéttum eins og kennurum í þeirri eðlilegu kröfu að þær fái réttlát laun. Framundan eru krefjandi kjarasamningar. Ég reikna fastlega með einörðum stuðningi við bætt kjör kennara frá öllu baráttufólki um jafnrétti og sanngirni. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun