Amnesty hvetur Beckham til að kynna sér stöðu mála Katar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. október 2021 07:00 Svo virðist sem David Beckham, sendiherra UNICEF, verði eitt aðal andlit HM 2022 sem fram fer í Katar. Mike Marsland/Getty Images David Beckham verður eitt af andlitum HM 2022 í knattspyrnu sem og sendiherra mótsins sem fram fer í Katar. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa hvatt hann til að kynna sér bága stöðu mannréttinda í landinu. Beckham gerði garðinn frægan sem leikmaður Manchester United, Real Madríd og enska landsliðinu. Í dag er hann eigandi Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum ásamt því að vera fyrirsæta, áhrifavaldur og nú sendiherra sem og andlit HM sem fram fer í Katar. Verður hann tilkynntur sem sendiherra mótsins í næsta mánuði samkvæmt Sky Sports. Hefur hann fengið mikla gagnrýni fyrir þar sem bág staða verkafólks og almenn mannréttindabrot í landinu hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri. Þá er Beckham sendiherra UNICEF og talið að nýtt hlutverk hans brjóti í bága gegn stöðu hans hjá UNICEF. David Beckham is under fire over reports he has signed a deal worth £150m over 10 years to become the face of the 2022 World Cup in Qatar and an ambassador for the emirate.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 25, 2021 Katar hefur verið mikið í sviðsljósinu vegna mótsins þar sem reisa hefur þurft fjölda mannvirkja til þess að hægt sé að halda mótið í landinu. „Það kemur ekki á óvar tað David Beckham vilji vera hluti af jafn stórum viðburði og HM er. Við hvetjum hann hins vegar til að kynna sér grafalvarlega stöðu mannréttinda í landinu ásamt því að vera tilbúinn að tjá sig um hana,“ segir í yfirlýsingu á vef Amnesty. „Fjöldi mannréttindabrota í landinu er ógnvænlegur. Staða verkafólks í landinu – fólksins sem gerir það mögulegt að halda HM – er einkar slæm. Málfrelsi viðgengst ekki og samkynhneigt fólk á undir högg að sækja.“ „Alþjóðaknattspyrnusambandið spilar mikilvægt hlutverk í því að keyra breytingar í gegn, sérstaklega þegar kemur að málefnum verkafólks tengdum mótinu. Beckham ætti að nota einstaka stöðu sína til þess að minna fólk á það sem gerist í kringum leikvangana en ekki aðeins á vellinum sjálfur,“ segir að endingu í yfirlýsingu samtakanna. Fótbolti HM 2022 í Katar Mannréttindi Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Beckham gerði garðinn frægan sem leikmaður Manchester United, Real Madríd og enska landsliðinu. Í dag er hann eigandi Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum ásamt því að vera fyrirsæta, áhrifavaldur og nú sendiherra sem og andlit HM sem fram fer í Katar. Verður hann tilkynntur sem sendiherra mótsins í næsta mánuði samkvæmt Sky Sports. Hefur hann fengið mikla gagnrýni fyrir þar sem bág staða verkafólks og almenn mannréttindabrot í landinu hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri. Þá er Beckham sendiherra UNICEF og talið að nýtt hlutverk hans brjóti í bága gegn stöðu hans hjá UNICEF. David Beckham is under fire over reports he has signed a deal worth £150m over 10 years to become the face of the 2022 World Cup in Qatar and an ambassador for the emirate.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 25, 2021 Katar hefur verið mikið í sviðsljósinu vegna mótsins þar sem reisa hefur þurft fjölda mannvirkja til þess að hægt sé að halda mótið í landinu. „Það kemur ekki á óvar tað David Beckham vilji vera hluti af jafn stórum viðburði og HM er. Við hvetjum hann hins vegar til að kynna sér grafalvarlega stöðu mannréttinda í landinu ásamt því að vera tilbúinn að tjá sig um hana,“ segir í yfirlýsingu á vef Amnesty. „Fjöldi mannréttindabrota í landinu er ógnvænlegur. Staða verkafólks í landinu – fólksins sem gerir það mögulegt að halda HM – er einkar slæm. Málfrelsi viðgengst ekki og samkynhneigt fólk á undir högg að sækja.“ „Alþjóðaknattspyrnusambandið spilar mikilvægt hlutverk í því að keyra breytingar í gegn, sérstaklega þegar kemur að málefnum verkafólks tengdum mótinu. Beckham ætti að nota einstaka stöðu sína til þess að minna fólk á það sem gerist í kringum leikvangana en ekki aðeins á vellinum sjálfur,“ segir að endingu í yfirlýsingu samtakanna.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mannréttindi Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira