„Virðingarvert“ hjá Lovísu sem hefur verið lengi í sviðsljósinu Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2021 15:35 Lovísa Thompson, ein besta handknattleikskona landsins, hefur ákveðið að taka sér hlé frá handbolta. vísir/hulda margrét „Þessi skór, þeir eru bara einhvers staðar. Það er auðvelt að sækja þá,“ segir Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sem ræddi um stærsta mál vikunnar í handboltaheiminum, ákvörðun Lovísu Thompson, við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í dag. Þær Anna og Svava fóru yfir komandi leiki í 5. umferð Olís-deildar kvenna sem hefst í kvöld. Umferðinni lýkur með leik Vals og Hauka á sunnudag en ljóst er að þar verður engin Lovísa Thompson því hún hefur tekið sér hlé frá handbolta eftir að hafa ekki fundið gleði í íþróttinni undanfarið. Leikirnir í 5. umferð: Fimmtudagur 28. október: 18.00 Afturelding - Fram Laugardagur 30. október: 15.00 ÍBV - Stjarnan 15.00 KA/Þór/HK Sunnudagur 31. október: 14.00 Valur - Haukar „Fólk finnur sjálft í daglegu amstri að það getur verið ofboðslega erfitt andlega að gera suma hluti, sérstaklega ef að fólki líður þannig að það hefur ekki gaman af því sem það nánast lifir fyrir. Þá þarf bara að taka skref til baka,“ sagði Anna Úrsúla. „Það er það sem hún er að gera núna. Taka skref til baka og athuga aðeins hvort hún finni gleðina aftur, hvaða skref hún vilji taka í framtíðinni og hvort að handboltinn tengist því. Ég held að það sé virðingarvert,“ bætti Anna við en upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 5. umferð í Olís-deild kvenna „Ég held að það sýni þessu allir skilning,“ sagði Svava. „Það er ekkert grín að vera „semí“ undrabarn í handboltanum. Hún er búin að vera lengi í sviðsljósinu og ég held að það séu margir heima sem að gera sér ekki grein fyrir því að Lovísa Thompson, sem er búin að vera einn besti leikmaður deildarinnar síðustu ár, fagnaði 22 ára afmæli sínu núna. Hún er aðeins 22 ára en hefur verið á allra vörum síðan hún var svona 14 ára. Það eru þyngsli að bera það,“ sagði Svava. Tippar á Stjörnuna í Eyjum Tvíeykið fór jafnframt yfir leikina fjóra sem fram undan eru eins og sjá má í innslaginu hér að ofan. Þær voru sammála um að sérstaklega spennandi yrði að sjá hvernig leikir ÍBV og Stjörnunnar á laugardag, og Vals og Hauka á sunnudag, kæmu til með að þróast. Afturelding á fyrir höndum afar erfitt verkefni þegar umferðin hefst í kvöld og þarf að klífa bratta brekku gegn Fram, með Karen Knútsdóttur fremsta í flokki. ÍBV og Stjarnan mætast í athyglisverðum leik þar sem Eyjakonur mæta með sjálfstraust eftir að hafa komist áfram í Evrópukeppni um helgina. „Ég held einhvern veginn að Stjarnan muni taka þetta,“ segir Anna Úrsúla. HK fer í „gryfjuna“ á Akureyri og þarf að reyna að kreista eitthvað út úr leik sínum við meistara KA/Þórs. „Það þarf allt að ganga upp,“ segir Anna Úrsúla um möguleika HK-inga en þáttinn má sjá í heild hér að ofan. Seinni bylgjan Handbolti Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Lovísa í hlé frá handbolta: „Ég er búin að missa gleðina“ „Að mæta á æfingu var orðin kvöð og mér leið ekki vel inn á vellinum,“ segir landsliðskonan Lovísa Thompson, leikmaður Vals, sem hefur ákveðið að taka sér hlé frá handbolta. 27. október 2021 16:47 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Þær Anna og Svava fóru yfir komandi leiki í 5. umferð Olís-deildar kvenna sem hefst í kvöld. Umferðinni lýkur með leik Vals og Hauka á sunnudag en ljóst er að þar verður engin Lovísa Thompson því hún hefur tekið sér hlé frá handbolta eftir að hafa ekki fundið gleði í íþróttinni undanfarið. Leikirnir í 5. umferð: Fimmtudagur 28. október: 18.00 Afturelding - Fram Laugardagur 30. október: 15.00 ÍBV - Stjarnan 15.00 KA/Þór/HK Sunnudagur 31. október: 14.00 Valur - Haukar „Fólk finnur sjálft í daglegu amstri að það getur verið ofboðslega erfitt andlega að gera suma hluti, sérstaklega ef að fólki líður þannig að það hefur ekki gaman af því sem það nánast lifir fyrir. Þá þarf bara að taka skref til baka,“ sagði Anna Úrsúla. „Það er það sem hún er að gera núna. Taka skref til baka og athuga aðeins hvort hún finni gleðina aftur, hvaða skref hún vilji taka í framtíðinni og hvort að handboltinn tengist því. Ég held að það sé virðingarvert,“ bætti Anna við en upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 5. umferð í Olís-deild kvenna „Ég held að það sýni þessu allir skilning,“ sagði Svava. „Það er ekkert grín að vera „semí“ undrabarn í handboltanum. Hún er búin að vera lengi í sviðsljósinu og ég held að það séu margir heima sem að gera sér ekki grein fyrir því að Lovísa Thompson, sem er búin að vera einn besti leikmaður deildarinnar síðustu ár, fagnaði 22 ára afmæli sínu núna. Hún er aðeins 22 ára en hefur verið á allra vörum síðan hún var svona 14 ára. Það eru þyngsli að bera það,“ sagði Svava. Tippar á Stjörnuna í Eyjum Tvíeykið fór jafnframt yfir leikina fjóra sem fram undan eru eins og sjá má í innslaginu hér að ofan. Þær voru sammála um að sérstaklega spennandi yrði að sjá hvernig leikir ÍBV og Stjörnunnar á laugardag, og Vals og Hauka á sunnudag, kæmu til með að þróast. Afturelding á fyrir höndum afar erfitt verkefni þegar umferðin hefst í kvöld og þarf að klífa bratta brekku gegn Fram, með Karen Knútsdóttur fremsta í flokki. ÍBV og Stjarnan mætast í athyglisverðum leik þar sem Eyjakonur mæta með sjálfstraust eftir að hafa komist áfram í Evrópukeppni um helgina. „Ég held einhvern veginn að Stjarnan muni taka þetta,“ segir Anna Úrsúla. HK fer í „gryfjuna“ á Akureyri og þarf að reyna að kreista eitthvað út úr leik sínum við meistara KA/Þórs. „Það þarf allt að ganga upp,“ segir Anna Úrsúla um möguleika HK-inga en þáttinn má sjá í heild hér að ofan.
Leikirnir í 5. umferð: Fimmtudagur 28. október: 18.00 Afturelding - Fram Laugardagur 30. október: 15.00 ÍBV - Stjarnan 15.00 KA/Þór/HK Sunnudagur 31. október: 14.00 Valur - Haukar
Seinni bylgjan Handbolti Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Lovísa í hlé frá handbolta: „Ég er búin að missa gleðina“ „Að mæta á æfingu var orðin kvöð og mér leið ekki vel inn á vellinum,“ segir landsliðskonan Lovísa Thompson, leikmaður Vals, sem hefur ákveðið að taka sér hlé frá handbolta. 27. október 2021 16:47 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Lovísa í hlé frá handbolta: „Ég er búin að missa gleðina“ „Að mæta á æfingu var orðin kvöð og mér leið ekki vel inn á vellinum,“ segir landsliðskonan Lovísa Thompson, leikmaður Vals, sem hefur ákveðið að taka sér hlé frá handbolta. 27. október 2021 16:47