Hjalti Þór: Ég held við eigum eftir að geta gert góða hluti í vetur Sverrir Mar Smárason skrifar 28. október 2021 21:26 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var sáttur með sigurinn. Vísir/Bára Dröfn Keflavík heimsótti Breiðablik í Smárann í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var mjög spennandi allt til enda en að lokatölur urðu 106-107, Keflavík í vil. Hjalti Þór, þjálfari Keflavíkur var ánægður með sigurinn en fannst sitt lið ekki spila sinn besta leik. „Mjög sáttur við sigurinn. Blikarnir gerðu okkur rosa erfitt fyrir og voru að ráðast á okkur. Varnarlega vorum við alltof þungir á löppunum og ekki að gera þetta saman sem lið. Sigur er sigur og það er akkúrat það sem við komum hérna til að ná í,“ sagði Hjalti Þór. Liðin skiptust á að leiða leikinn en munurinn varð þó aldrei mikill. Hjalti var ósáttur með sína menn á köflum en hrósaði liði Blika í hástert. „Ég meina sóknarlega var oft á tíðum eins menn kynnu ekki alveg kerfin okkar og varnarlega eins og ég sagði áðan voru þeir bara að ráðast grimmt á okkur. Breiðablik eru bara þannig lið að þeir hætta ekkert. Þeir sýndu það á Króknum 20-30 stigum undir en komu til baka. Við vissum að þeir myndu vera dýrvitlausir og myndu leggja allt undir með ekkert að tapa þannig. Þeir eru að gera mjög fínt mót,“ sagði Hjalti. Hjalti hefur sett saman góða og breiðan hóp og hreyfði mikið við bekknum í leiknum í dag. Hann hefði viljað gera meira af því en hann er mjög ánægður með breiddina. „Við erum með góðan bekk. Ég var svolítið fúll út í sjálfan mig að hreyfa bekkinn ekki meira, sérstaklega í fyrri hálfleik og í þriðja leikhluta. En við erum með fanta bekk og fína breidd,“ sagði Hjalti. Keflavík hafa unnið fyrstu fjóra leiki tímabilsins og segir Hjalti það alltaf markmiðið að vinna alla leiki. Það þurfi þó betri frammistöðu en í dag til þess að landa þeim stóra í vor. „Við förum í alla leiki til að vinna en við þurfum að gera betur en þetta ef við ætlum að fara alla leið í þessu, alveg klárlega. Við erum á ákveðinni vegferð sem mér líst bara ágætlega á og vel á liðið. Ég held við eigum eftir að geta gert góða hluti í vetur,“ sagði Hjalti um taplausa byrjun og framhaldið. Subway-deild karla Keflavík ÍF Breiðablik Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Keflavík 106-107 | Taplausir Keflvíkingar mörðu nýliðana Nýliðar Breiðabliks tóku á móti Keflavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Deildarmeistararnir sluppu með skrekkinn og unnu dramatískan eins stigs sigur 107-106. 28. október 2021 20:49 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Sjá meira
„Mjög sáttur við sigurinn. Blikarnir gerðu okkur rosa erfitt fyrir og voru að ráðast á okkur. Varnarlega vorum við alltof þungir á löppunum og ekki að gera þetta saman sem lið. Sigur er sigur og það er akkúrat það sem við komum hérna til að ná í,“ sagði Hjalti Þór. Liðin skiptust á að leiða leikinn en munurinn varð þó aldrei mikill. Hjalti var ósáttur með sína menn á köflum en hrósaði liði Blika í hástert. „Ég meina sóknarlega var oft á tíðum eins menn kynnu ekki alveg kerfin okkar og varnarlega eins og ég sagði áðan voru þeir bara að ráðast grimmt á okkur. Breiðablik eru bara þannig lið að þeir hætta ekkert. Þeir sýndu það á Króknum 20-30 stigum undir en komu til baka. Við vissum að þeir myndu vera dýrvitlausir og myndu leggja allt undir með ekkert að tapa þannig. Þeir eru að gera mjög fínt mót,“ sagði Hjalti. Hjalti hefur sett saman góða og breiðan hóp og hreyfði mikið við bekknum í leiknum í dag. Hann hefði viljað gera meira af því en hann er mjög ánægður með breiddina. „Við erum með góðan bekk. Ég var svolítið fúll út í sjálfan mig að hreyfa bekkinn ekki meira, sérstaklega í fyrri hálfleik og í þriðja leikhluta. En við erum með fanta bekk og fína breidd,“ sagði Hjalti. Keflavík hafa unnið fyrstu fjóra leiki tímabilsins og segir Hjalti það alltaf markmiðið að vinna alla leiki. Það þurfi þó betri frammistöðu en í dag til þess að landa þeim stóra í vor. „Við förum í alla leiki til að vinna en við þurfum að gera betur en þetta ef við ætlum að fara alla leið í þessu, alveg klárlega. Við erum á ákveðinni vegferð sem mér líst bara ágætlega á og vel á liðið. Ég held við eigum eftir að geta gert góða hluti í vetur,“ sagði Hjalti um taplausa byrjun og framhaldið.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Breiðablik Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Keflavík 106-107 | Taplausir Keflvíkingar mörðu nýliðana Nýliðar Breiðabliks tóku á móti Keflavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Deildarmeistararnir sluppu með skrekkinn og unnu dramatískan eins stigs sigur 107-106. 28. október 2021 20:49 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Keflavík 106-107 | Taplausir Keflvíkingar mörðu nýliðana Nýliðar Breiðabliks tóku á móti Keflavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Deildarmeistararnir sluppu með skrekkinn og unnu dramatískan eins stigs sigur 107-106. 28. október 2021 20:49