Sagði fullar vínflöskur af amfetamíni óvæntan vinning í skemmtun á Spáni Atli Ísleifsson skrifar 29. október 2021 11:01 Starfsmenn tollgæslu fundu metamfetamínbasann í vínflöskum í trékassa í farangri mannsins. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir tilraun til innflutnings á um rúmum einum og hálfum lítra af amfetamínbasa ætluðum til söludreifingar hér á landi. Efnið flutti maðurinn, Friðrik Hansson, með flugi frá Barcelona til Keflavíkurflugvallar í mars 2019. Í ákæru kemur fram að um hafi verið að ræða 1.560 millilítrar af vökva sem innihélt amfetamínbasa með 43 til 44 prósenta styrkleika. Tollverðir fundu fíkniefnin falin í tveimur áfengisflöskum í trékassa í farangri mannsins. Í dómnum segir að tollverðir hafi stöðvað manninn og leitað í farangri hans eftir að grunur vaknaði um að hann væri með fíkniefni meðferðis í flöskum. Við strokupróf hafi komið svörun á metamfetamín. Ennfremur segir að við rannsókn á bankareikningum ákærða hafi komið í ljós 300 þúsund króna innborgun daginn áður en hann kom til landsins. Ekki hafi fundist skýring á innborguninni. Ólíkar sögur af því hvernig flöskurnar komust í hendur hans Maðurinn gaf lögreglu mismunandi sögu af því hvernig flöskurnar komust í hans hendur á Spáni. Í fyrri skýrslutöku sagðist hann að honum hafi verið boðnar vínflöskur á heimili á Spáni. Í síðari útgáfu sagðist hann hafa unnið flöskurnar í „einhverri þraut á hverfishátíð á golfsvæði“. Sagði hann „náunga“ hafa talað hann inn á að taka flöskurnar með til Íslands og hann hafi átt að geyma þær vel. Karlmaðurinn sagðist hafa hitt mennina við hótelið sem hann hafi verið á og farið með þeim á hátíðina. Hann hafi hins vegar ekki munað hver hafi átt upptökin að því að hann tæki flöskurnar með sér og kvaðst vera viss um að hann hafi verið notaður sem burðardýr. Ótrúverðugur Í dómnum segir að framburður ákærða hafi verið ótrúverðugur. Þykir sannað, meðal annars með játningu ákærða, að hann hafi vitað af flöskunum í farangri sínum þegar hann kom til Íslands 9. mars 2019. Hann verði því sakfelldur fyrir að hafa flutt efnið til landsins með þeim hætti sem rakið er í ákæru. Maðurinn hlaut dóm í maí og því sé um að ræða hegningarauka. Hann er sömuleiðis dæmdur til greiðslu málsvarnarlauna verjenda, samtals 1,5 milljón króna, auk sakarkostnaðar. Til frádráttar tveggja ára fangelsisvistar kemur gæsluvarðhaldsvist sem ákærði sætti frá 10. til 26. mars 2019. Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Tollgæslan Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í ákæru kemur fram að um hafi verið að ræða 1.560 millilítrar af vökva sem innihélt amfetamínbasa með 43 til 44 prósenta styrkleika. Tollverðir fundu fíkniefnin falin í tveimur áfengisflöskum í trékassa í farangri mannsins. Í dómnum segir að tollverðir hafi stöðvað manninn og leitað í farangri hans eftir að grunur vaknaði um að hann væri með fíkniefni meðferðis í flöskum. Við strokupróf hafi komið svörun á metamfetamín. Ennfremur segir að við rannsókn á bankareikningum ákærða hafi komið í ljós 300 þúsund króna innborgun daginn áður en hann kom til landsins. Ekki hafi fundist skýring á innborguninni. Ólíkar sögur af því hvernig flöskurnar komust í hendur hans Maðurinn gaf lögreglu mismunandi sögu af því hvernig flöskurnar komust í hans hendur á Spáni. Í fyrri skýrslutöku sagðist hann að honum hafi verið boðnar vínflöskur á heimili á Spáni. Í síðari útgáfu sagðist hann hafa unnið flöskurnar í „einhverri þraut á hverfishátíð á golfsvæði“. Sagði hann „náunga“ hafa talað hann inn á að taka flöskurnar með til Íslands og hann hafi átt að geyma þær vel. Karlmaðurinn sagðist hafa hitt mennina við hótelið sem hann hafi verið á og farið með þeim á hátíðina. Hann hafi hins vegar ekki munað hver hafi átt upptökin að því að hann tæki flöskurnar með sér og kvaðst vera viss um að hann hafi verið notaður sem burðardýr. Ótrúverðugur Í dómnum segir að framburður ákærða hafi verið ótrúverðugur. Þykir sannað, meðal annars með játningu ákærða, að hann hafi vitað af flöskunum í farangri sínum þegar hann kom til Íslands 9. mars 2019. Hann verði því sakfelldur fyrir að hafa flutt efnið til landsins með þeim hætti sem rakið er í ákæru. Maðurinn hlaut dóm í maí og því sé um að ræða hegningarauka. Hann er sömuleiðis dæmdur til greiðslu málsvarnarlauna verjenda, samtals 1,5 milljón króna, auk sakarkostnaðar. Til frádráttar tveggja ára fangelsisvistar kemur gæsluvarðhaldsvist sem ákærði sætti frá 10. til 26. mars 2019.
Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Tollgæslan Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira