„Hún er ótrúleg manneskja og íþróttamaður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2021 12:01 Anníe Mist Þórisdóttir átti frábæra helgi í Texas. Instagram/@crossfitgames Anníe Mist Þórisdóttir fékk að sjálfsögðu mikið hrós frá öllum sem fylgdust með frábærri frammistöðu hennar á Rogue Invitational stórmótinu í Texas um helgina. Anníe Mist vann brons á heimsleikunum en þá var ekki heilt ár liðið síðan hún eignaðist dótturina Freyju Mist. Nú var Freyja Mist með henni úti þar sem Anníe gerði enn betur en á heimsleikunum og vann silfurverðlaun eftir að hafa verið í mikilli baráttu um gullið fram í lokagrein. Það var líka vel talað um íslensku goðsögnina í netútsendingunni frá Rogue Invitational. Anníe gerði mistök í lokin og síðasta greinin á mótinu var hennar slakasta en fram að því hafði hún verið stórkostleg. „Þetta endaði ekki alveg eins og hún vildi en hún er að eiga ótrúlegt ár,“ sagði Sean Woodland sem lýsti keppninni ásamt Chinu Chow. „Ég get ekki sagt þetta of oft. Sú staðreynd að hún átti barn árið 2020, snýr aftur og fer á verðlaunapall á leikunum. Hér er hún aftur að keppa við þær bestu. Hér er Anníe komin aftur á verðlaunapallinn. Hún er ótrúleg manneskja og íþróttamaður,“ sagði Pat Sherwood sem var með í útsendingunni frá mótinu. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) „Hún er að skemmta sér og öðrum í öllu því sem hún gerir. Allt sem Anníe gerir smitar út frá sér,“ sagði China Chow. „Hún er þeim stað á ferlinum þegar maður er vanur að horfa á annað CrossFit fólk og segja: Þú ert búinn núna. Miðað við það sem hún hefur gert á þessu ári þá er þetta eins og önnur byrjun fyrir hana,“ sagði Woodland. „Hún er bara að verða betri og betri,“ skaut Chow inn í. „Á góðum degi þá á ég í erfiðleikum með að brosa. Anníe Þórisdóttir brosir þrátt fyrir að hún sé á sama tíma að þjást á keppnisgólfinu. Hvernig fer hún að þessu,“ spurði Sherwood. Í útsendingunni, sem má sjá alla hér fyrir neðan, mátti líka sjá það þegar Freyja Mist var hrókur alls fagnaðar í kringum hina keppendurna á mótinu. Útsendingin byrjar þegar Anníe stígur upp á verðlaunapallinn. CrossFit Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Sjá meira
Anníe Mist vann brons á heimsleikunum en þá var ekki heilt ár liðið síðan hún eignaðist dótturina Freyju Mist. Nú var Freyja Mist með henni úti þar sem Anníe gerði enn betur en á heimsleikunum og vann silfurverðlaun eftir að hafa verið í mikilli baráttu um gullið fram í lokagrein. Það var líka vel talað um íslensku goðsögnina í netútsendingunni frá Rogue Invitational. Anníe gerði mistök í lokin og síðasta greinin á mótinu var hennar slakasta en fram að því hafði hún verið stórkostleg. „Þetta endaði ekki alveg eins og hún vildi en hún er að eiga ótrúlegt ár,“ sagði Sean Woodland sem lýsti keppninni ásamt Chinu Chow. „Ég get ekki sagt þetta of oft. Sú staðreynd að hún átti barn árið 2020, snýr aftur og fer á verðlaunapall á leikunum. Hér er hún aftur að keppa við þær bestu. Hér er Anníe komin aftur á verðlaunapallinn. Hún er ótrúleg manneskja og íþróttamaður,“ sagði Pat Sherwood sem var með í útsendingunni frá mótinu. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) „Hún er að skemmta sér og öðrum í öllu því sem hún gerir. Allt sem Anníe gerir smitar út frá sér,“ sagði China Chow. „Hún er þeim stað á ferlinum þegar maður er vanur að horfa á annað CrossFit fólk og segja: Þú ert búinn núna. Miðað við það sem hún hefur gert á þessu ári þá er þetta eins og önnur byrjun fyrir hana,“ sagði Woodland. „Hún er bara að verða betri og betri,“ skaut Chow inn í. „Á góðum degi þá á ég í erfiðleikum með að brosa. Anníe Þórisdóttir brosir þrátt fyrir að hún sé á sama tíma að þjást á keppnisgólfinu. Hvernig fer hún að þessu,“ spurði Sherwood. Í útsendingunni, sem má sjá alla hér fyrir neðan, mátti líka sjá það þegar Freyja Mist var hrókur alls fagnaðar í kringum hina keppendurna á mótinu. Útsendingin byrjar þegar Anníe stígur upp á verðlaunapallinn.
CrossFit Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Sjá meira