Baskin-hjónin stefna Netflix vegna Tiger King 2 Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2021 07:48 Hjónin Carole og Howard Baskin eru ekki ánægð með Netflix og framleiðsluna á nýrri þáttaröð af Tiger King. Getty Carole Baskin, erkióvinur tígrisdýraræktandans Joe Exotic, hefur kært streymisveituna Netflix vegna þess sem hún vill meina að sé stórfellt brot á samningum sem varða notkun á myndefni af henni og eiginmanni hennar í stiklu annarrar þáttaraðar Tiger King sem frumsýnd verður síðar í mánuðinum. Bandarískir fjölmiðlar segja að Baskin hafi leitað til dómstóla í Tampa í Flórída vegna málsins. Baskin, sem sjálf er eigandi dýraathvarfs í Flórída, og eiginmaður hennar, Howard Baskin, hafa sakað Royal Goode Productions og Netflix um brotin. Vilja þau meina að þau hafi einungis heimilað notkun á myndefni í fyrstu þáttaröðinni – þáttaraðar sem hún hefur lýst sem „sorpi“. Baskin-hjónin hafa farið fram á að öllu myndefni þar sem Baskin-hjónin sjást verði klippt út úr annarri þáttaröðinni. Í stefnunni segir einnig að hjónin telji fyrstu þáttaröðina hafa verið misvísandi, að ósanngjörn mynd hafi verið dregin upp af dýraathvarfi Baskins, Big Cat Rescue, þar sem þau eru sökuð um dýraníð. Þá sé Carole Baskin einnig mjög ósátt hvernig hún sé bendluð við hvarfið á fyrrverandi eiginmanni sínum árið 1997. Baskin varð heimsfræg eftir að þættirnir Tiger King á Netflix fóru sem eldur í sinu um heiminn á síðasta ári. Þættirnir fjölluðu að mestu um deildur Baskin og Joe Exotic, en hann afplánar nú fangelsisdóm fyrir að hafa greitt manni fyrir að myrða Baskin og sömuleiðis dýraníð. Önnur þáttaröð Tiger King verður frumsýnd 17. nóvember næstkomandi. Bandaríkin Netflix Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Önnur þáttaröð Tiger King frumsýnd í nóvember Netflix birtu stiklu úr nýrri þáttaröð Tiger King fyrr í dag. Serían er númer tvö í röðinni en sú fyrsta naut gríðarlegra vinsælda um allan heim. Til stendur að frumsýna þáttaröðina þann 17. nóvember næstkomandi. 27. október 2021 17:53 Tiger King-stjarna látin Hinn bandaríski Erik Cowie, sem þekktastur er fyrir að hafa birst í þáttunum Tiger King, er látinn, 53 ára að aldri. 8. september 2021 07:59 Joe Exotic segist búa sig undir dauðann vegna krabbameins Dýrahirðirinn og dæmdi glæpamaðurinn Joe Exotic segist ekki hafa fengið neina læknisþjónustu svo mánuðum skipti og nú sé hann að búa sig undir dauðann. Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa skipulagt morðtilraun á helsta óvini sínum. 9. ágúst 2021 16:26 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar segja að Baskin hafi leitað til dómstóla í Tampa í Flórída vegna málsins. Baskin, sem sjálf er eigandi dýraathvarfs í Flórída, og eiginmaður hennar, Howard Baskin, hafa sakað Royal Goode Productions og Netflix um brotin. Vilja þau meina að þau hafi einungis heimilað notkun á myndefni í fyrstu þáttaröðinni – þáttaraðar sem hún hefur lýst sem „sorpi“. Baskin-hjónin hafa farið fram á að öllu myndefni þar sem Baskin-hjónin sjást verði klippt út úr annarri þáttaröðinni. Í stefnunni segir einnig að hjónin telji fyrstu þáttaröðina hafa verið misvísandi, að ósanngjörn mynd hafi verið dregin upp af dýraathvarfi Baskins, Big Cat Rescue, þar sem þau eru sökuð um dýraníð. Þá sé Carole Baskin einnig mjög ósátt hvernig hún sé bendluð við hvarfið á fyrrverandi eiginmanni sínum árið 1997. Baskin varð heimsfræg eftir að þættirnir Tiger King á Netflix fóru sem eldur í sinu um heiminn á síðasta ári. Þættirnir fjölluðu að mestu um deildur Baskin og Joe Exotic, en hann afplánar nú fangelsisdóm fyrir að hafa greitt manni fyrir að myrða Baskin og sömuleiðis dýraníð. Önnur þáttaröð Tiger King verður frumsýnd 17. nóvember næstkomandi.
Bandaríkin Netflix Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Önnur þáttaröð Tiger King frumsýnd í nóvember Netflix birtu stiklu úr nýrri þáttaröð Tiger King fyrr í dag. Serían er númer tvö í röðinni en sú fyrsta naut gríðarlegra vinsælda um allan heim. Til stendur að frumsýna þáttaröðina þann 17. nóvember næstkomandi. 27. október 2021 17:53 Tiger King-stjarna látin Hinn bandaríski Erik Cowie, sem þekktastur er fyrir að hafa birst í þáttunum Tiger King, er látinn, 53 ára að aldri. 8. september 2021 07:59 Joe Exotic segist búa sig undir dauðann vegna krabbameins Dýrahirðirinn og dæmdi glæpamaðurinn Joe Exotic segist ekki hafa fengið neina læknisþjónustu svo mánuðum skipti og nú sé hann að búa sig undir dauðann. Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa skipulagt morðtilraun á helsta óvini sínum. 9. ágúst 2021 16:26 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Önnur þáttaröð Tiger King frumsýnd í nóvember Netflix birtu stiklu úr nýrri þáttaröð Tiger King fyrr í dag. Serían er númer tvö í röðinni en sú fyrsta naut gríðarlegra vinsælda um allan heim. Til stendur að frumsýna þáttaröðina þann 17. nóvember næstkomandi. 27. október 2021 17:53
Tiger King-stjarna látin Hinn bandaríski Erik Cowie, sem þekktastur er fyrir að hafa birst í þáttunum Tiger King, er látinn, 53 ára að aldri. 8. september 2021 07:59
Joe Exotic segist búa sig undir dauðann vegna krabbameins Dýrahirðirinn og dæmdi glæpamaðurinn Joe Exotic segist ekki hafa fengið neina læknisþjónustu svo mánuðum skipti og nú sé hann að búa sig undir dauðann. Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa skipulagt morðtilraun á helsta óvini sínum. 9. ágúst 2021 16:26