Héraðsdómur hafnaði nauðasamningi Gray Line Eiður Þór Árnason skrifar 3. nóvember 2021 12:08 Þórir Garðarsson er framkvæmdastjóri Gray Line Stöð 2/ Egill Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun að staðfesta nauðasamning Allrahanda GL ehf. sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line. Félagið hyggst áfrýja niðurstöðunni til Landsréttar en það hefur verið í greiðsluskjóli frá því á seinasta ári. „Auðvitað er þessi niðurstaða vonbrigði en í raun og veru getur maður ekki annað sagt en að þetta er rétt hjá dómaranum, það hefði mátt gera þennan samning betur og við munum bara bæta úr því,“ segir Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray Line á Íslandi, í samtali við fréttastofu. Félagið hyggist greiða umræddar kröfur. Niðurstaðan hafi ekki mikil áhrif á áætlanir félagsins Ellefu félög mótmæltu nauðasamningnum en þeirra á meðal voru Laugarvatn Fontana, N1, Isavia og samkeppnisaðilarnir Hópbílar, Airport Direct og Reykjavík Sightseeing. Þórir segir að héraðsdómur hafi ekki tekið undir málaleitan fyrirtækjanna en talið að samningur um breytt fyrirkomulag á sölu og markaðsmálum Gray Line væri haldinn ágöllum sem gæti skert rétt kröfuhafa. Taldi dómari því rétt að hafna staðfestingu nauðasamningsfrumvarpsins en féllst í öllum atriðum á túlkun félagsins um meðferð krafna á hendur því. Hyggst rekstrarfélag Gray Line áfrýja málinu til Landsréttar og bæta úr þeim ágöllum sem héraðsdómur bendir á í viðkomandi samningum milli félaganna. „Þetta er ekki stórmál í okkar augum og það er betra að fá svona ábendingu í héraðsdómi en í Landsrétti,“ segir Þórir. Félagið verður áfram í greiðsluskjóli þar til dómur fellur í Landsrétti og starfsemi með óbreyttum hætti þar til endanleg niðurstaða liggur fyrir. Heimild þess til fjárhagslegrar endurskipulagningar rann út í júní síðastliðnum og var þá lagt fram frumvarp að nauðasamningi. Vilja endurreisa félagið á næstu þremur árum Í greinargerð með frumvarpinu segjast stjórnendur stefna á að endurreisa félagið á næstu þremur árum og efna nauðasamninginn á því tímabili. Atli Björn Þorbjörnsson, lögmaður er skipaður umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum. Fram kom í tilkynningu frá félaginu í júní að það hafi verið eitt það fyrsta í ferðaþjónustunni til að óska eftir fjárhagslegri endurskipulagningu eftir að faraldurinn skall á og að tekjur þess hafi fallið um 97 prósent nánast á einum degi. Auk endurskipulagningar nýtti félagið sér styrki til greiðslu launa á uppsagnarfresti og svokallaða hlutabótaleið. Í tilkynningu félagsins sagði að án þeirra aðgerða hefði félagið að öllum líkindum orðið gjaldþrota sumarið 2020. Fréttin hefur verið uppfærð. Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Tengdar fréttir Gray Line áætlar endurreisn Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line áætlar endurreisn á næstu þremur árum. Heimild félagsins til fjárhagslegrar endurskipulagningar rennur út á morgun en félagið hefur lagt fram frumvarp að nauðasamningi. 24. júní 2021 13:37 Gray Line óskar eftir greiðsluskjóli Rekstraraðili Gray Line á Íslandi, ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda GL ehf, hefur óskað eftir greiðsluskjóli þar til að ferðamenn fara að láta sjá sig aftur. 26. júní 2020 15:29 Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
„Auðvitað er þessi niðurstaða vonbrigði en í raun og veru getur maður ekki annað sagt en að þetta er rétt hjá dómaranum, það hefði mátt gera þennan samning betur og við munum bara bæta úr því,“ segir Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray Line á Íslandi, í samtali við fréttastofu. Félagið hyggist greiða umræddar kröfur. Niðurstaðan hafi ekki mikil áhrif á áætlanir félagsins Ellefu félög mótmæltu nauðasamningnum en þeirra á meðal voru Laugarvatn Fontana, N1, Isavia og samkeppnisaðilarnir Hópbílar, Airport Direct og Reykjavík Sightseeing. Þórir segir að héraðsdómur hafi ekki tekið undir málaleitan fyrirtækjanna en talið að samningur um breytt fyrirkomulag á sölu og markaðsmálum Gray Line væri haldinn ágöllum sem gæti skert rétt kröfuhafa. Taldi dómari því rétt að hafna staðfestingu nauðasamningsfrumvarpsins en féllst í öllum atriðum á túlkun félagsins um meðferð krafna á hendur því. Hyggst rekstrarfélag Gray Line áfrýja málinu til Landsréttar og bæta úr þeim ágöllum sem héraðsdómur bendir á í viðkomandi samningum milli félaganna. „Þetta er ekki stórmál í okkar augum og það er betra að fá svona ábendingu í héraðsdómi en í Landsrétti,“ segir Þórir. Félagið verður áfram í greiðsluskjóli þar til dómur fellur í Landsrétti og starfsemi með óbreyttum hætti þar til endanleg niðurstaða liggur fyrir. Heimild þess til fjárhagslegrar endurskipulagningar rann út í júní síðastliðnum og var þá lagt fram frumvarp að nauðasamningi. Vilja endurreisa félagið á næstu þremur árum Í greinargerð með frumvarpinu segjast stjórnendur stefna á að endurreisa félagið á næstu þremur árum og efna nauðasamninginn á því tímabili. Atli Björn Þorbjörnsson, lögmaður er skipaður umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum. Fram kom í tilkynningu frá félaginu í júní að það hafi verið eitt það fyrsta í ferðaþjónustunni til að óska eftir fjárhagslegri endurskipulagningu eftir að faraldurinn skall á og að tekjur þess hafi fallið um 97 prósent nánast á einum degi. Auk endurskipulagningar nýtti félagið sér styrki til greiðslu launa á uppsagnarfresti og svokallaða hlutabótaleið. Í tilkynningu félagsins sagði að án þeirra aðgerða hefði félagið að öllum líkindum orðið gjaldþrota sumarið 2020. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Tengdar fréttir Gray Line áætlar endurreisn Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line áætlar endurreisn á næstu þremur árum. Heimild félagsins til fjárhagslegrar endurskipulagningar rennur út á morgun en félagið hefur lagt fram frumvarp að nauðasamningi. 24. júní 2021 13:37 Gray Line óskar eftir greiðsluskjóli Rekstraraðili Gray Line á Íslandi, ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda GL ehf, hefur óskað eftir greiðsluskjóli þar til að ferðamenn fara að láta sjá sig aftur. 26. júní 2020 15:29 Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Gray Line áætlar endurreisn Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line áætlar endurreisn á næstu þremur árum. Heimild félagsins til fjárhagslegrar endurskipulagningar rennur út á morgun en félagið hefur lagt fram frumvarp að nauðasamningi. 24. júní 2021 13:37
Gray Line óskar eftir greiðsluskjóli Rekstraraðili Gray Line á Íslandi, ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda GL ehf, hefur óskað eftir greiðsluskjóli þar til að ferðamenn fara að láta sjá sig aftur. 26. júní 2020 15:29