Ótrúleg tölfræði Ronaldo: Man Utd væri með tvö stig án hans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. nóvember 2021 19:00 Cristiano Ronaldo elskar að spila í Meistaradeild Evrópu. Chloe Knott/Getty Images Það má segja margt um Cristiando Ronaldo en eitt er víst, hann skorar mörk. Þá sérstaklega í Meistaradeild Evrópu. Án marka hans væri Manchester United með aðeins tvö stig að loknum fjórum umferðum. Mörk hans til þessa í keppninni má sjá neðst í fréttinni. Það varð uppi fótur og fit þegar Portúgalinn Cristiano Ronaldo samdi við Manchester United á nýjan leik nú undir lok sumars. Mikið hefur verið rætt um ágæti Ronaldo síðan hann gekk aftur í raðir Man United. it's official 7 @Cristiano#MUFC | #RonaldoReturns— Manchester United (@ManUtd) September 2, 2021 Þessi 36 ára gamli leikmaður er af sumum talinn dragbítur þar sem hann hleypur ekki nóg, pressar ekki nægilega mikið og þar fram eftir götunum. Það má hins vegar alltaf bóka eitt, Ronaldo skorar mörk. Þá sérstaklega í Meistaradeildinni, keppni sem hann hefur unnið fimm sinnum á annars ótrúlegum ferli. Ronaldo var enn á ný bjargvættur Man United er liðið gerði 2-2 jafntefli við Atalanta í Bergamo á Ítalíu í gærkvöld. Var hann einnig bjargvættur liðsins er Man Utd kom til baka eftir að hafa lent 0-2 undir á Old Trafford. Það kemur því ekki á óvart að þjálfari Atalanta sem og leikmenn liðsins virðast alveg komnir með upp í kok af Ronaldo og markaskorun hans. Or bloody Ronaldo. https://t.co/MQeTHdRZOV— Marten de Roon (@Dirono) November 3, 2021 Ef ekki væri fyrir mörk hans í keppninni væru lærisveinar Ole Gunnar Solskjær með aðeins tvö stig í F-riðli að loknum fjórum leikjum. Kominn með fimm mörk í fjórum leikjum Ronaldo kom Manchester United yfir er liðið heimsótti Young Boys í Sviss. Staðan var 1-1 er hann var tekinn af velli á 72. mínútu en heimamenn skoruðu sigurmarkið er fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Í næstu umferð kom Villareal á Old Trafford. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust gestirnir yfir á 53. mínútu en vinstri bakvörðurinn Alex Telles jafnaði metin sjö mínútum síðar. Aftur kom sigurmark á 95. mínútu leiksins, að þessu sinni sá Ronaldo til að sínir menn enduðu með stigin þrjú. Ronaldo reif sig úr að ofan eftir að hafa skorað sigurmarkið gegn Villareal.EPA-EFE/Peter Powell Í næsta leik var komið að Atalanta að heimsækja Old Trafford. Gestirnir komust yfir og gott betur en það, þeir voru 2-0 yfir í hálfleik. Marcus Rashford minnkaði muninn, Harry Maguire jafnaði metin og hver annar en Ronaldo skoraði sigurmark heimamanna þegar níu mínútur voru til leiksloka. Í gær var komið að síðari leiknum gegn Atalanta, að þessu sinni á Ítalíu. Atalanta komst yfir snemma leiks en Ronaldo jafnaði eftir frábæran undirbúning Mason Greenwood og Bruno Fernandes undir lok fyrri hálfleiks, staðan 1-1 í hálfleik. Duván Zapata kom heimamönnum yfir á nýjan leik í síðari hálfleik en þegar komið var eina mínútu fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Ronaldo glæsilegt mark og tryggði Man Utd stig sem og toppsæti riðilsins. Ronaldo í þann mund að tryggja Man Utd stig í Bergamo.Emilio Andreoli/Getty Images Þökk sé Ronaldo er Man Utd því á toppi F-riðils með 7 stig að loknum fjórum umferðum. Villareal – sem Man Utd mætir í næstu umferð á útivelli – er einnig með sjö stig, Atalanta er með fimm stig og Young Boys er á botninum með þrjú stig. Það er ljóst að ef Man Utd kemst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þá á liðið mörkum Cristiano Ronaldo það að þakka. Mörkin til þessa má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Magnaður Ronaldo Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Sjá meira
Það varð uppi fótur og fit þegar Portúgalinn Cristiano Ronaldo samdi við Manchester United á nýjan leik nú undir lok sumars. Mikið hefur verið rætt um ágæti Ronaldo síðan hann gekk aftur í raðir Man United. it's official 7 @Cristiano#MUFC | #RonaldoReturns— Manchester United (@ManUtd) September 2, 2021 Þessi 36 ára gamli leikmaður er af sumum talinn dragbítur þar sem hann hleypur ekki nóg, pressar ekki nægilega mikið og þar fram eftir götunum. Það má hins vegar alltaf bóka eitt, Ronaldo skorar mörk. Þá sérstaklega í Meistaradeildinni, keppni sem hann hefur unnið fimm sinnum á annars ótrúlegum ferli. Ronaldo var enn á ný bjargvættur Man United er liðið gerði 2-2 jafntefli við Atalanta í Bergamo á Ítalíu í gærkvöld. Var hann einnig bjargvættur liðsins er Man Utd kom til baka eftir að hafa lent 0-2 undir á Old Trafford. Það kemur því ekki á óvart að þjálfari Atalanta sem og leikmenn liðsins virðast alveg komnir með upp í kok af Ronaldo og markaskorun hans. Or bloody Ronaldo. https://t.co/MQeTHdRZOV— Marten de Roon (@Dirono) November 3, 2021 Ef ekki væri fyrir mörk hans í keppninni væru lærisveinar Ole Gunnar Solskjær með aðeins tvö stig í F-riðli að loknum fjórum leikjum. Kominn með fimm mörk í fjórum leikjum Ronaldo kom Manchester United yfir er liðið heimsótti Young Boys í Sviss. Staðan var 1-1 er hann var tekinn af velli á 72. mínútu en heimamenn skoruðu sigurmarkið er fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Í næstu umferð kom Villareal á Old Trafford. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust gestirnir yfir á 53. mínútu en vinstri bakvörðurinn Alex Telles jafnaði metin sjö mínútum síðar. Aftur kom sigurmark á 95. mínútu leiksins, að þessu sinni sá Ronaldo til að sínir menn enduðu með stigin þrjú. Ronaldo reif sig úr að ofan eftir að hafa skorað sigurmarkið gegn Villareal.EPA-EFE/Peter Powell Í næsta leik var komið að Atalanta að heimsækja Old Trafford. Gestirnir komust yfir og gott betur en það, þeir voru 2-0 yfir í hálfleik. Marcus Rashford minnkaði muninn, Harry Maguire jafnaði metin og hver annar en Ronaldo skoraði sigurmark heimamanna þegar níu mínútur voru til leiksloka. Í gær var komið að síðari leiknum gegn Atalanta, að þessu sinni á Ítalíu. Atalanta komst yfir snemma leiks en Ronaldo jafnaði eftir frábæran undirbúning Mason Greenwood og Bruno Fernandes undir lok fyrri hálfleiks, staðan 1-1 í hálfleik. Duván Zapata kom heimamönnum yfir á nýjan leik í síðari hálfleik en þegar komið var eina mínútu fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Ronaldo glæsilegt mark og tryggði Man Utd stig sem og toppsæti riðilsins. Ronaldo í þann mund að tryggja Man Utd stig í Bergamo.Emilio Andreoli/Getty Images Þökk sé Ronaldo er Man Utd því á toppi F-riðils með 7 stig að loknum fjórum umferðum. Villareal – sem Man Utd mætir í næstu umferð á útivelli – er einnig með sjö stig, Atalanta er með fimm stig og Young Boys er á botninum með þrjú stig. Það er ljóst að ef Man Utd kemst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þá á liðið mörkum Cristiano Ronaldo það að þakka. Mörkin til þessa má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Magnaður Ronaldo Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn