Erfiðasta afbrigðið til þessa Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. nóvember 2021 11:59 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm 144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en ekki hafa fleiri greinst í þrjá mánuði. Sóttvarnalæknir hefur þungar áhyggjur af stöðunni og íhugar leiðir til að bregðast við. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 104, eða um 72 prósent, utan sóttkvíar við greiningu. Samkvæmt Covid.is eru sautján á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og fimm á gjörgæslu, eins og í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mörg smitanna mega rekja til skemmtanahalds um síðustu helgi, auk þess sem stór hópsýking er komin upp á Akranesi. „Og við erum greinilega með smit í öðrum hópum sem tengjast skemmtanalífi og tónlistarlífi, þannig að veiran er bara mjög víða og það þarf lítið til. Og enn og aftur erum við að sjá fólk með einkenni sem er að mæta og fara í hópa.“ Ákall frá Rúmenum Ákveðið var í morgun að halda aðgerðum á landamærum óbreyttum til 15. janúar. Um aðgerðir innanlands segir Þórólfur að sér fyndist óskynsamlegt að aflétta öllu 18. nóvember og bendir í því samhengi á stöðuna erlendis. „Mikil uppsveifla í Danmörku og Danir eru að íhuga að koma með takmarkanir aftur. Uppsveifla í Noregi. Það er ákall frá Rúmenum, þeir eru að senda gjörgæslusjúklinga milli landa af því þeir hafa ekki pláss fyrir þá sjálfir. Við viljum ekki lenda í því þannig við þurfum að grípa í taumana áður en allt fer í strand.“ Erfiðasta afbrigðið til þessa Hann bendir á að hægt sé að kveða þessa stærstu bylgju faraldursins til þessa niður eins og gert var í sumar. „Þetta er mest smitandi afbrigði veirunnar sem við höfum haft og veldur verstum veikindum þannig að við erum akkúrat í þeim leik. Ef við hefðum ekki haft þessa útbreiddu bólusetningu þá værum við í enn verri stöðu.“ Kæmi til greina af þinni hálfu að leggja til hertar aðgerðir innanlands? „Ég held það þurfi allir að hugsa það hvað þurfi að gera til að stoppa þetta. Og við vitum hvað þarf til. Og við þurfum að taka höndum saman og hugsa það mjög vel og það er það sem ég hef verið að ræða við stjórnvöld,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20 Ástand á Akranesi: Fimmtíu greindust og skólum lokað Alls greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær. Þetta kemur fram í Lögreglunni á Vesturlandi greinir frá. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. 4. nóvember 2021 10:51 Sjúkrahúsið á Akureyri komið á hættustig Sjúkrahúsið á Akureyri hefur verið fært af óvissustigi og upp á hættustig. Covid-sjúklingur liggur nú inni á gjörgæslu í öndunarvél vegna veikinnar. Mikið álag er á sjúkrahúsinu en enn hefur innlögn sjúklingsins ekki haft áhrif á aðra starfsemi spítalans. 3. nóvember 2021 16:57 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 104, eða um 72 prósent, utan sóttkvíar við greiningu. Samkvæmt Covid.is eru sautján á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og fimm á gjörgæslu, eins og í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mörg smitanna mega rekja til skemmtanahalds um síðustu helgi, auk þess sem stór hópsýking er komin upp á Akranesi. „Og við erum greinilega með smit í öðrum hópum sem tengjast skemmtanalífi og tónlistarlífi, þannig að veiran er bara mjög víða og það þarf lítið til. Og enn og aftur erum við að sjá fólk með einkenni sem er að mæta og fara í hópa.“ Ákall frá Rúmenum Ákveðið var í morgun að halda aðgerðum á landamærum óbreyttum til 15. janúar. Um aðgerðir innanlands segir Þórólfur að sér fyndist óskynsamlegt að aflétta öllu 18. nóvember og bendir í því samhengi á stöðuna erlendis. „Mikil uppsveifla í Danmörku og Danir eru að íhuga að koma með takmarkanir aftur. Uppsveifla í Noregi. Það er ákall frá Rúmenum, þeir eru að senda gjörgæslusjúklinga milli landa af því þeir hafa ekki pláss fyrir þá sjálfir. Við viljum ekki lenda í því þannig við þurfum að grípa í taumana áður en allt fer í strand.“ Erfiðasta afbrigðið til þessa Hann bendir á að hægt sé að kveða þessa stærstu bylgju faraldursins til þessa niður eins og gert var í sumar. „Þetta er mest smitandi afbrigði veirunnar sem við höfum haft og veldur verstum veikindum þannig að við erum akkúrat í þeim leik. Ef við hefðum ekki haft þessa útbreiddu bólusetningu þá værum við í enn verri stöðu.“ Kæmi til greina af þinni hálfu að leggja til hertar aðgerðir innanlands? „Ég held það þurfi allir að hugsa það hvað þurfi að gera til að stoppa þetta. Og við vitum hvað þarf til. Og við þurfum að taka höndum saman og hugsa það mjög vel og það er það sem ég hef verið að ræða við stjórnvöld,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20 Ástand á Akranesi: Fimmtíu greindust og skólum lokað Alls greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær. Þetta kemur fram í Lögreglunni á Vesturlandi greinir frá. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. 4. nóvember 2021 10:51 Sjúkrahúsið á Akureyri komið á hættustig Sjúkrahúsið á Akureyri hefur verið fært af óvissustigi og upp á hættustig. Covid-sjúklingur liggur nú inni á gjörgæslu í öndunarvél vegna veikinnar. Mikið álag er á sjúkrahúsinu en enn hefur innlögn sjúklingsins ekki haft áhrif á aðra starfsemi spítalans. 3. nóvember 2021 16:57 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20
Ástand á Akranesi: Fimmtíu greindust og skólum lokað Alls greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær. Þetta kemur fram í Lögreglunni á Vesturlandi greinir frá. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. 4. nóvember 2021 10:51
Sjúkrahúsið á Akureyri komið á hættustig Sjúkrahúsið á Akureyri hefur verið fært af óvissustigi og upp á hættustig. Covid-sjúklingur liggur nú inni á gjörgæslu í öndunarvél vegna veikinnar. Mikið álag er á sjúkrahúsinu en enn hefur innlögn sjúklingsins ekki haft áhrif á aðra starfsemi spítalans. 3. nóvember 2021 16:57