Bændur munu taka DNA sýni úr öllum kvígum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. nóvember 2021 20:16 Frá næstu áramótum þurfa kúabændur að taka DNA sýni úr öllum sínum kvígum. Í dag eru um 25 þúsund mjólkurkýr á Íslandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kúabændur munu þurfa að taka DNA sýni úr öllum kvígum frá næstu áramótum vegna erfðamengisúrvals í nautgriparækt. Tilgangur verkefnisins er að fá betri mjólkurkýr fyrr í fjósin hjá bændum. Í dag eru um fimm hundruð kúabú í landinu og hefur þeim fækkað mikið síðustu ár. Um 25 þúsund mjólkurkýr eru í landinu, sem er lítill stofn miðað við marga aðra stofna í nágrannalöndum okkar og kúabúin eru ekki nema rétt um fimm hundruð, enda hefur þeim fækkað mjög mikið á undanförnum árum en framleiðslan hefur hins vegar staðið í stað eða aukist. Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins fer fyrir verkefninu. „Þetta snýst um það að taka upp erfðamengisúrval í íslenskri nautgriparækt, sem fer þannig fram að við tökum sýni úr gripunum. Það er svo greint og þar með er hægt að segja til um gæði gripanna strax frá fæðingu. Þetta er mjög magnað og þýðir í rauninni að við getum hætt að afkvæmaprófa nautin og tekið þau strax í notkun, sem reynd naut, sem þýðir að ættleiðarbilið styttist umtalsvert,“ segir Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur í nautgriparækt hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins. Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur í nautgriparækt, sem bindur miklar vonir við DNA sýna verkefnið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmundur segir að sýnin fari í arfgerðargreiningar í Danmörku og eftir það verður hægt að segja til um gæði gripanna strax frá fæðingu. Með nýja verkefninu er verið að stíga stórt skref fram á við í markvissum kynbótum í nautgriparækt. „Þetta breytir því að við getum valið gripina með meira öryggi en áður og það hraðar erfðaframförum mjög mikið. Sýnatakan er mjög einföld því bændur þurfa í rauninni bara að klippa vefjasýni úr eyranu og í framtíðinni er hugmyndin sú að við tökum sýni úr öllum kvígum, sem fæðast og það verður þá gert af bændum um leið og merkið er sett í eyrað. Ég hef miklar væntingar til þess að þetta verði bæði til mikillar framfara og auki áhuga á geri greinina skemmtilegri heldur en ella,“ segir Guðmundur enn fremur. Landbúnaður Flóahreppur Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir „Heiðarlegt og heilbrigt“ að auglýsa embættið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Um 25 þúsund mjólkurkýr eru í landinu, sem er lítill stofn miðað við marga aðra stofna í nágrannalöndum okkar og kúabúin eru ekki nema rétt um fimm hundruð, enda hefur þeim fækkað mjög mikið á undanförnum árum en framleiðslan hefur hins vegar staðið í stað eða aukist. Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins fer fyrir verkefninu. „Þetta snýst um það að taka upp erfðamengisúrval í íslenskri nautgriparækt, sem fer þannig fram að við tökum sýni úr gripunum. Það er svo greint og þar með er hægt að segja til um gæði gripanna strax frá fæðingu. Þetta er mjög magnað og þýðir í rauninni að við getum hætt að afkvæmaprófa nautin og tekið þau strax í notkun, sem reynd naut, sem þýðir að ættleiðarbilið styttist umtalsvert,“ segir Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur í nautgriparækt hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins. Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur í nautgriparækt, sem bindur miklar vonir við DNA sýna verkefnið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmundur segir að sýnin fari í arfgerðargreiningar í Danmörku og eftir það verður hægt að segja til um gæði gripanna strax frá fæðingu. Með nýja verkefninu er verið að stíga stórt skref fram á við í markvissum kynbótum í nautgriparækt. „Þetta breytir því að við getum valið gripina með meira öryggi en áður og það hraðar erfðaframförum mjög mikið. Sýnatakan er mjög einföld því bændur þurfa í rauninni bara að klippa vefjasýni úr eyranu og í framtíðinni er hugmyndin sú að við tökum sýni úr öllum kvígum, sem fæðast og það verður þá gert af bændum um leið og merkið er sett í eyrað. Ég hef miklar væntingar til þess að þetta verði bæði til mikillar framfara og auki áhuga á geri greinina skemmtilegri heldur en ella,“ segir Guðmundur enn fremur.
Landbúnaður Flóahreppur Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir „Heiðarlegt og heilbrigt“ að auglýsa embættið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Sjá meira