Bændur munu taka DNA sýni úr öllum kvígum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. nóvember 2021 20:16 Frá næstu áramótum þurfa kúabændur að taka DNA sýni úr öllum sínum kvígum. Í dag eru um 25 þúsund mjólkurkýr á Íslandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kúabændur munu þurfa að taka DNA sýni úr öllum kvígum frá næstu áramótum vegna erfðamengisúrvals í nautgriparækt. Tilgangur verkefnisins er að fá betri mjólkurkýr fyrr í fjósin hjá bændum. Í dag eru um fimm hundruð kúabú í landinu og hefur þeim fækkað mikið síðustu ár. Um 25 þúsund mjólkurkýr eru í landinu, sem er lítill stofn miðað við marga aðra stofna í nágrannalöndum okkar og kúabúin eru ekki nema rétt um fimm hundruð, enda hefur þeim fækkað mjög mikið á undanförnum árum en framleiðslan hefur hins vegar staðið í stað eða aukist. Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins fer fyrir verkefninu. „Þetta snýst um það að taka upp erfðamengisúrval í íslenskri nautgriparækt, sem fer þannig fram að við tökum sýni úr gripunum. Það er svo greint og þar með er hægt að segja til um gæði gripanna strax frá fæðingu. Þetta er mjög magnað og þýðir í rauninni að við getum hætt að afkvæmaprófa nautin og tekið þau strax í notkun, sem reynd naut, sem þýðir að ættleiðarbilið styttist umtalsvert,“ segir Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur í nautgriparækt hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins. Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur í nautgriparækt, sem bindur miklar vonir við DNA sýna verkefnið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmundur segir að sýnin fari í arfgerðargreiningar í Danmörku og eftir það verður hægt að segja til um gæði gripanna strax frá fæðingu. Með nýja verkefninu er verið að stíga stórt skref fram á við í markvissum kynbótum í nautgriparækt. „Þetta breytir því að við getum valið gripina með meira öryggi en áður og það hraðar erfðaframförum mjög mikið. Sýnatakan er mjög einföld því bændur þurfa í rauninni bara að klippa vefjasýni úr eyranu og í framtíðinni er hugmyndin sú að við tökum sýni úr öllum kvígum, sem fæðast og það verður þá gert af bændum um leið og merkið er sett í eyrað. Ég hef miklar væntingar til þess að þetta verði bæði til mikillar framfara og auki áhuga á geri greinina skemmtilegri heldur en ella,“ segir Guðmundur enn fremur. Landbúnaður Flóahreppur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Um 25 þúsund mjólkurkýr eru í landinu, sem er lítill stofn miðað við marga aðra stofna í nágrannalöndum okkar og kúabúin eru ekki nema rétt um fimm hundruð, enda hefur þeim fækkað mjög mikið á undanförnum árum en framleiðslan hefur hins vegar staðið í stað eða aukist. Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins fer fyrir verkefninu. „Þetta snýst um það að taka upp erfðamengisúrval í íslenskri nautgriparækt, sem fer þannig fram að við tökum sýni úr gripunum. Það er svo greint og þar með er hægt að segja til um gæði gripanna strax frá fæðingu. Þetta er mjög magnað og þýðir í rauninni að við getum hætt að afkvæmaprófa nautin og tekið þau strax í notkun, sem reynd naut, sem þýðir að ættleiðarbilið styttist umtalsvert,“ segir Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur í nautgriparækt hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins. Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur í nautgriparækt, sem bindur miklar vonir við DNA sýna verkefnið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmundur segir að sýnin fari í arfgerðargreiningar í Danmörku og eftir það verður hægt að segja til um gæði gripanna strax frá fæðingu. Með nýja verkefninu er verið að stíga stórt skref fram á við í markvissum kynbótum í nautgriparækt. „Þetta breytir því að við getum valið gripina með meira öryggi en áður og það hraðar erfðaframförum mjög mikið. Sýnatakan er mjög einföld því bændur þurfa í rauninni bara að klippa vefjasýni úr eyranu og í framtíðinni er hugmyndin sú að við tökum sýni úr öllum kvígum, sem fæðast og það verður þá gert af bændum um leið og merkið er sett í eyrað. Ég hef miklar væntingar til þess að þetta verði bæði til mikillar framfara og auki áhuga á geri greinina skemmtilegri heldur en ella,“ segir Guðmundur enn fremur.
Landbúnaður Flóahreppur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent