Stöndum þriðju vaktina saman! Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 5. nóvember 2021 09:30 VR er þessa dagana að fara í gang með herferð um hugtakið þriðju vaktina og það andlega álag sem fylgir henni. En hvað er þriðja vaktin og af hverju er VR að vekja athygli á þessu? Það er vel hægt að ímynda sér að þriðja vaktin sé að vera eins konar framkvæmdastjóri eða verkstjóri heimilisins, það er að segja að vera sá aðili sem hefur yfirumsjón með og verkstýrir verkaskiptingunni inni á heimilinu. Að allt gangi smurt í hinu daglega lífi. Rannsóknir sýna að konur standa þriðju vaktina að mestu leyti einar og sú byrði sem fylgir því að vera á vaktinni allan sólarhringinn hefur mikið andlegt álag í för með sér. Því þriðju vaktinni lýkur aldrei, frá því farið er í vinnu (fyrsta vaktin) og þar til heim er komið og heimilisstörfin taka við (önnur vaktin) þá er þriðja vaktin í gangi allan sólarhringinn. Þriðja vaktin heima hjá mér Persónulega hafði ég gefið þessu lítinn gaum og talið verkaskiptinguna á mínu heimili nægjanlega jafna til að skilgreina okkur hjónin sem jöfn. Það var svo fyrir nokkrum mánuðum sem jafnréttisnefnd VR fór að vinna verkefni um þriðju vaktina og ég heyrði þetta hugtak fyrst. Þriðja vaktin? Þetta vakti strax athygli mína og ég vissi ekki þá að þetta ætti eftir að gjörbreyta því hvernig ég nálgast verkefnin heima fyrir. Það er nefnilega þannig að Guðbjörg konan mín hefur bara séð um þetta. Hún bókar samkvæmisdansinn fyrir dótturina með öllu sem því fylgir og rafíþróttirnar hjá stráknum. Hún minnir mig stanslaust á að sækja og skutla, eins og ég myndi bara gleyma því ef ég fengi ekki stanslausar áminningar! Guðbjörg skipuleggur öll frí fjölskyldunnar og ferðir, er í samskiptum við aðra foreldra og ruglast aldrei á nöfnum á vinum barna okkar. Hún hugsar sex til 12 mánuði fram í tímann en ég sex til 12 daga sem er líklega skýringin á því hvers vegna mér tekst aldrei að koma henni á óvart eða plana nokkurn skapaðan hlut, því hún er löngu búin að því! Verkaskiptingin hjá okkur á fyrstu og annarri vaktinni er jöfn og ef hallar á annað okkar þá vegur hitt það upp, en sama var ekki uppi á teningnum með þriðju vaktina. Við höfum rætt mikið um það hvernig við getum bætt okkur og jafnað þetta ósýnilega álag sem þriðja vaktin skapar, þetta álag sem vert er að deila jafnt eins og við deilum öllu öðru sem við gerum. Þetta var pínu snúið í fyrstu fyrir Guðbjörgu „skipulagsgúrú“ sem átti erfitt með að leggja mikilvæg fjölskyldumál í hendurnar á „þetta reddast“ gaurnum. En þetta er að koma hjá okkur. Ég fæ reyndar ekki að skipuleggja sumarfríin og hún fær ekki að skipuleggja framkvæmdir heima fyrir og erum við bæði enn í hönnunarhlutverkum í þessum verkefnum. En vonandi breytist það líka. Ég fæ þó ekki lengur stöðugar áminningar um hvað ég á að gera, hvernig og hvenær. Hvort börnin séu ekki örugglega farin í skólann á morgnana þegar hún mætir kl. 7 í vinnu og hverja og hvað ég á að sækja eða fæ sendan innkaupalista um hvað á að kaupa og hvað ekki. Ég finn meira út úr þessu sjálfur. Það er furðu einfalt að setja sig inn í þessi mál en þetta er auðvitað alveg aukaálag. Nú er ég til dæmis í meiri samskiptum við aðra foreldra og nokkurn veginn með það á hreinu hvað börnin þeirra heita. Af hverju erum við að tala um þetta? Fólk veltir því kannski fyrir sér hvers vegna stéttarfélag er að beita sér í málefni sem snýr ekki beint að vinnumarkaðnum, heldur heimilum fólks. Það er mjög auðvelt að svara því en til þess að konur og karlar séu jöfn þá verðum við að líta út fyrir vinnumarkaðinn því hann er ekki einangruð stærð. Fjölmargar rannsóknir sýna að álag á konum vegna heimilisstarfa og ábyrgðar á heimili og fjölskyldu hefur áhrif á atvinnuþátttöku og framgang í starfi, veldur streitu og leiðir jafnvel til kulnunar. Þetta er samfélagslegt mál sem snertir okkur öll. VR hefur lengi barist fyrir jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og mun halda áfram að gera það þar til jafnrétti næst að fullu. Innan félagsins starfar jafnréttisnefnd sem er mjög virk og öflug og auglýsingaherferðin sem nú lítur dagsins ljós er afrakstur frábærs starfs innan nefndarinnar. Stöndum þriðju vaktina saman! Það er vel hægt að standa þriðju vaktina saman og deila hugrænu byrðinni og sjálfsagt að ef fólk er í sambúð eða gift að það deili ábyrgðinni sem fylgir heimilislífinu. Í tilfelli okkar Guðbjargar þurfti ég að koma meira inn í þessi verkefni og hún að sama skapi að treysta mér til þess og hleypa mér inn í þau. Mestu máli skiptir er að við erum meðvituð um þriðju vaktina og það álag sem henni fylgir. Við reynum eftir fremsta megni að minna hvort annað á ef við gleymum okkur og vegum hvort annað upp. Ég hvet félagsfólk VR til þess að skoða vefinn okkar, vr.is en þar er að finna nánari skilgreiningar á vaktarhugtökunum auk alls kyns fróðleiks um þriðju vaktina og hugræna byrði. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
VR er þessa dagana að fara í gang með herferð um hugtakið þriðju vaktina og það andlega álag sem fylgir henni. En hvað er þriðja vaktin og af hverju er VR að vekja athygli á þessu? Það er vel hægt að ímynda sér að þriðja vaktin sé að vera eins konar framkvæmdastjóri eða verkstjóri heimilisins, það er að segja að vera sá aðili sem hefur yfirumsjón með og verkstýrir verkaskiptingunni inni á heimilinu. Að allt gangi smurt í hinu daglega lífi. Rannsóknir sýna að konur standa þriðju vaktina að mestu leyti einar og sú byrði sem fylgir því að vera á vaktinni allan sólarhringinn hefur mikið andlegt álag í för með sér. Því þriðju vaktinni lýkur aldrei, frá því farið er í vinnu (fyrsta vaktin) og þar til heim er komið og heimilisstörfin taka við (önnur vaktin) þá er þriðja vaktin í gangi allan sólarhringinn. Þriðja vaktin heima hjá mér Persónulega hafði ég gefið þessu lítinn gaum og talið verkaskiptinguna á mínu heimili nægjanlega jafna til að skilgreina okkur hjónin sem jöfn. Það var svo fyrir nokkrum mánuðum sem jafnréttisnefnd VR fór að vinna verkefni um þriðju vaktina og ég heyrði þetta hugtak fyrst. Þriðja vaktin? Þetta vakti strax athygli mína og ég vissi ekki þá að þetta ætti eftir að gjörbreyta því hvernig ég nálgast verkefnin heima fyrir. Það er nefnilega þannig að Guðbjörg konan mín hefur bara séð um þetta. Hún bókar samkvæmisdansinn fyrir dótturina með öllu sem því fylgir og rafíþróttirnar hjá stráknum. Hún minnir mig stanslaust á að sækja og skutla, eins og ég myndi bara gleyma því ef ég fengi ekki stanslausar áminningar! Guðbjörg skipuleggur öll frí fjölskyldunnar og ferðir, er í samskiptum við aðra foreldra og ruglast aldrei á nöfnum á vinum barna okkar. Hún hugsar sex til 12 mánuði fram í tímann en ég sex til 12 daga sem er líklega skýringin á því hvers vegna mér tekst aldrei að koma henni á óvart eða plana nokkurn skapaðan hlut, því hún er löngu búin að því! Verkaskiptingin hjá okkur á fyrstu og annarri vaktinni er jöfn og ef hallar á annað okkar þá vegur hitt það upp, en sama var ekki uppi á teningnum með þriðju vaktina. Við höfum rætt mikið um það hvernig við getum bætt okkur og jafnað þetta ósýnilega álag sem þriðja vaktin skapar, þetta álag sem vert er að deila jafnt eins og við deilum öllu öðru sem við gerum. Þetta var pínu snúið í fyrstu fyrir Guðbjörgu „skipulagsgúrú“ sem átti erfitt með að leggja mikilvæg fjölskyldumál í hendurnar á „þetta reddast“ gaurnum. En þetta er að koma hjá okkur. Ég fæ reyndar ekki að skipuleggja sumarfríin og hún fær ekki að skipuleggja framkvæmdir heima fyrir og erum við bæði enn í hönnunarhlutverkum í þessum verkefnum. En vonandi breytist það líka. Ég fæ þó ekki lengur stöðugar áminningar um hvað ég á að gera, hvernig og hvenær. Hvort börnin séu ekki örugglega farin í skólann á morgnana þegar hún mætir kl. 7 í vinnu og hverja og hvað ég á að sækja eða fæ sendan innkaupalista um hvað á að kaupa og hvað ekki. Ég finn meira út úr þessu sjálfur. Það er furðu einfalt að setja sig inn í þessi mál en þetta er auðvitað alveg aukaálag. Nú er ég til dæmis í meiri samskiptum við aðra foreldra og nokkurn veginn með það á hreinu hvað börnin þeirra heita. Af hverju erum við að tala um þetta? Fólk veltir því kannski fyrir sér hvers vegna stéttarfélag er að beita sér í málefni sem snýr ekki beint að vinnumarkaðnum, heldur heimilum fólks. Það er mjög auðvelt að svara því en til þess að konur og karlar séu jöfn þá verðum við að líta út fyrir vinnumarkaðinn því hann er ekki einangruð stærð. Fjölmargar rannsóknir sýna að álag á konum vegna heimilisstarfa og ábyrgðar á heimili og fjölskyldu hefur áhrif á atvinnuþátttöku og framgang í starfi, veldur streitu og leiðir jafnvel til kulnunar. Þetta er samfélagslegt mál sem snertir okkur öll. VR hefur lengi barist fyrir jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og mun halda áfram að gera það þar til jafnrétti næst að fullu. Innan félagsins starfar jafnréttisnefnd sem er mjög virk og öflug og auglýsingaherferðin sem nú lítur dagsins ljós er afrakstur frábærs starfs innan nefndarinnar. Stöndum þriðju vaktina saman! Það er vel hægt að standa þriðju vaktina saman og deila hugrænu byrðinni og sjálfsagt að ef fólk er í sambúð eða gift að það deili ábyrgðinni sem fylgir heimilislífinu. Í tilfelli okkar Guðbjargar þurfti ég að koma meira inn í þessi verkefni og hún að sama skapi að treysta mér til þess og hleypa mér inn í þau. Mestu máli skiptir er að við erum meðvituð um þriðju vaktina og það álag sem henni fylgir. Við reynum eftir fremsta megni að minna hvort annað á ef við gleymum okkur og vegum hvort annað upp. Ég hvet félagsfólk VR til þess að skoða vefinn okkar, vr.is en þar er að finna nánari skilgreiningar á vaktarhugtökunum auk alls kyns fróðleiks um þriðju vaktina og hugræna byrði. Höfundur er formaður VR.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun