Nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar marki tímamót í öryggisgæslu á Norðurslóðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2021 12:12 Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir nýja varðskipið Freyju marka tímamót í þátttöku Íslands í öryggisgæslu á Norðurslóðum. Vísir/Vilhelm Nýtt varðskipt bætist við flota Landhelgisgæslunnar í fyrsta sinn í áratug. Forstjóri Gæslunnar segir nýja varðskipið marka tímamót í þátttöku Íslands í öryggisgæslu á Norðurslóðum. Varðskipið Freyja lagði af stað frá Rotterdam til Íslands síðasta þriðjudag og mun leggja að bryggju á Siglufirði um hálf tvö í dag. Þar munu framámen taka á móti nýju varðskipi og áhöfn þess, eins og forseti Íslands, dómsmálaráðherra og bæjarstjóri Fjallabyggðar. „Við tökum á móti skipinu með pompi og prakt og reiknum með að bæjarbúar taki þátt í því,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Hann segir komu Freyju til landsins marka tímamót í sögu Landhelgisgæslunnar og öryggisgæslu á Norðurslóðum. „Þetta er mikill og stór áfangi í öryggis- og björgunarmálum á Norðurslóðum og kannski áþreifanlegasta skref sem Ísland hefur tekið í þá átt að bæta í öryggi og björgunargetu á Norðurslóðum,“ segir Georg. „Það er ekki á hverjum degi sem Landhelgisgæslan fær nýtt skip. Þór, okkar nýjasta skip, er orðið tíu ára gamalt og þetta skip Freyja kemur til með að koma í staðin fyrir varðskipið Tý sem er orðið hartnær fimmtíu ára.“ Freyja við bryggju á Siglufirði.Vísir/Kristján Már Freyja mun taka við keflinu af Tý um miðjan næsta mánuð og Týr loks leggja árar í bát eftir nær fimm áratuga þjónustu hjá Landhelgisgæslunni. Það er því nokkuð merkingarþrungið að Týr muni fylgja Freyju í höfn í dag. „Já, það er vel við hæfi að Týr skuli fylgja Freyju inn til hafnar á Siglufirði þar sem Freyja tekur við keflinu um miðjan næsta mánuð og Týr hefur þjónað okkar í 46 ár, þannig að það er kominn tími til,“ sagði Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan Norðurslóðir Fjallabyggð Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Varðskipið Freyja lagði af stað frá Rotterdam til Íslands síðasta þriðjudag og mun leggja að bryggju á Siglufirði um hálf tvö í dag. Þar munu framámen taka á móti nýju varðskipi og áhöfn þess, eins og forseti Íslands, dómsmálaráðherra og bæjarstjóri Fjallabyggðar. „Við tökum á móti skipinu með pompi og prakt og reiknum með að bæjarbúar taki þátt í því,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Hann segir komu Freyju til landsins marka tímamót í sögu Landhelgisgæslunnar og öryggisgæslu á Norðurslóðum. „Þetta er mikill og stór áfangi í öryggis- og björgunarmálum á Norðurslóðum og kannski áþreifanlegasta skref sem Ísland hefur tekið í þá átt að bæta í öryggi og björgunargetu á Norðurslóðum,“ segir Georg. „Það er ekki á hverjum degi sem Landhelgisgæslan fær nýtt skip. Þór, okkar nýjasta skip, er orðið tíu ára gamalt og þetta skip Freyja kemur til með að koma í staðin fyrir varðskipið Tý sem er orðið hartnær fimmtíu ára.“ Freyja við bryggju á Siglufirði.Vísir/Kristján Már Freyja mun taka við keflinu af Tý um miðjan næsta mánuð og Týr loks leggja árar í bát eftir nær fimm áratuga þjónustu hjá Landhelgisgæslunni. Það er því nokkuð merkingarþrungið að Týr muni fylgja Freyju í höfn í dag. „Já, það er vel við hæfi að Týr skuli fylgja Freyju inn til hafnar á Siglufirði þar sem Freyja tekur við keflinu um miðjan næsta mánuð og Týr hefur þjónað okkar í 46 ár, þannig að það er kominn tími til,“ sagði Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.
Landhelgisgæslan Norðurslóðir Fjallabyggð Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira