Nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar marki tímamót í öryggisgæslu á Norðurslóðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2021 12:12 Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir nýja varðskipið Freyju marka tímamót í þátttöku Íslands í öryggisgæslu á Norðurslóðum. Vísir/Vilhelm Nýtt varðskipt bætist við flota Landhelgisgæslunnar í fyrsta sinn í áratug. Forstjóri Gæslunnar segir nýja varðskipið marka tímamót í þátttöku Íslands í öryggisgæslu á Norðurslóðum. Varðskipið Freyja lagði af stað frá Rotterdam til Íslands síðasta þriðjudag og mun leggja að bryggju á Siglufirði um hálf tvö í dag. Þar munu framámen taka á móti nýju varðskipi og áhöfn þess, eins og forseti Íslands, dómsmálaráðherra og bæjarstjóri Fjallabyggðar. „Við tökum á móti skipinu með pompi og prakt og reiknum með að bæjarbúar taki þátt í því,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Hann segir komu Freyju til landsins marka tímamót í sögu Landhelgisgæslunnar og öryggisgæslu á Norðurslóðum. „Þetta er mikill og stór áfangi í öryggis- og björgunarmálum á Norðurslóðum og kannski áþreifanlegasta skref sem Ísland hefur tekið í þá átt að bæta í öryggi og björgunargetu á Norðurslóðum,“ segir Georg. „Það er ekki á hverjum degi sem Landhelgisgæslan fær nýtt skip. Þór, okkar nýjasta skip, er orðið tíu ára gamalt og þetta skip Freyja kemur til með að koma í staðin fyrir varðskipið Tý sem er orðið hartnær fimmtíu ára.“ Freyja við bryggju á Siglufirði.Vísir/Kristján Már Freyja mun taka við keflinu af Tý um miðjan næsta mánuð og Týr loks leggja árar í bát eftir nær fimm áratuga þjónustu hjá Landhelgisgæslunni. Það er því nokkuð merkingarþrungið að Týr muni fylgja Freyju í höfn í dag. „Já, það er vel við hæfi að Týr skuli fylgja Freyju inn til hafnar á Siglufirði þar sem Freyja tekur við keflinu um miðjan næsta mánuð og Týr hefur þjónað okkar í 46 ár, þannig að það er kominn tími til,“ sagði Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan Norðurslóðir Fjallabyggð Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Sjá meira
Varðskipið Freyja lagði af stað frá Rotterdam til Íslands síðasta þriðjudag og mun leggja að bryggju á Siglufirði um hálf tvö í dag. Þar munu framámen taka á móti nýju varðskipi og áhöfn þess, eins og forseti Íslands, dómsmálaráðherra og bæjarstjóri Fjallabyggðar. „Við tökum á móti skipinu með pompi og prakt og reiknum með að bæjarbúar taki þátt í því,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Hann segir komu Freyju til landsins marka tímamót í sögu Landhelgisgæslunnar og öryggisgæslu á Norðurslóðum. „Þetta er mikill og stór áfangi í öryggis- og björgunarmálum á Norðurslóðum og kannski áþreifanlegasta skref sem Ísland hefur tekið í þá átt að bæta í öryggi og björgunargetu á Norðurslóðum,“ segir Georg. „Það er ekki á hverjum degi sem Landhelgisgæslan fær nýtt skip. Þór, okkar nýjasta skip, er orðið tíu ára gamalt og þetta skip Freyja kemur til með að koma í staðin fyrir varðskipið Tý sem er orðið hartnær fimmtíu ára.“ Freyja við bryggju á Siglufirði.Vísir/Kristján Már Freyja mun taka við keflinu af Tý um miðjan næsta mánuð og Týr loks leggja árar í bát eftir nær fimm áratuga þjónustu hjá Landhelgisgæslunni. Það er því nokkuð merkingarþrungið að Týr muni fylgja Freyju í höfn í dag. „Já, það er vel við hæfi að Týr skuli fylgja Freyju inn til hafnar á Siglufirði þar sem Freyja tekur við keflinu um miðjan næsta mánuð og Týr hefur þjónað okkar í 46 ár, þannig að það er kominn tími til,“ sagði Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.
Landhelgisgæslan Norðurslóðir Fjallabyggð Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Sjá meira