Frelsi katta skiptir meira máli en frelsissvipting barns Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 13:31 Í fréttum vikunnar stóð kynbundið ofbeldi, loftlagsráðstefna og lausaganga katta mest uppúr að mati viðmælenda í bítinu. „Það voru tvö hitamál í þessari viku, annars vegar drottningarviðtalið í Kveik og hins vegar bann við lausagöngu katta,“ var svo haft eftir Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur í Fréttablaðinu. En tókuð þið eftir því að kennari og þrír aðrir starfsmenn skóla voru kærðir til lögreglu fyrir brot á hegningar- og barnalögum vegna innilokunar barns? Hafið þið tekið eftir því að Umboðsmaður Alþingis, einn æðsti eftirlitsaðili stjórnsýslu og ríkis er að bregðast við ábendingum foreldra um einangrun barna? Að það sé til vitnis um að málið sé tekið alvarlega og þörf á að bregðast við. Það er þó ekki nóg til þess að ráðamenn eða menntastofnanir bregðist við... Ofbeldi er ömurlegt, alveg sama í hvaða mynd það birtist Hvers vegna þegir samfélagið yfir ofbeldi gegn barni en brjálast yfir kynferðisofbeldi? Ekki misskilja mig – ég vil að samfélagið brjálist yfir kynferðisofbeldi. En ég vil líka að það brjálist yfir ofbeldi gegn barni af hálfu kennara!!! Þó að við séum að tala um mjög svo ólíkt ofbeldi, þá er þetta tvennt ofbeldi engu að síður. Hvers vegna er þessi munur á vitundarvakningu? Hvers vegna geta sumir kennarar til dæmis fordæmt kynferðisofbeldi en réttlætt að loka barn inni? Þegar einhver segir að barn hljóti að hafa gert eitthvað sem olli því að það var lokað eitt inni þá jafngildir það í mínum huga að segja að einhver hafi kallað yfir sig kynferðisofbeldi með hegðun eða klæðaburði. Að segja að stundum sé ekkert annað í stöðunni en að loka barn eitt inni, er í mínum huga ekkert annað en gerendameðvirkni. Að segja að það hljóti að vera tvær hliðar á málinu þegar barn hefur verið læst inni er einnig gerendameðvirkni. ÞAÐ ER NEFNILEGA ALDREI Í LAGI AÐ LÆSA BARN INNI! Þannig að það er aldrei nema ein hlið á því máli. Það sem kveikti í þessum vangaveltum mínum var þegar ég las ágætis viðtal við þolanda kynferðisofbeldis þar sem hún segir: ”Ég er orðin langþreytt á því hvernig umræða um kynferðisbrot er hér á landi. Gerendum er hampað og þolendur eru skrímslavæddir. Þolendur eru sakaðir um að eyðileggja líf og frama gerenda sinna með því að stíga fram, meðan þeir sjá alveg um það sjálfir með sínum gjörðum og algjörum skorti á iðrun.” Ég get nefnilega svo auðveldlega yfirfært þessar tilfinningar yfir á okkar baráttu. Ég er orðin langþreytt á því að þessi börn eru vanrækt í skólakerfinu sem leiðir af sér enn verri hegðun og svo eru ÞAU vandamálið. Börnunum sem líður virkilega illa og sýna þá vanlíðan með óásættanlegri hegðun eru í hugum margra skrímslavædd. Þessi börn eru sökuð um að eyðileggja fyrir öllum hinum ”góðu” börnunum sem bara vilja vera í skólanum og læra. Foreldrar sem tjá sig um þessi mál eru ”erfiðir” foreldrar. En kennarar sem læsa barn inni og réttlæta það frekar en að sýna iðrun dæma sig sjálfir með nákvæmlega sama hætti og gerendur í öðrum ofbeldismálum. Getum við verið sammála um að barn sem líður illa og sýnir það með óæskilegri hegðun er alltaf þolandi? Að barnið er þolandi sem fer í vörn í aðstæðum sem það er sett í og ræður ekki við? Barnið fæddist lítið og ósjálfbjarga. Við lofuðum að passa það og gera það vel, hvort sem við erum foreldrar, ættingjar, kennarar, læknar eða hvað annað. En sum börn þroskast ekki eðlilega. Og þau eiga þar af leiðandi erfiðara með að passa í kassann sem samfélagið hefur skapað. Það er ekki þar með sagt að þau séu úrhrök sem má læsa inni í herbergi þegar fólkið í kringum það megnar ekki að hjálpa því. Það þýðir að á vissu tímabili er barnið að glíma við einhverskonar færniskerðingu og þarf þess vegna ekstra mikla hjálp. Það er skylda okkar að hjálpa því. Og þetta er samfélagslegur vandi en ekki bara vandi foreldranna og alls ekki vandi barnsins. Foreldrar eiga að senda börnin sín í skóla og þá er það lágmarkskrafa að foreldrar geti treyst því að barnið fái nauðsynlega þjálfun og verið sé að vinna í þeim færniskerðingum sem það býr við án þess að það þurfi að upplifa ofbeldi og niðurlægingu. En staðreyndin er sú að í mörgum skólum eru þessi börn markvisst brotin niður. Og svo þurfa margir foreldrar að sitja undir því að uppeldið sé vandamálið þegar þeir hafa ekki einu sinni tök á að grípa inn í. Hafið það í huga elsku fólk, næst þegar það berast fréttir af auknu ofbeldi meðal unglinga. Ef til vill er meingallað skólakerfi rót vandans frekar en heimilin. Ofbeldi er ofbeldi og það á aldrei að líðast. Hættum að fordæma ofbeldi í einni mynd en hunsa það í annarri mynd. Höfundur er stofnandi grasrótarhópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna með sérþarfir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Björk Ástþórsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í fréttum vikunnar stóð kynbundið ofbeldi, loftlagsráðstefna og lausaganga katta mest uppúr að mati viðmælenda í bítinu. „Það voru tvö hitamál í þessari viku, annars vegar drottningarviðtalið í Kveik og hins vegar bann við lausagöngu katta,“ var svo haft eftir Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur í Fréttablaðinu. En tókuð þið eftir því að kennari og þrír aðrir starfsmenn skóla voru kærðir til lögreglu fyrir brot á hegningar- og barnalögum vegna innilokunar barns? Hafið þið tekið eftir því að Umboðsmaður Alþingis, einn æðsti eftirlitsaðili stjórnsýslu og ríkis er að bregðast við ábendingum foreldra um einangrun barna? Að það sé til vitnis um að málið sé tekið alvarlega og þörf á að bregðast við. Það er þó ekki nóg til þess að ráðamenn eða menntastofnanir bregðist við... Ofbeldi er ömurlegt, alveg sama í hvaða mynd það birtist Hvers vegna þegir samfélagið yfir ofbeldi gegn barni en brjálast yfir kynferðisofbeldi? Ekki misskilja mig – ég vil að samfélagið brjálist yfir kynferðisofbeldi. En ég vil líka að það brjálist yfir ofbeldi gegn barni af hálfu kennara!!! Þó að við séum að tala um mjög svo ólíkt ofbeldi, þá er þetta tvennt ofbeldi engu að síður. Hvers vegna er þessi munur á vitundarvakningu? Hvers vegna geta sumir kennarar til dæmis fordæmt kynferðisofbeldi en réttlætt að loka barn inni? Þegar einhver segir að barn hljóti að hafa gert eitthvað sem olli því að það var lokað eitt inni þá jafngildir það í mínum huga að segja að einhver hafi kallað yfir sig kynferðisofbeldi með hegðun eða klæðaburði. Að segja að stundum sé ekkert annað í stöðunni en að loka barn eitt inni, er í mínum huga ekkert annað en gerendameðvirkni. Að segja að það hljóti að vera tvær hliðar á málinu þegar barn hefur verið læst inni er einnig gerendameðvirkni. ÞAÐ ER NEFNILEGA ALDREI Í LAGI AÐ LÆSA BARN INNI! Þannig að það er aldrei nema ein hlið á því máli. Það sem kveikti í þessum vangaveltum mínum var þegar ég las ágætis viðtal við þolanda kynferðisofbeldis þar sem hún segir: ”Ég er orðin langþreytt á því hvernig umræða um kynferðisbrot er hér á landi. Gerendum er hampað og þolendur eru skrímslavæddir. Þolendur eru sakaðir um að eyðileggja líf og frama gerenda sinna með því að stíga fram, meðan þeir sjá alveg um það sjálfir með sínum gjörðum og algjörum skorti á iðrun.” Ég get nefnilega svo auðveldlega yfirfært þessar tilfinningar yfir á okkar baráttu. Ég er orðin langþreytt á því að þessi börn eru vanrækt í skólakerfinu sem leiðir af sér enn verri hegðun og svo eru ÞAU vandamálið. Börnunum sem líður virkilega illa og sýna þá vanlíðan með óásættanlegri hegðun eru í hugum margra skrímslavædd. Þessi börn eru sökuð um að eyðileggja fyrir öllum hinum ”góðu” börnunum sem bara vilja vera í skólanum og læra. Foreldrar sem tjá sig um þessi mál eru ”erfiðir” foreldrar. En kennarar sem læsa barn inni og réttlæta það frekar en að sýna iðrun dæma sig sjálfir með nákvæmlega sama hætti og gerendur í öðrum ofbeldismálum. Getum við verið sammála um að barn sem líður illa og sýnir það með óæskilegri hegðun er alltaf þolandi? Að barnið er þolandi sem fer í vörn í aðstæðum sem það er sett í og ræður ekki við? Barnið fæddist lítið og ósjálfbjarga. Við lofuðum að passa það og gera það vel, hvort sem við erum foreldrar, ættingjar, kennarar, læknar eða hvað annað. En sum börn þroskast ekki eðlilega. Og þau eiga þar af leiðandi erfiðara með að passa í kassann sem samfélagið hefur skapað. Það er ekki þar með sagt að þau séu úrhrök sem má læsa inni í herbergi þegar fólkið í kringum það megnar ekki að hjálpa því. Það þýðir að á vissu tímabili er barnið að glíma við einhverskonar færniskerðingu og þarf þess vegna ekstra mikla hjálp. Það er skylda okkar að hjálpa því. Og þetta er samfélagslegur vandi en ekki bara vandi foreldranna og alls ekki vandi barnsins. Foreldrar eiga að senda börnin sín í skóla og þá er það lágmarkskrafa að foreldrar geti treyst því að barnið fái nauðsynlega þjálfun og verið sé að vinna í þeim færniskerðingum sem það býr við án þess að það þurfi að upplifa ofbeldi og niðurlægingu. En staðreyndin er sú að í mörgum skólum eru þessi börn markvisst brotin niður. Og svo þurfa margir foreldrar að sitja undir því að uppeldið sé vandamálið þegar þeir hafa ekki einu sinni tök á að grípa inn í. Hafið það í huga elsku fólk, næst þegar það berast fréttir af auknu ofbeldi meðal unglinga. Ef til vill er meingallað skólakerfi rót vandans frekar en heimilin. Ofbeldi er ofbeldi og það á aldrei að líðast. Hættum að fordæma ofbeldi í einni mynd en hunsa það í annarri mynd. Höfundur er stofnandi grasrótarhópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna með sérþarfir.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar