Eitt „hæ“ getur skipt sköpum Bryndís Jónsdóttir og Sigríður Björk Einarsdóttir skrifa 8. nóvember 2021 07:00 Í dag 8. nóvember er dagur gegn einelti sem helgaður er forvörnum og baráttunni gegn einelti á Íslandi. Undirritaðar eru nýkomnar af ráðstefnunni World Anti-Bullying Forum í Svíþjóð þar sem fjallað var um einelti, forvarnir og rannsóknir á breiðum grunni. Ljóst er að við Íslendingar getum lært margt af því sem verið er að gera vel í öðrum löndum. Orðræðan Í mörgum fyrirlestrum kom fram að ólíkar skilgreiningar og orðanotkun þegar einelti er annars vegar, valdi oft óöryggi þeirra sem eiga að taka á eineltismálum. UNESCO stýrir nú vinnu sérfræðinga sem ætlað er að breyta þeirri skilgreiningu sem oftast er stuðst við. Það sem helst vakti athygli okkar var að ekki skuli lengur gera kröfu um að hegðun þurfi að vera endurtekin til þess að flokkast sem einelti heldur geti eitt atvik haft svo alvarleg áhrif á þolanda að hægt sé að skilgreina það sem einelti. Einnig kom fram að lögð verði áhersla á valdaójafnvægi gerenda og þolenda. Hér á landi hefur borið á því að einelti sé skilgreint á mjög mismunandi vegu og allt of oft tölum við um samskiptavanda þegar um er að ræða alvarlegt einelti. Það þýðir að við erum ekki að bregðast við með réttum hætti. Forvarnir Mikilvægi forvarna verður aldrei nógsamlega haldið á lofti. Á ráðstefnunni kom fram að of seint sé að byrja þjálfun í félagslegri og tilfinningalegri færni á miðstigi, hefja þurfi slíka þjálfun strax í leikskóla eða um þriggja ára aldurinn. Þarna er meðal annars verið að tala um þjálfun í vinsamlegum samskiptum, samkennd, tillitssemi og að geta sett sig í spor annarra. Við erum of oft að takast á við afleiðingar eineltis og laga það sem er brotið í stað þess að leggja vinnu í forvarnir. Mikilvægur partur af forvörnum er að grípa strax inn í þegar börn nota niðrandi orðfæri sem byggir á rasisma, hómófóbíu og fitusmánun svo dæmi séu tekin. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem ástunda hatursorðræðu af þessum toga eru líklegri til að vera eða verða gerendur í eineltismálum. Foreldrar eru einnig mikilvægir aðilar í forvörnum og bekkjarstarf sem ýtir undir vinsamleg samskipti, samstarf nemenda og foreldra og jákvæða sameiginlega upplifun verður seint ofmetið. Síðast en ekki síst skulum við muna eftir því að hafa börnin okkar og ungmennin með í ráðum þegar við vinnum að heilbrigðum samskiptum og góðu starfsumhverfi í skólanum. Þau eru oft með góðar hugmyndir sem við fullorðna fólkið sjáum ekki. Eineltisáætlanir leysa ekki vandann Það er ekki nóg að skreyta sig með metnaðarfullum eineltisáætlunum á heimasíðu skóla ef ekki er unnið markvisst að því að stöðva einelti. Innleiðing áætlunarinnar er lykilatriði, það þarf einhver að þjálfa og handleiða starfsfólk skólanna og það þarf að gefa innleiðingunni nægan tíma og athygli. Kennarar þurfa að þekkja áætlunina, styðja hver annan og vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum. Skólar þurfa að skilgreina einelti með skýrum hætti og kynna það fyrir foreldum. Foreldrar þurfa að vera tilbúnir að vinna með skólanum og detta ekki í þá gryfju að draga í efa mat starfsfólksins á ástandinu eða afneita eineltinu. Hagsmunir bæði gerenda og þolenda eru í húfi og mikilvægt að allir aðilar séu tilbúnir að vinna saman að lausn málsins. Það þarf að skoða hvað býr að baki einelti og mæta þolendum og gerendum með skilningi og stuðningi. Margir gerenda hafa ekki gott bakland eða hafa lent í áföllum. Dæmum hegðunina en ekki einstaklinginn og veitum viðeigandi aðstoð. Dagur gegn einelti Dagur gegn einelti er nú haldinn í tíunda sinn. Í ljósi þeirrar áherslu á forvarnir sem verður æ ríkari þáttur í baráttunni gegn einelti mætti vel hugsa sér að horfa frekar til þess ástands sem við viljum ná fram, endurnefna daginn og kalla hann fremur Dag vináttu, samstöðu og samkenndar. Við biðjum foreldra til að ræða við börnin sín um einelti og alvarleika þess og hvetja þau til að stíga inn í eða láta fullorðinn vita ef þau verða vitni að stríðni og einelti. Sara Damber, stofnandi Friends samtakanna í Svíþjóð, lenti sjálf í einelti, upplifði sig einmana og útskúfaða. Hún segir að eitt einfalt „hæ“ frá einum af vinsælu nemendunum í skólanum hafi breytt lífi sínu og bjargað henni úr þessari stöðu. Börnin okkar geta verið hluti af lausninni, hvetjum þau til að segja „hæ“ við skólafélaga sína sem þau telja að þurfi á vin að halda. Við vitum að margir skólar halda upp á daginn með einhverjum hætti og viljum hvetja starfsfólk skóla til þess að láta hann verða sér innblástur til áframhaldandi góðra verka í baráttunni gegn einelti. Bryndís Jónsdóttir sérfræðingur hjá Heimili og skóla, landssamtökum foreldra Sigríður Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri SAMFOK, samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í dag 8. nóvember er dagur gegn einelti sem helgaður er forvörnum og baráttunni gegn einelti á Íslandi. Undirritaðar eru nýkomnar af ráðstefnunni World Anti-Bullying Forum í Svíþjóð þar sem fjallað var um einelti, forvarnir og rannsóknir á breiðum grunni. Ljóst er að við Íslendingar getum lært margt af því sem verið er að gera vel í öðrum löndum. Orðræðan Í mörgum fyrirlestrum kom fram að ólíkar skilgreiningar og orðanotkun þegar einelti er annars vegar, valdi oft óöryggi þeirra sem eiga að taka á eineltismálum. UNESCO stýrir nú vinnu sérfræðinga sem ætlað er að breyta þeirri skilgreiningu sem oftast er stuðst við. Það sem helst vakti athygli okkar var að ekki skuli lengur gera kröfu um að hegðun þurfi að vera endurtekin til þess að flokkast sem einelti heldur geti eitt atvik haft svo alvarleg áhrif á þolanda að hægt sé að skilgreina það sem einelti. Einnig kom fram að lögð verði áhersla á valdaójafnvægi gerenda og þolenda. Hér á landi hefur borið á því að einelti sé skilgreint á mjög mismunandi vegu og allt of oft tölum við um samskiptavanda þegar um er að ræða alvarlegt einelti. Það þýðir að við erum ekki að bregðast við með réttum hætti. Forvarnir Mikilvægi forvarna verður aldrei nógsamlega haldið á lofti. Á ráðstefnunni kom fram að of seint sé að byrja þjálfun í félagslegri og tilfinningalegri færni á miðstigi, hefja þurfi slíka þjálfun strax í leikskóla eða um þriggja ára aldurinn. Þarna er meðal annars verið að tala um þjálfun í vinsamlegum samskiptum, samkennd, tillitssemi og að geta sett sig í spor annarra. Við erum of oft að takast á við afleiðingar eineltis og laga það sem er brotið í stað þess að leggja vinnu í forvarnir. Mikilvægur partur af forvörnum er að grípa strax inn í þegar börn nota niðrandi orðfæri sem byggir á rasisma, hómófóbíu og fitusmánun svo dæmi séu tekin. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem ástunda hatursorðræðu af þessum toga eru líklegri til að vera eða verða gerendur í eineltismálum. Foreldrar eru einnig mikilvægir aðilar í forvörnum og bekkjarstarf sem ýtir undir vinsamleg samskipti, samstarf nemenda og foreldra og jákvæða sameiginlega upplifun verður seint ofmetið. Síðast en ekki síst skulum við muna eftir því að hafa börnin okkar og ungmennin með í ráðum þegar við vinnum að heilbrigðum samskiptum og góðu starfsumhverfi í skólanum. Þau eru oft með góðar hugmyndir sem við fullorðna fólkið sjáum ekki. Eineltisáætlanir leysa ekki vandann Það er ekki nóg að skreyta sig með metnaðarfullum eineltisáætlunum á heimasíðu skóla ef ekki er unnið markvisst að því að stöðva einelti. Innleiðing áætlunarinnar er lykilatriði, það þarf einhver að þjálfa og handleiða starfsfólk skólanna og það þarf að gefa innleiðingunni nægan tíma og athygli. Kennarar þurfa að þekkja áætlunina, styðja hver annan og vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum. Skólar þurfa að skilgreina einelti með skýrum hætti og kynna það fyrir foreldum. Foreldrar þurfa að vera tilbúnir að vinna með skólanum og detta ekki í þá gryfju að draga í efa mat starfsfólksins á ástandinu eða afneita eineltinu. Hagsmunir bæði gerenda og þolenda eru í húfi og mikilvægt að allir aðilar séu tilbúnir að vinna saman að lausn málsins. Það þarf að skoða hvað býr að baki einelti og mæta þolendum og gerendum með skilningi og stuðningi. Margir gerenda hafa ekki gott bakland eða hafa lent í áföllum. Dæmum hegðunina en ekki einstaklinginn og veitum viðeigandi aðstoð. Dagur gegn einelti Dagur gegn einelti er nú haldinn í tíunda sinn. Í ljósi þeirrar áherslu á forvarnir sem verður æ ríkari þáttur í baráttunni gegn einelti mætti vel hugsa sér að horfa frekar til þess ástands sem við viljum ná fram, endurnefna daginn og kalla hann fremur Dag vináttu, samstöðu og samkenndar. Við biðjum foreldra til að ræða við börnin sín um einelti og alvarleika þess og hvetja þau til að stíga inn í eða láta fullorðinn vita ef þau verða vitni að stríðni og einelti. Sara Damber, stofnandi Friends samtakanna í Svíþjóð, lenti sjálf í einelti, upplifði sig einmana og útskúfaða. Hún segir að eitt einfalt „hæ“ frá einum af vinsælu nemendunum í skólanum hafi breytt lífi sínu og bjargað henni úr þessari stöðu. Börnin okkar geta verið hluti af lausninni, hvetjum þau til að segja „hæ“ við skólafélaga sína sem þau telja að þurfi á vin að halda. Við vitum að margir skólar halda upp á daginn með einhverjum hætti og viljum hvetja starfsfólk skóla til þess að láta hann verða sér innblástur til áframhaldandi góðra verka í baráttunni gegn einelti. Bryndís Jónsdóttir sérfræðingur hjá Heimili og skóla, landssamtökum foreldra Sigríður Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri SAMFOK, samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun