Byggðu eftirlíkingar af bandarískum herskipum til að skjóta eldflaugum á Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2021 13:01 Lestarteinarnir sem sjá má á þessari mynd eru notaðir til að líkja eftir skipum á siglingu. AP/Maxar Technologies Kínverjar hafa byggt eftirlíkingar af bandarískum herskipum og skotmörk í eyðimörk þar sem tilraunir eru gerðar með eldflaugar. Þetta sést á gervihnattamyndum sem birtar voru um helgina. Gervihnattarmyndirnar frá Taklamakan-eyðimörkinni sýna útlínur bandarísks flugmóðurskips og eftirlíkingar tveggja Arleigh Burke eldflauga-tundurspilla, samkvæmt greiningu U.S. Naval Institute. Myndirnar sýna einnig að minnst einu líkani hefur verið komið fyrir á stórum lestarteinum sem sérfræðingar segja notað til að æfa það að skjóta á skip á siglingu, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Eftirlíkingar af bandarískum tundurspillum eru sögð töluvert nákvæm en sjá má byggingar sem líkja eftir vopnum og brú skipanna.AP/Maxar Technologies Herafli Kína hefur á undanförnum árum gegnið í gegnum mikla nútímavæðingu og uppbyggingu. Mikið púður hefur verið lagt í þróun langdrægra eldflauga sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum og öðrum herskipum Bandaríkjanna. Eldflaugar þessar geta grandað skotmörkum í þúsunda kílómetra fjarlægð frá skotstað. Kínverjar gerðu fyrstu tilraunirnar með þessar eldflaugar árið 2019 þegar sex eldflaugum var skotið í sjóinn skammt frá Spratly-eyjum í Suður-Kínahafi. Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls hafsins. Kort sem sýnir drægni eldflauga sem Kínverjar hafa þróað til að granda skipum.Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í síðustu viku skýrslu um herafla Kína þar sem segir að geta þessara eldflauga hafi aukist til muna á undanförnu. Frá meginlandinu geti Kínverjar gert árásir víðsvegar um Asíu, á Indlandshafi og í Kyrrahafinu. Þá hafa fregnir borist af því að Kínverjar hafi þróað eldflaugar sem hannaðar eru til að granda skipum og geta verið bornar af sprengjuflugvélum til að auka drægni þeirra. AP fréttaveitan segir starfsmenn Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna hafa sífellt meiri áhyggjur af ætlunum Kínverja varðandi Taívan. Kína gerir tilkall til eyríkisins og forsvarsmenn Kommúnistaflokks Kína hafa heitið því að Taívan verði sameinað meginlandinu og mögulega með valdi. Bandaríkin og önnur ríki hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar geri Kína árás á eyríkið. Þær eldflaugar sem Kínverjar eru að þróa og hafa þróað gætu verið notaðar til að granda flugmóðurskipum Bandaríkjanna í Kyrrahafinu eða koma í veg fyrir að hægt væri að nota þau til að aðstoða Taívan. Útlínur bandarísks flugmóðurskips í eyðimörkinni.AP/Maxar Technologies Kína Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir ESB til Taívana: „Þið eruð ekki ein“ Fyrsta opinbera sendinefnd Evrópuþingsins til Taívan tilkynnti ráðamönnum þar að íbúar eyríkisins stæðu ekki einir gegn sífellt auknum þrýstingi frá Kína. Taívanar leita bandamanna um víða veröld. 4. nóvember 2021 13:16 Biden gagnrýndi fjarveru leiðtoga Kína og Rússlands Joe Biden Bandaríkjaforseti gagnrýndi leiðtoga Kína og Rússlands fyrir að láta ekki sjá sig á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í dag. Sakaði hann Kína um að snúa baki við vandamálinu og Rússland sömuleiðis. 2. nóvember 2021 23:09 Sigldu á óþekkt neðansjávarfjall Kafbátnum USS Connecticut var siglt á neðansjávarfjall sem hafði aldrei verið kortlagt. Minnst tólf sjóliðar slösuðust og kjarnorkukafbáturinn skemmdist töluvert þegar honum var siglt á fjallið í grennd við Suður-Kínahaf í upphafi síðasta mánaðar. 2. nóvember 2021 12:19 Æfðu að lenda hermönnum á strönd skammt frá Taívan Her Kína hélt nýverið æfingar í að lenda hermönnum af sjó. Þær æfingar voru gerðar í héraðinu sem er andspænis Taívan. Æfingarnar hafa þó ekki verið beintengdar mjög aukinni spennu milli Kína og Taívans. 12. október 2021 15:06 Heitir því að Taívan verði sameinað Kína á ný Xi Jinping forseti Kína hefur heitið því að Taívan muni „sameinast“ Alþýðulýðveldinu Kína að nýju. Forsetinn sagðist í dag, laugardag, vona að sameiningin takist án þess að beita þurfi valdi. 9. október 2021 07:55 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Sjá meira
Þetta sést á gervihnattamyndum sem birtar voru um helgina. Gervihnattarmyndirnar frá Taklamakan-eyðimörkinni sýna útlínur bandarísks flugmóðurskips og eftirlíkingar tveggja Arleigh Burke eldflauga-tundurspilla, samkvæmt greiningu U.S. Naval Institute. Myndirnar sýna einnig að minnst einu líkani hefur verið komið fyrir á stórum lestarteinum sem sérfræðingar segja notað til að æfa það að skjóta á skip á siglingu, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Eftirlíkingar af bandarískum tundurspillum eru sögð töluvert nákvæm en sjá má byggingar sem líkja eftir vopnum og brú skipanna.AP/Maxar Technologies Herafli Kína hefur á undanförnum árum gegnið í gegnum mikla nútímavæðingu og uppbyggingu. Mikið púður hefur verið lagt í þróun langdrægra eldflauga sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum og öðrum herskipum Bandaríkjanna. Eldflaugar þessar geta grandað skotmörkum í þúsunda kílómetra fjarlægð frá skotstað. Kínverjar gerðu fyrstu tilraunirnar með þessar eldflaugar árið 2019 þegar sex eldflaugum var skotið í sjóinn skammt frá Spratly-eyjum í Suður-Kínahafi. Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls hafsins. Kort sem sýnir drægni eldflauga sem Kínverjar hafa þróað til að granda skipum.Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í síðustu viku skýrslu um herafla Kína þar sem segir að geta þessara eldflauga hafi aukist til muna á undanförnu. Frá meginlandinu geti Kínverjar gert árásir víðsvegar um Asíu, á Indlandshafi og í Kyrrahafinu. Þá hafa fregnir borist af því að Kínverjar hafi þróað eldflaugar sem hannaðar eru til að granda skipum og geta verið bornar af sprengjuflugvélum til að auka drægni þeirra. AP fréttaveitan segir starfsmenn Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna hafa sífellt meiri áhyggjur af ætlunum Kínverja varðandi Taívan. Kína gerir tilkall til eyríkisins og forsvarsmenn Kommúnistaflokks Kína hafa heitið því að Taívan verði sameinað meginlandinu og mögulega með valdi. Bandaríkin og önnur ríki hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar geri Kína árás á eyríkið. Þær eldflaugar sem Kínverjar eru að þróa og hafa þróað gætu verið notaðar til að granda flugmóðurskipum Bandaríkjanna í Kyrrahafinu eða koma í veg fyrir að hægt væri að nota þau til að aðstoða Taívan. Útlínur bandarísks flugmóðurskips í eyðimörkinni.AP/Maxar Technologies
Kína Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir ESB til Taívana: „Þið eruð ekki ein“ Fyrsta opinbera sendinefnd Evrópuþingsins til Taívan tilkynnti ráðamönnum þar að íbúar eyríkisins stæðu ekki einir gegn sífellt auknum þrýstingi frá Kína. Taívanar leita bandamanna um víða veröld. 4. nóvember 2021 13:16 Biden gagnrýndi fjarveru leiðtoga Kína og Rússlands Joe Biden Bandaríkjaforseti gagnrýndi leiðtoga Kína og Rússlands fyrir að láta ekki sjá sig á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í dag. Sakaði hann Kína um að snúa baki við vandamálinu og Rússland sömuleiðis. 2. nóvember 2021 23:09 Sigldu á óþekkt neðansjávarfjall Kafbátnum USS Connecticut var siglt á neðansjávarfjall sem hafði aldrei verið kortlagt. Minnst tólf sjóliðar slösuðust og kjarnorkukafbáturinn skemmdist töluvert þegar honum var siglt á fjallið í grennd við Suður-Kínahaf í upphafi síðasta mánaðar. 2. nóvember 2021 12:19 Æfðu að lenda hermönnum á strönd skammt frá Taívan Her Kína hélt nýverið æfingar í að lenda hermönnum af sjó. Þær æfingar voru gerðar í héraðinu sem er andspænis Taívan. Æfingarnar hafa þó ekki verið beintengdar mjög aukinni spennu milli Kína og Taívans. 12. október 2021 15:06 Heitir því að Taívan verði sameinað Kína á ný Xi Jinping forseti Kína hefur heitið því að Taívan muni „sameinast“ Alþýðulýðveldinu Kína að nýju. Forsetinn sagðist í dag, laugardag, vona að sameiningin takist án þess að beita þurfi valdi. 9. október 2021 07:55 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Sjá meira
ESB til Taívana: „Þið eruð ekki ein“ Fyrsta opinbera sendinefnd Evrópuþingsins til Taívan tilkynnti ráðamönnum þar að íbúar eyríkisins stæðu ekki einir gegn sífellt auknum þrýstingi frá Kína. Taívanar leita bandamanna um víða veröld. 4. nóvember 2021 13:16
Biden gagnrýndi fjarveru leiðtoga Kína og Rússlands Joe Biden Bandaríkjaforseti gagnrýndi leiðtoga Kína og Rússlands fyrir að láta ekki sjá sig á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í dag. Sakaði hann Kína um að snúa baki við vandamálinu og Rússland sömuleiðis. 2. nóvember 2021 23:09
Sigldu á óþekkt neðansjávarfjall Kafbátnum USS Connecticut var siglt á neðansjávarfjall sem hafði aldrei verið kortlagt. Minnst tólf sjóliðar slösuðust og kjarnorkukafbáturinn skemmdist töluvert þegar honum var siglt á fjallið í grennd við Suður-Kínahaf í upphafi síðasta mánaðar. 2. nóvember 2021 12:19
Æfðu að lenda hermönnum á strönd skammt frá Taívan Her Kína hélt nýverið æfingar í að lenda hermönnum af sjó. Þær æfingar voru gerðar í héraðinu sem er andspænis Taívan. Æfingarnar hafa þó ekki verið beintengdar mjög aukinni spennu milli Kína og Taívans. 12. október 2021 15:06
Heitir því að Taívan verði sameinað Kína á ný Xi Jinping forseti Kína hefur heitið því að Taívan muni „sameinast“ Alþýðulýðveldinu Kína að nýju. Forsetinn sagðist í dag, laugardag, vona að sameiningin takist án þess að beita þurfi valdi. 9. október 2021 07:55