Starfsmaður Gerðaskóla grunaður um að hafa beitt barn ofbeldi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. nóvember 2021 12:09 Atvikið átti sér stað þann 16. desember í fyrra. skjáskot/ja.is Lögreglan á Suðurnesjum hefur mál til rannsóknar þar sem starfsmaður Gerðaskóla er grunaður um að hafa beitt barn í skólanum ofbeldi. Móðir barnsins hefur einnig lagt fram kæru á hendur skólanum fyrir að hafa lokað dóttur hennar reglulega inni í litlu rými gegn hennar vilja og án vitundar foreldra. Atvikið, sem um ræðir, átti sér stað þann 16. desember í fyrra. Móðirin segist hafa orðið vitni að því þegar starfsmaður skólans greip um hendur níu ára dóttur hennar, keyrði þær aftur fyrir bak og sneri hana niður með andlitið í gólfið og hélt henni þar í nokkurn tíma. Ástæðan var sú að hún hafði klórað út í loftið í átt að honum en hún er greind með ADHD. Móðirin lagði fram kærur á hendur starfsmanninum stuttu síðar og er dóttir hennar komin með réttargæslumann í málið. „Hvíldarherbergið" lítið og gluggalaust Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur staðfest að lögregla hafi mál af þessum toga til rannsóknar en vill þó ekki svara því hvort þar sé um Gerðaskóla að ræða, eins og fréttastofa hefur áreiðanlegar heimildir fyrir. Móðirin hefur einnig lagt fram kæru gegn skólanum sjálfum fyrir að hafa lokað dóttur sína inni í, því sem skólinn kallar „hvíldarherbergi“ og neitað að hleypa henni út. Það hafi allt verið gert án vitundar foreldra hennar. Umrætt „hvíldarherbergi“ er þó aðeins pínulítið og gluggalaust rými með einum grjónapoka sem hægt er að leggjast á. Móðirin segir það síður en svo róandi umhverfi fyrir nokkurn, sérstaklega þegar börnin eru lokuð þar inni og neitað um útgöngu, og líkir herberginu við einangrunarherbergi í fangelsi. Í svari lögreglunnar til fréttastofu segir að rannsókn málsins sé ekki enn lokið og að ekki sé hægt að segja með vissu hvenær það verði. Móðirin furðar sig á því hve langan tíma rannsóknin hefur tekið. Kæran var lögð fram í lok síðasta árs og fór dóttir hennar snemma í skýrslutöku hjá Barnahúsi vegna málsins. Þar segist stelpan margoft áður hafa verið beitt ofbeldi af starfsmönnum skólans og jafnvel að tekið hafi verið um hendur og fætur hennar og hún dregin gegn vilja sínum inn í umrætt hvíldarherbergi. Hún hefur, að sögn móðurinnar, nýlega verið greind með depurð og áfallastreituröskun. Grunnskólar Suðurnesjabær Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Réttindi barna Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Atvikið, sem um ræðir, átti sér stað þann 16. desember í fyrra. Móðirin segist hafa orðið vitni að því þegar starfsmaður skólans greip um hendur níu ára dóttur hennar, keyrði þær aftur fyrir bak og sneri hana niður með andlitið í gólfið og hélt henni þar í nokkurn tíma. Ástæðan var sú að hún hafði klórað út í loftið í átt að honum en hún er greind með ADHD. Móðirin lagði fram kærur á hendur starfsmanninum stuttu síðar og er dóttir hennar komin með réttargæslumann í málið. „Hvíldarherbergið" lítið og gluggalaust Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur staðfest að lögregla hafi mál af þessum toga til rannsóknar en vill þó ekki svara því hvort þar sé um Gerðaskóla að ræða, eins og fréttastofa hefur áreiðanlegar heimildir fyrir. Móðirin hefur einnig lagt fram kæru gegn skólanum sjálfum fyrir að hafa lokað dóttur sína inni í, því sem skólinn kallar „hvíldarherbergi“ og neitað að hleypa henni út. Það hafi allt verið gert án vitundar foreldra hennar. Umrætt „hvíldarherbergi“ er þó aðeins pínulítið og gluggalaust rými með einum grjónapoka sem hægt er að leggjast á. Móðirin segir það síður en svo róandi umhverfi fyrir nokkurn, sérstaklega þegar börnin eru lokuð þar inni og neitað um útgöngu, og líkir herberginu við einangrunarherbergi í fangelsi. Í svari lögreglunnar til fréttastofu segir að rannsókn málsins sé ekki enn lokið og að ekki sé hægt að segja með vissu hvenær það verði. Móðirin furðar sig á því hve langan tíma rannsóknin hefur tekið. Kæran var lögð fram í lok síðasta árs og fór dóttir hennar snemma í skýrslutöku hjá Barnahúsi vegna málsins. Þar segist stelpan margoft áður hafa verið beitt ofbeldi af starfsmönnum skólans og jafnvel að tekið hafi verið um hendur og fætur hennar og hún dregin gegn vilja sínum inn í umrætt hvíldarherbergi. Hún hefur, að sögn móðurinnar, nýlega verið greind með depurð og áfallastreituröskun.
Grunnskólar Suðurnesjabær Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Réttindi barna Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira