Hafi náð í haglabyssu þegar hann fékk ekki að upplifa unglingsárin aftur Eiður Þór Árnason skrifar 8. nóvember 2021 17:04 Atvikið átti sér stað í orlofshúsabyggðinni að Einarsstöðum á Austurlandi. Eining-Iðja Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú mál þar sem grunur er um að dvalargestum í sumarhúsahverfinu Einarsstöðum utan við Egilsstaði hafi verið hótað með skotvopni. Gestur sem var viðstaddur atvikið segir að málið varði tvær boðflennur sem tóku það óstinnt upp þegar reynt var að vísa þeim úr samkvæmi ungmenna. „Þeir sögðu okkur að þeir vildu upplifa unglingsárin aftur,“ segir Úlfur Óli Jónsson í samtali við Vísi en mennirnir tveir voru mun eldri en aðrir gestir sem voru flestir um og undir tvítugu. Birtist óvænt með haglabyssu Úlfur segir að ákveðið hafi verið að vísa þeim út þegar annar þeirra byrjaði að áreita stelpu og olli fleiri gestum óþægindum. „Þegar þeir voru komnir á pallinn fyrir utan þá byrjaði einn að segja við okkur að þeir væru með fullt af hlöðnum byssum í bústaðnum sínum og hann hótaði líka fjölskyldu vinar míns.“ Úlfur segir að mennirnir hafi verið tregir til að yfirgefa svæðið og haldið áfram að þræta við sig og tvo félaga sína fyrir utan bústaðinn. „Einn þeirra var kominn mitt á milli bústaðanna okkar þegar ég og félagi minn byrjum að labba í áttina að honum til að ræða eitthvað við hann. Þá kemur annar þeirra út með haglabyssu. Hann miðar henni ekki en lyftir henni upp í áttina að okkur. Þegar við sáum hana þá hlupum við inn í bústað.“ Enginn handtekinn Lögregla var kölluð til á staðinn sem haldlagði vopn mannanna um klukkan eitt eftir miðnætti en um var að ræða rjúpnaskyttur sem gistu í nærliggjandi orlofshúsi. Úlfur gagnrýnir að tveir þeirra hafi fljótlega fengið vopnin sín aftur og að enginn verið handtekinn. Þá er hann hissa á því að mennirnir hafi fengið að dvelja áfram á orlofshúsi sínu. „Sá sem miðaði byssunni að okkur fékk ekki sína til baka en gaurinn sem var að hóta fjölskyldu félaga míns og talaði um að vera stórglæpamaður á Austurlandi fékk sína,“ segir Úlfur. Í gær yfirheyrði lögregla mennina og voru skýrslur teknar af Úlfi og tveimur félögum hans. Bíður Úlfur nú eftir frekari fregnum frá lögreglunni á Austurlandi en fram kom í tilkynningu frá embættinu í gærkvöldi að málið væri í rannsókn og yrði sent ákærusviði að henni lokinni. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að rannsókn miði vel en vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um málið þegar eftir því var leitað. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Múlaþing Tengdar fréttir Lögregla rannsakar hótun með byssu á Austurlandi Lögreglan á austurlandi er með mál til rannsóknar eftir að tilkynning barst um að gestum í sumarhúsi á Austurlandi hafi verið hótað með skotvopni, að því er fram kemur í tilkynningu frá embættinu. 7. nóvember 2021 22:17 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Gestur sem var viðstaddur atvikið segir að málið varði tvær boðflennur sem tóku það óstinnt upp þegar reynt var að vísa þeim úr samkvæmi ungmenna. „Þeir sögðu okkur að þeir vildu upplifa unglingsárin aftur,“ segir Úlfur Óli Jónsson í samtali við Vísi en mennirnir tveir voru mun eldri en aðrir gestir sem voru flestir um og undir tvítugu. Birtist óvænt með haglabyssu Úlfur segir að ákveðið hafi verið að vísa þeim út þegar annar þeirra byrjaði að áreita stelpu og olli fleiri gestum óþægindum. „Þegar þeir voru komnir á pallinn fyrir utan þá byrjaði einn að segja við okkur að þeir væru með fullt af hlöðnum byssum í bústaðnum sínum og hann hótaði líka fjölskyldu vinar míns.“ Úlfur segir að mennirnir hafi verið tregir til að yfirgefa svæðið og haldið áfram að þræta við sig og tvo félaga sína fyrir utan bústaðinn. „Einn þeirra var kominn mitt á milli bústaðanna okkar þegar ég og félagi minn byrjum að labba í áttina að honum til að ræða eitthvað við hann. Þá kemur annar þeirra út með haglabyssu. Hann miðar henni ekki en lyftir henni upp í áttina að okkur. Þegar við sáum hana þá hlupum við inn í bústað.“ Enginn handtekinn Lögregla var kölluð til á staðinn sem haldlagði vopn mannanna um klukkan eitt eftir miðnætti en um var að ræða rjúpnaskyttur sem gistu í nærliggjandi orlofshúsi. Úlfur gagnrýnir að tveir þeirra hafi fljótlega fengið vopnin sín aftur og að enginn verið handtekinn. Þá er hann hissa á því að mennirnir hafi fengið að dvelja áfram á orlofshúsi sínu. „Sá sem miðaði byssunni að okkur fékk ekki sína til baka en gaurinn sem var að hóta fjölskyldu félaga míns og talaði um að vera stórglæpamaður á Austurlandi fékk sína,“ segir Úlfur. Í gær yfirheyrði lögregla mennina og voru skýrslur teknar af Úlfi og tveimur félögum hans. Bíður Úlfur nú eftir frekari fregnum frá lögreglunni á Austurlandi en fram kom í tilkynningu frá embættinu í gærkvöldi að málið væri í rannsókn og yrði sent ákærusviði að henni lokinni. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að rannsókn miði vel en vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um málið þegar eftir því var leitað. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Múlaþing Tengdar fréttir Lögregla rannsakar hótun með byssu á Austurlandi Lögreglan á austurlandi er með mál til rannsóknar eftir að tilkynning barst um að gestum í sumarhúsi á Austurlandi hafi verið hótað með skotvopni, að því er fram kemur í tilkynningu frá embættinu. 7. nóvember 2021 22:17 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Lögregla rannsakar hótun með byssu á Austurlandi Lögreglan á austurlandi er með mál til rannsóknar eftir að tilkynning barst um að gestum í sumarhúsi á Austurlandi hafi verið hótað með skotvopni, að því er fram kemur í tilkynningu frá embættinu. 7. nóvember 2021 22:17