Opin spurning til ríkisstjórnarinnar: „Hafið þið hugleitt það að byggja barnafangelsi?“ Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 9. nóvember 2021 07:31 Hvað þarf til þess að þið vaknið kæra fólk? Þarf barn að láta lífið í skólakerfinu til þess að þið skiljið alvarleikann? Ykkur finnst kannski fjarstæða að slíkt gæti gerst á litla Íslandi, en hér fjallar ABC fréttastofan um nokkur tilfelli þar sem börn létu lífið eftir að vera þvinguð í gólfið af starfsmönnum skóla. Í gærkveldi kom íslensk móðir fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 og greindi frá því að barnið hennar hefði lent í nákvæmlega svona taki hjá starfsmanni í Gerðaskóla. Þessi móðir kærði viðkomandi starfsmann til lögreglu, en nú tæpu ári síðar er málið enn í rannsókn og starfsmaðurinn enn við vinnu! Frá því í vor hefur verið vakin talsverð athygli á vanrækslu barna með sérþarfir í íslensku skólakerfi. Í ágúst hélt ÖBÍ blaðamannafund þar sem tilkynnt var um yfirvofandi málsókn vegna slíkrar vanrækslu. Í október bárust fréttir af því að Umboðsmaður Alþingis hefði óskað eftir upplýsingum um vistun nemenda í sérstökum rýmum. Hann bendir á að það þurfi lagaheimild til að svipta barn frelsi, að málið sé tekið alvarlega og að hann telji þörf á að bregðast við. Í byrjun mánaðarins bárust fréttir af því að starfsmenn skóla á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið kærðir til lögreglu í kjölfar þess að hafa læst 8 ára gamalt barn eitt inni í herbergi í 25 mínútur. Á sama tíma sitjið þið, æðsta framkvæmdarvald landsins og horfið þögul á. Eins og málið sé ykkur algjörlega óviðkomandi. Má skilja það sem svo að þið séuð hlynnt því að börn séu tekin fangataki og læst ein inni í herbergjum? Hvað á að gera gætu einhverjir sagt? Því mörg málanna eru sannarlega alvarleg eins og við sáum í fréttum í gær þegar nemandi í Valhúsaskóla otaði hníf úr matsal skólans að öðrum nemanda. Hefði ekki verið best að loka þennan nemenda inni? NEI, því þá gerum við hann enn reiðari, aukum enn frekar vantraust á starfsfólki, samfélaginu, lífinu…það væri þjarmað að honum þannig að hann tæki mjög líklega enn beittari hníf næst þegar hann lætur til skarar skríða, og það er nú ekki það sem samfélagið vill. Hvað þá? Væri kannski ráð að byggja barnafangelsi þannig að svona nemendur geti ekki náð í beittasta hnífinn næst? Þannig að það verði ekkert „næst“? Sameina alla þessa fangaklefa sem virðast vera að spretta upp í mörgum skólum undir eitt og sama þakið? Loka bara litlu skæruliðana inni þar til þeir fullorðnast og komast inn á Hraunið? „School to prison pipeline“ eins og vinir okkar vestan hafs orða það? Eða væri kannski leið að grípa inn í áður en hlutirnir þróast á þennan veg? Barn mætir nefnilega ekki í fyrsta bekk og byrjar að ógna samnemendum eða ráðast á kennara. Eitthvað mikið hefur gengið á áður en það gerist. Hvernig væri að bregðast við um leið og við verðum þess vör í stað þess að foreldrar þurfi að berjast við kerfið og úrelt viðhorf og fá svo skömm fyrir lélegt uppeldi þegar ofbeldi meðal ungmenna eykst? Hvernig væri að hafa fagaðila í skólum til þess að takast á við svona uppákomur? Þið og forverar ykkar hafið unnið í því síðustu ár að láta rannsaka aðbúnað barna og fatlaðra einstaklinga á vistheimilum síðustu aldar. Þið settuð á lög um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum fyrir fötluð börn. En á sama tíma hafið þið umbylt menntakerfinu með skóla án aðgreiningar og þar með skellt fötluðum börnum og öðrum börnum með sérþarfir í hendurnar á starfsfólki sem hvorki hefur reynslu né þekkingu til þess að takast á við vanda þessara barna! Svo heyrið þið ekki ákallið þegar sýður upp úr! Þið hreinsið upp „skítinn“ á einum stað en á sama tíma leyfið þið honum að safnast upp á öðrum stað! Er það kannski einhver sér íslensk leið? Brjóta á fólki og setja svo rannsóknarnefnd af stað og greiða sanngirnisbætur? Munum við í framtíðinni fá að sjá nefnd til þess að rannsaka aðstæður og aðbúnað barna með sérþarfir í íslensku skólakerfi? Ég óska hér opinberlega eftir því að þið, ráðherrarnir okkar, æðsta framkvæmdarvaldið okkar, tjáið ykkur um þessi mál og beitið ykkur fyrir því að ástandið lagist. Þetta er óboðlegt fyrir alla! Höfundur er stofnandi grasrótarhópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna með sérþarfir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Björk Ástþórsdóttir Réttindi barna Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað þarf til þess að þið vaknið kæra fólk? Þarf barn að láta lífið í skólakerfinu til þess að þið skiljið alvarleikann? Ykkur finnst kannski fjarstæða að slíkt gæti gerst á litla Íslandi, en hér fjallar ABC fréttastofan um nokkur tilfelli þar sem börn létu lífið eftir að vera þvinguð í gólfið af starfsmönnum skóla. Í gærkveldi kom íslensk móðir fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 og greindi frá því að barnið hennar hefði lent í nákvæmlega svona taki hjá starfsmanni í Gerðaskóla. Þessi móðir kærði viðkomandi starfsmann til lögreglu, en nú tæpu ári síðar er málið enn í rannsókn og starfsmaðurinn enn við vinnu! Frá því í vor hefur verið vakin talsverð athygli á vanrækslu barna með sérþarfir í íslensku skólakerfi. Í ágúst hélt ÖBÍ blaðamannafund þar sem tilkynnt var um yfirvofandi málsókn vegna slíkrar vanrækslu. Í október bárust fréttir af því að Umboðsmaður Alþingis hefði óskað eftir upplýsingum um vistun nemenda í sérstökum rýmum. Hann bendir á að það þurfi lagaheimild til að svipta barn frelsi, að málið sé tekið alvarlega og að hann telji þörf á að bregðast við. Í byrjun mánaðarins bárust fréttir af því að starfsmenn skóla á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið kærðir til lögreglu í kjölfar þess að hafa læst 8 ára gamalt barn eitt inni í herbergi í 25 mínútur. Á sama tíma sitjið þið, æðsta framkvæmdarvald landsins og horfið þögul á. Eins og málið sé ykkur algjörlega óviðkomandi. Má skilja það sem svo að þið séuð hlynnt því að börn séu tekin fangataki og læst ein inni í herbergjum? Hvað á að gera gætu einhverjir sagt? Því mörg málanna eru sannarlega alvarleg eins og við sáum í fréttum í gær þegar nemandi í Valhúsaskóla otaði hníf úr matsal skólans að öðrum nemanda. Hefði ekki verið best að loka þennan nemenda inni? NEI, því þá gerum við hann enn reiðari, aukum enn frekar vantraust á starfsfólki, samfélaginu, lífinu…það væri þjarmað að honum þannig að hann tæki mjög líklega enn beittari hníf næst þegar hann lætur til skarar skríða, og það er nú ekki það sem samfélagið vill. Hvað þá? Væri kannski ráð að byggja barnafangelsi þannig að svona nemendur geti ekki náð í beittasta hnífinn næst? Þannig að það verði ekkert „næst“? Sameina alla þessa fangaklefa sem virðast vera að spretta upp í mörgum skólum undir eitt og sama þakið? Loka bara litlu skæruliðana inni þar til þeir fullorðnast og komast inn á Hraunið? „School to prison pipeline“ eins og vinir okkar vestan hafs orða það? Eða væri kannski leið að grípa inn í áður en hlutirnir þróast á þennan veg? Barn mætir nefnilega ekki í fyrsta bekk og byrjar að ógna samnemendum eða ráðast á kennara. Eitthvað mikið hefur gengið á áður en það gerist. Hvernig væri að bregðast við um leið og við verðum þess vör í stað þess að foreldrar þurfi að berjast við kerfið og úrelt viðhorf og fá svo skömm fyrir lélegt uppeldi þegar ofbeldi meðal ungmenna eykst? Hvernig væri að hafa fagaðila í skólum til þess að takast á við svona uppákomur? Þið og forverar ykkar hafið unnið í því síðustu ár að láta rannsaka aðbúnað barna og fatlaðra einstaklinga á vistheimilum síðustu aldar. Þið settuð á lög um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum fyrir fötluð börn. En á sama tíma hafið þið umbylt menntakerfinu með skóla án aðgreiningar og þar með skellt fötluðum börnum og öðrum börnum með sérþarfir í hendurnar á starfsfólki sem hvorki hefur reynslu né þekkingu til þess að takast á við vanda þessara barna! Svo heyrið þið ekki ákallið þegar sýður upp úr! Þið hreinsið upp „skítinn“ á einum stað en á sama tíma leyfið þið honum að safnast upp á öðrum stað! Er það kannski einhver sér íslensk leið? Brjóta á fólki og setja svo rannsóknarnefnd af stað og greiða sanngirnisbætur? Munum við í framtíðinni fá að sjá nefnd til þess að rannsaka aðstæður og aðbúnað barna með sérþarfir í íslensku skólakerfi? Ég óska hér opinberlega eftir því að þið, ráðherrarnir okkar, æðsta framkvæmdarvaldið okkar, tjáið ykkur um þessi mál og beitið ykkur fyrir því að ástandið lagist. Þetta er óboðlegt fyrir alla! Höfundur er stofnandi grasrótarhópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna með sérþarfir.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar