ESB segir Lúkasjenka haga sér eins og glæpamaður Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2021 15:45 Pólskir hermenn bæta girðingu milli landamæra Póllands og Hvíta-Rússlands. EPA/LEONID SCHEGLOV Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, um að laða flótta- og farandfólk til landsins og nota það í pólitískum tilgangi. Hegðun hans sé ómannúðleg og glæpsamleg. Rússar, bandamenn Lúkasjenka, leggja til að ESB greiði Hvítrússum peninga til að stöðva flæði fólks inn fyrir landamæri sambandsins. Minnst tvö þúsund manns eru nú við landamæri Hvíta-Rússlands og Póllands en Pólverjar hafa kallað út fjölda hermanna til að verja landamærin. Flæði flótta- og farandfólks frá Hvíta-Rússlandi til Póllands, Litháen og Lettlands hefur aukist til muna á undanförnum mánuðum. Að mestu er um unga menn að ræða en einnig eru konur og börn í hópunum, samkvæmt frétt BBC. Flestir eru frá Mið-Austurlöndum og Asíu. ESB hefur áður sakað ríkisstjórn Lukasjenka um að nota flótta- og farandfólk sem vopn gegn Evrópu til að hefna fyrir refsiaðgerðir vegna mannréttindabrota ríkisstjórnar hans í Hvíta-Rússlandi. Sjá einnig: Pólverjar saka Hvítrússa um að smala fólki að landamærunum Fólkið hefur lýst því við fréttaritara BBC að hermenn hafi tekið af þeim símana og rekið þau að landamærunum. Hermenn eru einnig sagðir hafa skotið í loftið fyrir aftan þvöguna til að smala þeim áfram og ýta undir óþreyju. Minnst tvö þúsund manns eru við landamærin. Að mestu eru um unga menn að ræða en í hópnum eru einnig konur og börn.EPA/LEONID SCHEGLOV Einn viðmælandi miðilsins segir þau ekkert geta farið. Pólverjar komi í veg fyrir að þau fari áfram og Hvítrússar meini þeim að fara til baka. BBC segir framkvæmdastjórnina vera að skoða mögulegar refsiaðgerðir gegn ríkjum sem hafa verið að fljúga flóttafólki til Hvíta-Rússlands. Þar á meðal séu Sýrland, Íran, Rússland og nokkur Afríkuríki. Hér má sjá tíst blaðamanns Bild þar sem sjá má Kúrda frá Írak fara um borð í flugvél í Damascus í Sýrlandi, að virðist á leið til Hvíta-Rússlands. #NewsMap On November 7, up to 360 migrants - mostly men - traveled from #Damascus to #Minsk, using two A-320 of #Assad-related @ChamWings.They can be heard, speaking Kurdish in the video (like joking "Biji biji Kurdistan", before departing to #Belarus.https://t.co/N1MTAReeUR pic.twitter.com/K3vP36skqE— Julian Röpcke (@JulianRoepcke) November 9, 2021 Ráðamenn í Rússlandi hafa hrósað bandamönnum sínum í Hvíta-Rússlandi í hástert fyrir ábyrgð þeirra í tengslum við deilurnar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, lagði til í dag að Evrópusambandið greiddi Hvíta-Rússlandi peninga fyrir það að stöðva flæði flótta- og farandfólks til ESB. Þetta sagði Lavrov á blaðamannafundi í Moskvu í dag, samkvæmt frétt Reuters, og vísaði hann til samkomulags ESB og Tyrklands frá árinu 2016. Þegar Tyrkir fengu greiðslur fyrir að stöðva flæði flótta- og farandfólks yfir Eyjahafið. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur lýst ástandinu sem „óhefðbundni árás“ frá Hvíta-Rússlandi. Hann segir það í hag þjóðaröryggis Póllands að loka landamærunum en segir öryggi Evrópusambandsins í húfi. Morawiecki segir einnig að Pólverjar láti ekki ógna sér og Atlantshafsbandalagið og ESB standi við bakið á þeim. Sealing the polish border is our national interest. But today the stability and security of the entire EU is at stake. This hybrid attack of Lukashenko s regime is aimed at all of us. We will not be intimidated and will defend peace in Europe with our partners from NATO and EU.— Mateusz Morawiecki (@MorawieckiM) November 9, 2021 Pólland Hvíta-Rússland Evrópusambandið Flóttamenn Rússland Tengdar fréttir Óttast vopnuð átök á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands Pólverjar vara við því að til vopnaðra átaka gæti komið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands, þar sem fjöldi flóttamanna freistar þess að komast yfir landamærin. 9. nóvember 2021 06:52 Spennan milli Póllands og Evrópusambandsins magnast Forsætisráðherra Póllands sagðist hafna miðstýringu Evrópusambandsins og sakaði það um að fara yfir öll valdmörk í ræðu sem hann flutti fyrir Evrópuþinginu í Strassbourg í morgun. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varaði hann við því að komið geti til aðgerða fallist pólsk stjórnvöld ekki á að fylgja Evrópulögum. 19. október 2021 08:27 Landamæravörðum veitt heimild til að vísa fólki frá án málsmeðferðar Pólska þingið hefur samþykkt ný lög sem gefa landamæravörðum heimild til að vísa flóttafólki frá landinu nær samstundis og án nokkurrar málsmeðferðar. Þetta á bæði við um farandverkamenn og þá sem óska formlega eftir hæli í Póllandi. 15. október 2021 07:05 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Rússar, bandamenn Lúkasjenka, leggja til að ESB greiði Hvítrússum peninga til að stöðva flæði fólks inn fyrir landamæri sambandsins. Minnst tvö þúsund manns eru nú við landamæri Hvíta-Rússlands og Póllands en Pólverjar hafa kallað út fjölda hermanna til að verja landamærin. Flæði flótta- og farandfólks frá Hvíta-Rússlandi til Póllands, Litháen og Lettlands hefur aukist til muna á undanförnum mánuðum. Að mestu er um unga menn að ræða en einnig eru konur og börn í hópunum, samkvæmt frétt BBC. Flestir eru frá Mið-Austurlöndum og Asíu. ESB hefur áður sakað ríkisstjórn Lukasjenka um að nota flótta- og farandfólk sem vopn gegn Evrópu til að hefna fyrir refsiaðgerðir vegna mannréttindabrota ríkisstjórnar hans í Hvíta-Rússlandi. Sjá einnig: Pólverjar saka Hvítrússa um að smala fólki að landamærunum Fólkið hefur lýst því við fréttaritara BBC að hermenn hafi tekið af þeim símana og rekið þau að landamærunum. Hermenn eru einnig sagðir hafa skotið í loftið fyrir aftan þvöguna til að smala þeim áfram og ýta undir óþreyju. Minnst tvö þúsund manns eru við landamærin. Að mestu eru um unga menn að ræða en í hópnum eru einnig konur og börn.EPA/LEONID SCHEGLOV Einn viðmælandi miðilsins segir þau ekkert geta farið. Pólverjar komi í veg fyrir að þau fari áfram og Hvítrússar meini þeim að fara til baka. BBC segir framkvæmdastjórnina vera að skoða mögulegar refsiaðgerðir gegn ríkjum sem hafa verið að fljúga flóttafólki til Hvíta-Rússlands. Þar á meðal séu Sýrland, Íran, Rússland og nokkur Afríkuríki. Hér má sjá tíst blaðamanns Bild þar sem sjá má Kúrda frá Írak fara um borð í flugvél í Damascus í Sýrlandi, að virðist á leið til Hvíta-Rússlands. #NewsMap On November 7, up to 360 migrants - mostly men - traveled from #Damascus to #Minsk, using two A-320 of #Assad-related @ChamWings.They can be heard, speaking Kurdish in the video (like joking "Biji biji Kurdistan", before departing to #Belarus.https://t.co/N1MTAReeUR pic.twitter.com/K3vP36skqE— Julian Röpcke (@JulianRoepcke) November 9, 2021 Ráðamenn í Rússlandi hafa hrósað bandamönnum sínum í Hvíta-Rússlandi í hástert fyrir ábyrgð þeirra í tengslum við deilurnar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, lagði til í dag að Evrópusambandið greiddi Hvíta-Rússlandi peninga fyrir það að stöðva flæði flótta- og farandfólks til ESB. Þetta sagði Lavrov á blaðamannafundi í Moskvu í dag, samkvæmt frétt Reuters, og vísaði hann til samkomulags ESB og Tyrklands frá árinu 2016. Þegar Tyrkir fengu greiðslur fyrir að stöðva flæði flótta- og farandfólks yfir Eyjahafið. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur lýst ástandinu sem „óhefðbundni árás“ frá Hvíta-Rússlandi. Hann segir það í hag þjóðaröryggis Póllands að loka landamærunum en segir öryggi Evrópusambandsins í húfi. Morawiecki segir einnig að Pólverjar láti ekki ógna sér og Atlantshafsbandalagið og ESB standi við bakið á þeim. Sealing the polish border is our national interest. But today the stability and security of the entire EU is at stake. This hybrid attack of Lukashenko s regime is aimed at all of us. We will not be intimidated and will defend peace in Europe with our partners from NATO and EU.— Mateusz Morawiecki (@MorawieckiM) November 9, 2021
Pólland Hvíta-Rússland Evrópusambandið Flóttamenn Rússland Tengdar fréttir Óttast vopnuð átök á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands Pólverjar vara við því að til vopnaðra átaka gæti komið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands, þar sem fjöldi flóttamanna freistar þess að komast yfir landamærin. 9. nóvember 2021 06:52 Spennan milli Póllands og Evrópusambandsins magnast Forsætisráðherra Póllands sagðist hafna miðstýringu Evrópusambandsins og sakaði það um að fara yfir öll valdmörk í ræðu sem hann flutti fyrir Evrópuþinginu í Strassbourg í morgun. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varaði hann við því að komið geti til aðgerða fallist pólsk stjórnvöld ekki á að fylgja Evrópulögum. 19. október 2021 08:27 Landamæravörðum veitt heimild til að vísa fólki frá án málsmeðferðar Pólska þingið hefur samþykkt ný lög sem gefa landamæravörðum heimild til að vísa flóttafólki frá landinu nær samstundis og án nokkurrar málsmeðferðar. Þetta á bæði við um farandverkamenn og þá sem óska formlega eftir hæli í Póllandi. 15. október 2021 07:05 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Óttast vopnuð átök á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands Pólverjar vara við því að til vopnaðra átaka gæti komið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands, þar sem fjöldi flóttamanna freistar þess að komast yfir landamærin. 9. nóvember 2021 06:52
Spennan milli Póllands og Evrópusambandsins magnast Forsætisráðherra Póllands sagðist hafna miðstýringu Evrópusambandsins og sakaði það um að fara yfir öll valdmörk í ræðu sem hann flutti fyrir Evrópuþinginu í Strassbourg í morgun. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varaði hann við því að komið geti til aðgerða fallist pólsk stjórnvöld ekki á að fylgja Evrópulögum. 19. október 2021 08:27
Landamæravörðum veitt heimild til að vísa fólki frá án málsmeðferðar Pólska þingið hefur samþykkt ný lög sem gefa landamæravörðum heimild til að vísa flóttafólki frá landinu nær samstundis og án nokkurrar málsmeðferðar. Þetta á bæði við um farandverkamenn og þá sem óska formlega eftir hæli í Póllandi. 15. október 2021 07:05