Knýja þarf orkuskiptin, en hvernig? Jóna Bjarnadóttir skrifar 10. nóvember 2021 10:01 Einn stærsti orsakavaldur loftslagsbreytinga er notkun á jarðefnaeldsneyti. Þess vegna er nauðsynlegt að heimurinn færi sig yfir í endurnýjanlegar náttúruauðlindir á borð við vatn, varma, vind og sól. Við Íslendingar erum í þeirri öfundsverðu stöðu að nýta nú þegar vatn og varma til raforkuframleiðslu og húshitunar, en við eigum eftir orkuskipti í samgöngum. Ef við ætlum að standa við alþjóðlegar skuldbindingar um samdrátt í losun og markmið stjórnvalda um jarðefnaeldsneytislaust Ísland er staðreyndin sú að okkur vantar endurnýjanlega orku til orkuskiptanna. Vatn – varmi – vindur Við þurfum meiri raforku, en hvernig viljum við nýta auðlindirnar okkar og hvaða landsvæði viljum við taka undir orkuvinnslu? Ætlum við að nýta betur þau fallvötn og landsvæði sem við höfum nú þegar raskað, eða leggja undir hana ný svæði? Valkostirnir eru þessir þrír. Vatn, varmi og vindur. Hér á landi höfum við reynslu af varma og vatni, en nýting á vindi er ný af nálinni. Allir virkjunarkostir hafa áhrif á náttúru Aukin vinnsla endurnýjanlegrar orku er lykilþáttur í baráttunni við loftslagsvána og orkuskipti á Íslandi, en ekki má gleyma því að hún hefur áhrif á náttúrufar. Því er mikilvægt að huga að náttúruvernd samhliða nýtingu orkuauðlinda. Við þurfum að velja vel þau svæði og auðlindir sem við sem samfélag ákveðum að taka undir orkuvinnslu. Vatnsafl og jarðvarma er oft að finna á svæðum með náttúrverðmæti eins og fossa og jarðminjar, sem með virkjun er raskað til frambúðar. Því er mikilvægt að huga að stækkun virkjana og nýta betur þau fallvötn og jarðhitasvæði sem nú þegar eru virkjuð. Vindinn er hægt að virkja á stöðum sem þegar hefur verið raskað og svæðum sem ekki njóta náttúruverndar. Þá þarf að huga að áhrifum á ásýnd, hættunni á áflugi fugla, hljóðvist og skuggavarpi. Allir kostirnir þurfa innviði, en hægt er að staðsetja vindorkuver nálægt fyrirliggjandi vegum og raflínum og spara þá stofnkostnað vegna nýrra mannvirkja og taka minna landsvæði en ella undir nýframkvæmdir. Ásýndaráhrif vindmylla eru afturkræf Allir kostirnir hafa áhrif á landslag og ásýnd, í mismiklum mæli sem fer eftir aðstæðum og útfærslu hvers kosts fyrir sig. Veigamestu umhverfisáhrif af virkjun vindorku eru sjónræn, þar sem vindmyllur eru mjög háar og sjást því langar leiðir. Á móti kemur að ásýndaráhrif þeirra hverfa þegar þær eru teknar niður. Við eigum eftir að kynnast vindorkunni betur. Við vitum að góð skilyrði eru á ákveðnum svæðum hér á landi til vindorkunýtingar, en staðarval krefst mikils undirbúnings og rannsókna á náttúrufari. Hvaðan á orkan að koma? Við stöndum á tímamótum og mikilvægir tímar eru framundan. Við Íslendingar verðum að taka virkan þátt í alþjóðlegri baráttu gegn loftslagsvánni, leggja okkar af mörkum og standa við þær skuldbindingar sem við höfum tekið á okkur. Þess vegna er mikilvægt að við sem þjóð tökum samtalið um það hvernig við ætlum að vinna orku til orkuskipta í samgöngum á næstu áratugum og verða með því sjálfbær um orku – fyrsta landið til að verða óháð jarðefnaeldsneyti. Til mikils er að vinna. Höfundur er framkvæmdastjóri sviðs samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Jóna Bjarnadóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Einn stærsti orsakavaldur loftslagsbreytinga er notkun á jarðefnaeldsneyti. Þess vegna er nauðsynlegt að heimurinn færi sig yfir í endurnýjanlegar náttúruauðlindir á borð við vatn, varma, vind og sól. Við Íslendingar erum í þeirri öfundsverðu stöðu að nýta nú þegar vatn og varma til raforkuframleiðslu og húshitunar, en við eigum eftir orkuskipti í samgöngum. Ef við ætlum að standa við alþjóðlegar skuldbindingar um samdrátt í losun og markmið stjórnvalda um jarðefnaeldsneytislaust Ísland er staðreyndin sú að okkur vantar endurnýjanlega orku til orkuskiptanna. Vatn – varmi – vindur Við þurfum meiri raforku, en hvernig viljum við nýta auðlindirnar okkar og hvaða landsvæði viljum við taka undir orkuvinnslu? Ætlum við að nýta betur þau fallvötn og landsvæði sem við höfum nú þegar raskað, eða leggja undir hana ný svæði? Valkostirnir eru þessir þrír. Vatn, varmi og vindur. Hér á landi höfum við reynslu af varma og vatni, en nýting á vindi er ný af nálinni. Allir virkjunarkostir hafa áhrif á náttúru Aukin vinnsla endurnýjanlegrar orku er lykilþáttur í baráttunni við loftslagsvána og orkuskipti á Íslandi, en ekki má gleyma því að hún hefur áhrif á náttúrufar. Því er mikilvægt að huga að náttúruvernd samhliða nýtingu orkuauðlinda. Við þurfum að velja vel þau svæði og auðlindir sem við sem samfélag ákveðum að taka undir orkuvinnslu. Vatnsafl og jarðvarma er oft að finna á svæðum með náttúrverðmæti eins og fossa og jarðminjar, sem með virkjun er raskað til frambúðar. Því er mikilvægt að huga að stækkun virkjana og nýta betur þau fallvötn og jarðhitasvæði sem nú þegar eru virkjuð. Vindinn er hægt að virkja á stöðum sem þegar hefur verið raskað og svæðum sem ekki njóta náttúruverndar. Þá þarf að huga að áhrifum á ásýnd, hættunni á áflugi fugla, hljóðvist og skuggavarpi. Allir kostirnir þurfa innviði, en hægt er að staðsetja vindorkuver nálægt fyrirliggjandi vegum og raflínum og spara þá stofnkostnað vegna nýrra mannvirkja og taka minna landsvæði en ella undir nýframkvæmdir. Ásýndaráhrif vindmylla eru afturkræf Allir kostirnir hafa áhrif á landslag og ásýnd, í mismiklum mæli sem fer eftir aðstæðum og útfærslu hvers kosts fyrir sig. Veigamestu umhverfisáhrif af virkjun vindorku eru sjónræn, þar sem vindmyllur eru mjög háar og sjást því langar leiðir. Á móti kemur að ásýndaráhrif þeirra hverfa þegar þær eru teknar niður. Við eigum eftir að kynnast vindorkunni betur. Við vitum að góð skilyrði eru á ákveðnum svæðum hér á landi til vindorkunýtingar, en staðarval krefst mikils undirbúnings og rannsókna á náttúrufari. Hvaðan á orkan að koma? Við stöndum á tímamótum og mikilvægir tímar eru framundan. Við Íslendingar verðum að taka virkan þátt í alþjóðlegri baráttu gegn loftslagsvánni, leggja okkar af mörkum og standa við þær skuldbindingar sem við höfum tekið á okkur. Þess vegna er mikilvægt að við sem þjóð tökum samtalið um það hvernig við ætlum að vinna orku til orkuskipta í samgöngum á næstu áratugum og verða með því sjálfbær um orku – fyrsta landið til að verða óháð jarðefnaeldsneyti. Til mikils er að vinna. Höfundur er framkvæmdastjóri sviðs samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar