Atvinnuleysi heldur áfram að dragast saman Eiður Þór Árnason skrifar 10. nóvember 2021 12:03 Vinnumálastofnun birti í dag nýja skýrslu um stöðuna á vinnumarkaði. Vísir/Vilhelm Skráð atvinnuleysi var 4,9% í október og lækkaði úr 5,0% í september. Alls fækkaði atvinnulausum að meðaltali um 428 sem nemur um 4,4% fækkun atvinnulausra frá septembermánuði. Atvinnuleysi mældist 5,0% í febrúar 2020 og er svipað nú og fyrir faraldurinn. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Vinnumálastofnunar en atvinnuleysi mældist 12,8% í janúar á þessu ári. Stofnunin spáir því að atvinnuleysi muni lítið breytast eða aukast lítils háttar í nóvember vegna árstíðasveiflu og verða á bilinu 5,0% til 5,3%. Atvinnulausir voru alls 10.083 í lok október, 5.585 karlar og 4.498 konur og fækkaði atvinnulausum körlum um 141 frá septemberlokum og atvinnulausum konum fækkaði um 204. Atvinnuleysi minnkaði mest í ferðatengdri starfsemi Lækkun atvinnuleysis er að mestu leyti vegna fækkunar atvinnulausra á höfuðborgarsvæðinu en þar fækkaði um 402 að meðaltali frá fyrri mánuði. Áfram er atvinnuleysi mest á Suðurnesjum eða 9,2% en næst mest á höfuðborgarsvæðinu þar sem það mælist 5,2%. Alls höfðu 4.252 atvinnuleitendur verið án atvinnu í meira en tólf mánuði í lok október og fækkaði um 346 frá september. Hins vegar voru þeir 3.614 í októberlok 2020. Alls voru 4.069 erlendir atvinnuleitendur án atvinnu í lok október og fækkaði um 75 frá fyrri mánuði. Atvinnulausum fækkaði í flestum atvinnugreinum í október frá mánuðinum á undan. Meðal stærstu atvinnugreina fækkaði mest í ferðatengdri starfsemi sem inniheldur ferðaþjónustu ýmiss konar, gistiþjónustu og veitingaþjónustu. Þar fækkaði atvinnulausum um á bilinu 4% til tæp 6%. Fréttin hefur verið uppfærð. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Færri atvinnulausir og styttri vinnutími en í fyrra Um 8.500 manns voru að meðaltali án atvinnu á þriðja ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt tölum frá Hagstofu. Það jafngildir um 4% af heildarvinnuafli 16 til 74 ára. Á sama tíma í fyrra voru um 12.000 einstaklingar atvinnulausir, eða um 5,8%. 4. nóvember 2021 20:30 Engar hópuppsagnir í október Annan mánuðinn í röð barst Vinnumálastofnun engin tilkynning um hópuppsögn í október. 2. nóvember 2021 12:46 Atvinnuleysi nú svipað og fyrir faraldurinn Skráð atvinnuleysi mældist 5,0% í september og lækkaði úr 5,5% í ágúst. Atvinnuleysi mælist nú jafn mikið og í febrúar 2020 og er svipað og fyrir faraldurinn. 11. október 2021 11:35 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Laun og barnabætur berast seint Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Laun og barnabætur berast seint Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Vinnumálastofnunar en atvinnuleysi mældist 12,8% í janúar á þessu ári. Stofnunin spáir því að atvinnuleysi muni lítið breytast eða aukast lítils háttar í nóvember vegna árstíðasveiflu og verða á bilinu 5,0% til 5,3%. Atvinnulausir voru alls 10.083 í lok október, 5.585 karlar og 4.498 konur og fækkaði atvinnulausum körlum um 141 frá septemberlokum og atvinnulausum konum fækkaði um 204. Atvinnuleysi minnkaði mest í ferðatengdri starfsemi Lækkun atvinnuleysis er að mestu leyti vegna fækkunar atvinnulausra á höfuðborgarsvæðinu en þar fækkaði um 402 að meðaltali frá fyrri mánuði. Áfram er atvinnuleysi mest á Suðurnesjum eða 9,2% en næst mest á höfuðborgarsvæðinu þar sem það mælist 5,2%. Alls höfðu 4.252 atvinnuleitendur verið án atvinnu í meira en tólf mánuði í lok október og fækkaði um 346 frá september. Hins vegar voru þeir 3.614 í októberlok 2020. Alls voru 4.069 erlendir atvinnuleitendur án atvinnu í lok október og fækkaði um 75 frá fyrri mánuði. Atvinnulausum fækkaði í flestum atvinnugreinum í október frá mánuðinum á undan. Meðal stærstu atvinnugreina fækkaði mest í ferðatengdri starfsemi sem inniheldur ferðaþjónustu ýmiss konar, gistiþjónustu og veitingaþjónustu. Þar fækkaði atvinnulausum um á bilinu 4% til tæp 6%. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Færri atvinnulausir og styttri vinnutími en í fyrra Um 8.500 manns voru að meðaltali án atvinnu á þriðja ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt tölum frá Hagstofu. Það jafngildir um 4% af heildarvinnuafli 16 til 74 ára. Á sama tíma í fyrra voru um 12.000 einstaklingar atvinnulausir, eða um 5,8%. 4. nóvember 2021 20:30 Engar hópuppsagnir í október Annan mánuðinn í röð barst Vinnumálastofnun engin tilkynning um hópuppsögn í október. 2. nóvember 2021 12:46 Atvinnuleysi nú svipað og fyrir faraldurinn Skráð atvinnuleysi mældist 5,0% í september og lækkaði úr 5,5% í ágúst. Atvinnuleysi mælist nú jafn mikið og í febrúar 2020 og er svipað og fyrir faraldurinn. 11. október 2021 11:35 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Laun og barnabætur berast seint Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Laun og barnabætur berast seint Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Sjá meira
Færri atvinnulausir og styttri vinnutími en í fyrra Um 8.500 manns voru að meðaltali án atvinnu á þriðja ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt tölum frá Hagstofu. Það jafngildir um 4% af heildarvinnuafli 16 til 74 ára. Á sama tíma í fyrra voru um 12.000 einstaklingar atvinnulausir, eða um 5,8%. 4. nóvember 2021 20:30
Engar hópuppsagnir í október Annan mánuðinn í röð barst Vinnumálastofnun engin tilkynning um hópuppsögn í október. 2. nóvember 2021 12:46
Atvinnuleysi nú svipað og fyrir faraldurinn Skráð atvinnuleysi mældist 5,0% í september og lækkaði úr 5,5% í ágúst. Atvinnuleysi mælist nú jafn mikið og í febrúar 2020 og er svipað og fyrir faraldurinn. 11. október 2021 11:35