Gögnin liggja fyrir Pétur G. Markan skrifar 12. nóvember 2021 07:00 Að sá efasemdarfræjum virðist á stundum vera markmið í umræðunni til að afvegaleiða hana. Siggeir F. Ævarsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, snúa bökum saman í þeirri viðleitni í umfjöllun í DV, þriðjudaginn 9. nóvember. Þess má geta að í nokkur ár hefur félagið Siðmennt þegið „sóknargjöld“ frá ríkinu, í takt við þann fjölda félagsmanna sem tilheyrir Siðmennt. Það þýðir að Siggeir, sem framkvæmdastjóri Siðmenntar er þá að líkindum launaður með fjármagni beint úr ríkissjóði. En hvað um það. Siðmennt er góður vettvangur fyrir þá sem ekki finna trúna – góð gildi, fagurt mannlíf og heilbrigt og sjálfbært umhverfi er sameiginlegur flötur Þjóðkirkjunnar og Siðmenntar. Í kirkjum og söfnuðum þjóðkirkjunnar um land allt er blómlegt starf alla daga ársins. Á helgum og hátíðum er tónlistin farvegur iðkunar, samfélags og félagsauðs og á öllum hversdögum fer fram gróskumikið félags- og fræðslustarf fyrir börn og ungmenni, aldraða og syrgjendur í kirkjum landsins. Þjóðkirkjan sinnir síðan sálgæslu og hefur á umliðnum árum aukið til muna færni og þekkingu starfsfólks á því sviði. Siggeir og Björn Leví fjalla um kirkjujarðasamkomulagið og efast um að upplýsingar liggi fyrir. Til dæmis er haft eftir Siggeiri að þingmenn hafi í gegnum árin: „…reynt að fá upplýsingar um þessar kirkjujarðir…“ Þessar upplýsingar liggja fyrir, sjá hér: Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 (kirkjan.is) Kirkjueignir_a_Islandi_1597_1984_skrar.pdf (kirkjan.is) Í síðara skjalinu eru upptalningar á jörðunum öllum frá tímabilinu 1597-1984. Enginn ágreiningur var, er eða hefur verið á milli ríkis og kirkju um að jarðirnar voru í eigu kirkjunnar. Jarðirnar eru yfir sex hundruð talsins. Ein þeirra er landið allt sem byggir nú Garðabæ, önnur er Þingvellir. Það má segja að jarðirnar sem eru á sjöunda hundraðið, séu allar jarðir á landinu sem nú eru byggðar þéttbýlisstöðum. Nánast allar þeirra og auðvitað fleiri til, voru sem sagt í eigu kirkjunnar. Enginn ágreiningur er milli ríkis og kirkju um að ríkið hefur yfirtekið allar þessar jarðir og samningur liggur fyrir um endurgjald ríkisins til kirkjunnar vegna þeirrar eignayfirfærslu. Það endurgjald hefur frá árinu 1998 verið nýtt til greiðslu prestsþjónustunnar í landinu. Þeir félagar velta fyrir sér hvort þetta séu: „… óhagstæðustu samningar Íslandssögunnar…“, en þeirri spurningu hefur einnig verið velt upp innan kirkjunnar, hvort þetta séu ekki einmitt mjög óhagstæðir samningar fyrir kirkjuna. Sóknargjöldin eru síðan allt annar handleggur. Siggeir, framkvæmdarstjóri Siðmenntar er í svipaðri stöðu og sóknir þjóðkirkjunnar varðandi niðurskurð ríkisins á sóknargjöldunum. Reyndar rétti ríkið örlítið hlutinn um síðustu áramót, en betur má ef duga skal. Í kirkjum landsins er unnið mikið líknarstarf, sálgæsluþjónusta veitt, barna- og æskulýðsstarf unnið sem og eldriborgarastarf. Tónlistarlífið í landinu væri á allt öðrum og verri stað ef ekki væri fyrir kirkjurnar, sem eru víðast hvar syngjandi af fólki á öllum aldri. Samstarf á þjóðkirkjan í nærumhverfi sínu. Prestar og djáknar vitja þjónustukjarna, leiða reglulegar helgistundir, koma að dánarbeðum á öllum tímum sólarhrings og eru vettvangur þess að við öll berum hvert annað á bænarörmum. Slíkt er öllum dýrmætt sem taka þátt, slíkt eykur félagsauðinn í samfélaginu öllu. Höfundur er biskupsritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Pétur G. Markan Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Að sá efasemdarfræjum virðist á stundum vera markmið í umræðunni til að afvegaleiða hana. Siggeir F. Ævarsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, snúa bökum saman í þeirri viðleitni í umfjöllun í DV, þriðjudaginn 9. nóvember. Þess má geta að í nokkur ár hefur félagið Siðmennt þegið „sóknargjöld“ frá ríkinu, í takt við þann fjölda félagsmanna sem tilheyrir Siðmennt. Það þýðir að Siggeir, sem framkvæmdastjóri Siðmenntar er þá að líkindum launaður með fjármagni beint úr ríkissjóði. En hvað um það. Siðmennt er góður vettvangur fyrir þá sem ekki finna trúna – góð gildi, fagurt mannlíf og heilbrigt og sjálfbært umhverfi er sameiginlegur flötur Þjóðkirkjunnar og Siðmenntar. Í kirkjum og söfnuðum þjóðkirkjunnar um land allt er blómlegt starf alla daga ársins. Á helgum og hátíðum er tónlistin farvegur iðkunar, samfélags og félagsauðs og á öllum hversdögum fer fram gróskumikið félags- og fræðslustarf fyrir börn og ungmenni, aldraða og syrgjendur í kirkjum landsins. Þjóðkirkjan sinnir síðan sálgæslu og hefur á umliðnum árum aukið til muna færni og þekkingu starfsfólks á því sviði. Siggeir og Björn Leví fjalla um kirkjujarðasamkomulagið og efast um að upplýsingar liggi fyrir. Til dæmis er haft eftir Siggeiri að þingmenn hafi í gegnum árin: „…reynt að fá upplýsingar um þessar kirkjujarðir…“ Þessar upplýsingar liggja fyrir, sjá hér: Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 (kirkjan.is) Kirkjueignir_a_Islandi_1597_1984_skrar.pdf (kirkjan.is) Í síðara skjalinu eru upptalningar á jörðunum öllum frá tímabilinu 1597-1984. Enginn ágreiningur var, er eða hefur verið á milli ríkis og kirkju um að jarðirnar voru í eigu kirkjunnar. Jarðirnar eru yfir sex hundruð talsins. Ein þeirra er landið allt sem byggir nú Garðabæ, önnur er Þingvellir. Það má segja að jarðirnar sem eru á sjöunda hundraðið, séu allar jarðir á landinu sem nú eru byggðar þéttbýlisstöðum. Nánast allar þeirra og auðvitað fleiri til, voru sem sagt í eigu kirkjunnar. Enginn ágreiningur er milli ríkis og kirkju um að ríkið hefur yfirtekið allar þessar jarðir og samningur liggur fyrir um endurgjald ríkisins til kirkjunnar vegna þeirrar eignayfirfærslu. Það endurgjald hefur frá árinu 1998 verið nýtt til greiðslu prestsþjónustunnar í landinu. Þeir félagar velta fyrir sér hvort þetta séu: „… óhagstæðustu samningar Íslandssögunnar…“, en þeirri spurningu hefur einnig verið velt upp innan kirkjunnar, hvort þetta séu ekki einmitt mjög óhagstæðir samningar fyrir kirkjuna. Sóknargjöldin eru síðan allt annar handleggur. Siggeir, framkvæmdarstjóri Siðmenntar er í svipaðri stöðu og sóknir þjóðkirkjunnar varðandi niðurskurð ríkisins á sóknargjöldunum. Reyndar rétti ríkið örlítið hlutinn um síðustu áramót, en betur má ef duga skal. Í kirkjum landsins er unnið mikið líknarstarf, sálgæsluþjónusta veitt, barna- og æskulýðsstarf unnið sem og eldriborgarastarf. Tónlistarlífið í landinu væri á allt öðrum og verri stað ef ekki væri fyrir kirkjurnar, sem eru víðast hvar syngjandi af fólki á öllum aldri. Samstarf á þjóðkirkjan í nærumhverfi sínu. Prestar og djáknar vitja þjónustukjarna, leiða reglulegar helgistundir, koma að dánarbeðum á öllum tímum sólarhrings og eru vettvangur þess að við öll berum hvert annað á bænarörmum. Slíkt er öllum dýrmætt sem taka þátt, slíkt eykur félagsauðinn í samfélaginu öllu. Höfundur er biskupsritari.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun