Niðurstöðu að vænta varðandi Norðvesturkjördæmi eftir helgi Heimir Már Pétursson skrifar 12. nóvember 2021 21:18 Hluti undirbúningskjörbréfanefndar fór yfir kjörgögn á lögreglustöðinni í Borgarnesi í gær með aðstoð starfsmanna Sýslumannsins á Vesturlandi og Alþingis. Stöð 2/Arnar Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis er byrjuð ræða efnislega þau álitaefni sem ráða munu niðurstöðu hennar varðandi tillögu um afgreiðslu útgefinna kjörbréfa til þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Nýr stjórnarsáttmáli mögulega kynntur í næstu viku. Hluti nefndarinnar fór öðru sinni í Borgarnes í gær til að yfirfara kjörgögn í Norðvesturkjördæmi. Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar segir að þá hafi komið í ljós nokkur frávik til viðbótar við þau sem áður höfðu komið fram vegna endurtalningar í kjördæminu. Birgir Ármannsson formaður undirbúningskjörbréfanefndar vonar að nefndin geti skilað niðurstöðum um miðja næstu viku.Stöð 2/Arnar „Frávikin sem við sáum voru ekki veigamikil en þau voru nokkur. Það virtist vera að þarna hefðu einhverjir atkvæðaseðlar ratað í ranga bunka,“ segir Birgir. Ekki þó þannig að það skipti máli varðandi heildarniðurstöðuna en orðið til þess að nefndarfólk fór nákvæmar í gegnum bunkana en til hafi staðið í upphafi ferðar. Má þá ætla að atkvæðin hafi verið talin rétt en lent í vitlausum bunka eða verið talin rangt líka? „Okkur sýnist að þau hafi verið talin rangt en þar munaði ekki miklu. Það var um að ræða tilflutning á einu atkvæði á milli tiltekinna lista og annað á móti og þess háttar. Þannig að þetta var ekki veigamikið.“ Segir Birgir. Nefndarfólk sem fór í Borgarnes í gær gaf hinu nefndarfólkinu skýrslu um ferðina á fundi nefndarinnar í dag. Þá var einnig farið yfir málsatvikalýsingu málsins í heild og athugasemdir sem nefndinni hefur borist við hana. Birgir segir að þær verði skoðaðar nánar um helgina og næsti fundur haldinn á mánudag. Vonadi liggi tillögur fyrir í næstu viku. Kynning á nýjum stjórnarsáttmála veltur á niðurstöðum nefndarinnar og síðan Alþingis. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna komna langt í textavinnu fyrir nýjan stjórnarsáttmála. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir nýja stjórn og stjórnarsáttamála ekki kynnta fyrr en endanleg úrslit liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Vilhelm „Við höfum sagt að það sé mikilvægt að Alþingi sé í raun og veru búið að taka afstöðu til þeirra mála sem uppi eru í Norðvesturkjördæmi. Þannig að ég held að það sé mikilvægt að það liggi fyrir. Því ríkisstjórn verður ekki mynduð fyrr en niðurstöður kosninga eru algerlega skýrar,“ segir Katrín. Þannig að ef kjörbréfanefnd gerir að lokum tillögu um að staðfesta beri útgáfu kjörbréfa þingmanna í Norðvesturkjördæmi samkvæmt seinni talningu eins og Landskjörstjórn hefur gefið út og Alþingi samþykkir það í atkvæðagreiðslu, gæti ný ríkisstjórn verið kynnt fyrir lok næstu viku. Ef niðurstaða Alþingis verður hins vegar aðfara beri í uppkosningu í Norðvesturkjördæmi mun kynning á nýrri ríkisstjórn og stjórnarsáttmála dragast fram yfir þá kosningu. En talið er aðhægt yrði aðboða til uppkosningar meðum tíu daga fyrirvara. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20 Alþingi kallað saman í fyrsta lagi undir lok næstu viku Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort nefndin komist að sameiginlegri niðurstöðu varðandi gildi útgefinna kjörbréfa Landskjörstjórnar til þingmanna. Nefndin muni ekki ljúka störfum fyrr en í næstu viku. 10. nóvember 2021 19:31 Kynning ríkisstjórnar gæti dregist um eina til þrjár vikur Eftir að undirbúningskjörbréfanefnd hefur skilað af sér gætu liðið ein til þrjár vikur í að ný ríkisstjórn yrði kynnt, allt eftir því hver niðurstaða nefndarinnar verður. Hún mun mögulega fara í aðra vettvangsheimsókn á talningarstað í Borgarnesi á morgun. 10. nóvember 2021 11:55 Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar. 5. nóvember 2021 20:01 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
Hluti nefndarinnar fór öðru sinni í Borgarnes í gær til að yfirfara kjörgögn í Norðvesturkjördæmi. Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar segir að þá hafi komið í ljós nokkur frávik til viðbótar við þau sem áður höfðu komið fram vegna endurtalningar í kjördæminu. Birgir Ármannsson formaður undirbúningskjörbréfanefndar vonar að nefndin geti skilað niðurstöðum um miðja næstu viku.Stöð 2/Arnar „Frávikin sem við sáum voru ekki veigamikil en þau voru nokkur. Það virtist vera að þarna hefðu einhverjir atkvæðaseðlar ratað í ranga bunka,“ segir Birgir. Ekki þó þannig að það skipti máli varðandi heildarniðurstöðuna en orðið til þess að nefndarfólk fór nákvæmar í gegnum bunkana en til hafi staðið í upphafi ferðar. Má þá ætla að atkvæðin hafi verið talin rétt en lent í vitlausum bunka eða verið talin rangt líka? „Okkur sýnist að þau hafi verið talin rangt en þar munaði ekki miklu. Það var um að ræða tilflutning á einu atkvæði á milli tiltekinna lista og annað á móti og þess háttar. Þannig að þetta var ekki veigamikið.“ Segir Birgir. Nefndarfólk sem fór í Borgarnes í gær gaf hinu nefndarfólkinu skýrslu um ferðina á fundi nefndarinnar í dag. Þá var einnig farið yfir málsatvikalýsingu málsins í heild og athugasemdir sem nefndinni hefur borist við hana. Birgir segir að þær verði skoðaðar nánar um helgina og næsti fundur haldinn á mánudag. Vonadi liggi tillögur fyrir í næstu viku. Kynning á nýjum stjórnarsáttmála veltur á niðurstöðum nefndarinnar og síðan Alþingis. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna komna langt í textavinnu fyrir nýjan stjórnarsáttmála. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir nýja stjórn og stjórnarsáttamála ekki kynnta fyrr en endanleg úrslit liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Vilhelm „Við höfum sagt að það sé mikilvægt að Alþingi sé í raun og veru búið að taka afstöðu til þeirra mála sem uppi eru í Norðvesturkjördæmi. Þannig að ég held að það sé mikilvægt að það liggi fyrir. Því ríkisstjórn verður ekki mynduð fyrr en niðurstöður kosninga eru algerlega skýrar,“ segir Katrín. Þannig að ef kjörbréfanefnd gerir að lokum tillögu um að staðfesta beri útgáfu kjörbréfa þingmanna í Norðvesturkjördæmi samkvæmt seinni talningu eins og Landskjörstjórn hefur gefið út og Alþingi samþykkir það í atkvæðagreiðslu, gæti ný ríkisstjórn verið kynnt fyrir lok næstu viku. Ef niðurstaða Alþingis verður hins vegar aðfara beri í uppkosningu í Norðvesturkjördæmi mun kynning á nýrri ríkisstjórn og stjórnarsáttmála dragast fram yfir þá kosningu. En talið er aðhægt yrði aðboða til uppkosningar meðum tíu daga fyrirvara.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20 Alþingi kallað saman í fyrsta lagi undir lok næstu viku Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort nefndin komist að sameiginlegri niðurstöðu varðandi gildi útgefinna kjörbréfa Landskjörstjórnar til þingmanna. Nefndin muni ekki ljúka störfum fyrr en í næstu viku. 10. nóvember 2021 19:31 Kynning ríkisstjórnar gæti dregist um eina til þrjár vikur Eftir að undirbúningskjörbréfanefnd hefur skilað af sér gætu liðið ein til þrjár vikur í að ný ríkisstjórn yrði kynnt, allt eftir því hver niðurstaða nefndarinnar verður. Hún mun mögulega fara í aðra vettvangsheimsókn á talningarstað í Borgarnesi á morgun. 10. nóvember 2021 11:55 Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar. 5. nóvember 2021 20:01 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20
Alþingi kallað saman í fyrsta lagi undir lok næstu viku Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort nefndin komist að sameiginlegri niðurstöðu varðandi gildi útgefinna kjörbréfa Landskjörstjórnar til þingmanna. Nefndin muni ekki ljúka störfum fyrr en í næstu viku. 10. nóvember 2021 19:31
Kynning ríkisstjórnar gæti dregist um eina til þrjár vikur Eftir að undirbúningskjörbréfanefnd hefur skilað af sér gætu liðið ein til þrjár vikur í að ný ríkisstjórn yrði kynnt, allt eftir því hver niðurstaða nefndarinnar verður. Hún mun mögulega fara í aðra vettvangsheimsókn á talningarstað í Borgarnesi á morgun. 10. nóvember 2021 11:55
Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar. 5. nóvember 2021 20:01
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?