Bandaríkjamenn drápu tugi kvenna og barna í loftárásum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2021 10:25 Bandaríkjamenn notuðu F-16 orrustuþotur við árásina. Getty Images Bandaríkjamenn drápu að minnsta kosti 64 konur og börn í mannskæðum árásum á Íslamska ríkið í mars árið 2019. Reynt var að afmá ummerki um árásirnar. Hópur fólks var innikróaður á moldarflagi nálægt bænum Baghuz, á síðustu dögum stórsóknar Bandaríkjamanna í stríðinu við Íslamska ríkið. Dróni Bandaríkjahers sá hvar fólkið var saman komið og skyndilega flaug F-15E, orrustuþota hersins, yfir og lét rúmlega tvö hundruð kílóa sprengju falla úr lofti. Sjá einnig: ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Þegar rykið hafði sest sáust örfáir eftirlifandi ráfa burt í leit að skjóli. Skömmu síðar birtist önnur þota sem lét rúmlega níu hundruð kílóa sprengju falla á þá sem eftir lifðu, og lauk Bandaríkjaher verkinu þar með. Fáir stóðu eftir. „Við vörpuðum sprengjum á fimmtíu konur og börn“ Mikil ringulreið greip um sig í stjórnstöð Bandaríkjahers í Katar þegar í ljós kom hvað hafði gerst. „Hver varpaði þessum sprengjum?“ skrifaði ringlaður sérfræðingur á dulkóðaða spjallrás hersins. Þá svaraði annar: „Við vörpuðum sprengjum á fimmtíu konur og börn,“ en síðar kom í ljós að um sjötíu hafi látið lífið í árásunum. Rannsókn New York Times leiddi í ljós að leynilegur starfshópur Bandaríkjahers hafi fyrirskipað árásina, en hópurinn sá um aðgerðir í Sýrlandi. Samkvæmt grein Times var skipulega unnið að þöggun árásarinnar og fór starfshópurinn, sem varpaði sprengjunum, með rannsókn málsins. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að mannfallið hafi verið réttmætt, enda hafi aðeins fáir látist í árásinni að þeirra sögn. Sprengjunum hafi verið beint að vígamönnum Íslamska ríkisins, og hópurinn bar fyrir sig að óbreyttir borgarar bæru stundum vopn. Bandaríkin Hernaður Sýrland Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Hópur fólks var innikróaður á moldarflagi nálægt bænum Baghuz, á síðustu dögum stórsóknar Bandaríkjamanna í stríðinu við Íslamska ríkið. Dróni Bandaríkjahers sá hvar fólkið var saman komið og skyndilega flaug F-15E, orrustuþota hersins, yfir og lét rúmlega tvö hundruð kílóa sprengju falla úr lofti. Sjá einnig: ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Þegar rykið hafði sest sáust örfáir eftirlifandi ráfa burt í leit að skjóli. Skömmu síðar birtist önnur þota sem lét rúmlega níu hundruð kílóa sprengju falla á þá sem eftir lifðu, og lauk Bandaríkjaher verkinu þar með. Fáir stóðu eftir. „Við vörpuðum sprengjum á fimmtíu konur og börn“ Mikil ringulreið greip um sig í stjórnstöð Bandaríkjahers í Katar þegar í ljós kom hvað hafði gerst. „Hver varpaði þessum sprengjum?“ skrifaði ringlaður sérfræðingur á dulkóðaða spjallrás hersins. Þá svaraði annar: „Við vörpuðum sprengjum á fimmtíu konur og börn,“ en síðar kom í ljós að um sjötíu hafi látið lífið í árásunum. Rannsókn New York Times leiddi í ljós að leynilegur starfshópur Bandaríkjahers hafi fyrirskipað árásina, en hópurinn sá um aðgerðir í Sýrlandi. Samkvæmt grein Times var skipulega unnið að þöggun árásarinnar og fór starfshópurinn, sem varpaði sprengjunum, með rannsókn málsins. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að mannfallið hafi verið réttmætt, enda hafi aðeins fáir látist í árásinni að þeirra sögn. Sprengjunum hafi verið beint að vígamönnum Íslamska ríkisins, og hópurinn bar fyrir sig að óbreyttir borgarar bæru stundum vopn.
Bandaríkin Hernaður Sýrland Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira