Ábyrgð beggja að samkeppnin verði ekki að átökum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2021 06:42 Biden og Xi áttu langan fund í gegnum fjarfundarbúnað í gærkvöldi. epa/Sarah Silbiger Joe Biden Bandaríkjaforseti hóf netfund sinn með Xi Jinping, forseta Kína, með þeim orðum að báðir bæru ábyrgð á því að rígur milli ríkjanna tveggja yrðu ekki að átökum. Fundurinn varði í meira en þrjá og hálfan tíma en Biden sagðist vonast til að leiðtogarnir tveir gætu átt opin og hreinskilin samskipti og varðað leiðina fram á við. „Við þurfum að koma upp skynsamlegum vegriðum, vera skýr og hreinskilin varðandi það sem við erum ósammála um og vinna saman í þeim málum þar sem við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta, sérstaklega í mikilvægum hnattrænum málum á borð við loftslagsbreytingar,“ sagði Biden. „Það er ábyrgð okkar beggja, sem leiðtoga Kína og Bandaríkjanna, að tryggja að samkeppni ríkjanna á milli verði ekki að átökum, viljandi eða óviljandi,“ sagði forsetinn. Xi sló einnig vinalegan tón. „Jafnvel þótt við getum ekki staðið augliti til auglitis, þá er þetta ekki svo slæmt. Ég gleðst yfir því að sjá minn gamla vin.“ Samkvæmt miðlum í Kína sagði Xi að jörðin væri nógu stór fyrir bæði Kína og Bandaríkin. Þjóðir heims byggju í „alheimsþorpi“ og stæðu frammi fyrir mörgum sameiginlegum áskorunum. „Kína og Bandaríkin þurfa að eiga í auknum samskiptum og samvinnu.“ Meðal þess sem var til umræðu á fundinum voru málefni Taívan en Xi varaði við því að Kína væri reiðubúið til að grípa til afdráttarlausra aðgerða ef yfirvöld í Taívan gerðu sig líkleg til að fara yfir þá línu sem hefði verið mörkuð um sjálfræði svæðisins. Þá sagði hann stuðningsyfirlýsingar Bandaríkjamanna við sjálfstætt Taívan leik að eldi og að þeir sem léku sér að eldi myndu brenna sig. Biden sagði á móti að Bandaríkjamenn styddu „eitt Kína“ stefnu kínverskra stjórnvalda en á sama tíma væru stjórnvöld í Washington á móti öllum aðgerðum sem breyttu núverandi ástandi í Taívan eða væru til þess gerðar að grafa undan friði. Ummælin hafa verið túlkuð sem áminning til Taívan um að freista þess ekki að lýsa yfir sjálfstæði og til Kína um að íhuga ekki innrás. Bandaríkin Kína Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Fundurinn varði í meira en þrjá og hálfan tíma en Biden sagðist vonast til að leiðtogarnir tveir gætu átt opin og hreinskilin samskipti og varðað leiðina fram á við. „Við þurfum að koma upp skynsamlegum vegriðum, vera skýr og hreinskilin varðandi það sem við erum ósammála um og vinna saman í þeim málum þar sem við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta, sérstaklega í mikilvægum hnattrænum málum á borð við loftslagsbreytingar,“ sagði Biden. „Það er ábyrgð okkar beggja, sem leiðtoga Kína og Bandaríkjanna, að tryggja að samkeppni ríkjanna á milli verði ekki að átökum, viljandi eða óviljandi,“ sagði forsetinn. Xi sló einnig vinalegan tón. „Jafnvel þótt við getum ekki staðið augliti til auglitis, þá er þetta ekki svo slæmt. Ég gleðst yfir því að sjá minn gamla vin.“ Samkvæmt miðlum í Kína sagði Xi að jörðin væri nógu stór fyrir bæði Kína og Bandaríkin. Þjóðir heims byggju í „alheimsþorpi“ og stæðu frammi fyrir mörgum sameiginlegum áskorunum. „Kína og Bandaríkin þurfa að eiga í auknum samskiptum og samvinnu.“ Meðal þess sem var til umræðu á fundinum voru málefni Taívan en Xi varaði við því að Kína væri reiðubúið til að grípa til afdráttarlausra aðgerða ef yfirvöld í Taívan gerðu sig líkleg til að fara yfir þá línu sem hefði verið mörkuð um sjálfræði svæðisins. Þá sagði hann stuðningsyfirlýsingar Bandaríkjamanna við sjálfstætt Taívan leik að eldi og að þeir sem léku sér að eldi myndu brenna sig. Biden sagði á móti að Bandaríkjamenn styddu „eitt Kína“ stefnu kínverskra stjórnvalda en á sama tíma væru stjórnvöld í Washington á móti öllum aðgerðum sem breyttu núverandi ástandi í Taívan eða væru til þess gerðar að grafa undan friði. Ummælin hafa verið túlkuð sem áminning til Taívan um að freista þess ekki að lýsa yfir sjálfstæði og til Kína um að íhuga ekki innrás.
Bandaríkin Kína Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira