Ekki endilega þolandinn sjálfur sem keyri umræðuna „út á enda veraldar“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. nóvember 2021 17:46 Helga Vala Helgadóttir segir mikilvægt að stjórnvöld bregðist við þessu háværa ákalli um úrbætur. Vísir/Vilhelm „Ef við horfum á þetta út frá þolendum ofbeldis þá leiðir þetta til þess, og ég vísa í reynslu mína sem lögmaður, að þegar umræðan verður svona ofboðslega hatrömm í garð gerenda þá myndast meiri hætta á að þolendur veigri sér við að segja frá ofbeldinu, sérstaklega þegar um er að ræða einhvern nákominn, af ótta við skrímslavæðinguna,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Það er þess vegna sem við þurfum aðeins að hugleiða hvert við ætlum að fara með þetta, af því að það er oft ekki þolandinn sjálfur sem keyrir umræðuna alveg út á enda veraldar.“ Helga Vala Helgadóttir og Sigurbjörg Sara Bergsdóttir voru til viðtals í Pallborðinu í dag þar sem farið var yfir stöðuna í réttarkerfinu í tengslum við kynferðisbrot, þá háværu umræðu sem á sér nú stað um úrbætur og hvernig stjórnvöld þurfa að bregðast við. „Þetta getur endað illa ef enginn bregst við ákallinu. Þetta er einn mesti sársauki sem fólk upplifir," segir Sigurbjörg Sara Bergsdóttir.Vísir/Vilhelm „Þetta getur endað illa ef enginn bregst við ákallinu. Þetta er einn mesti sársauki sem fólk upplifir, það er að verða fyrir ofbeldi, hvort sem það er kynferðislegt eða öðruvísi. Fólk situr uppi með þetta alla ævi og þarf að vinna úr því,“ segir Sigurbjörg Sara. „En ég skil það ef menn og konur eru hrædd að koma fram, ég skil það. En þolendum finnst líka sárt að þurfa að koma með allt fram í dagsljósið. Að það sé eina leiðin, ef þú ert búin að lenda í einhverju skelfilegu að til þess að knýja fram breytingu að þá þurfirðu að koma með allt þitt upp á yfirborðið þannig að allir sjái,“ segir Sigurbjörg Sara. Kynferðisbrot voru til umræðu í Pallborðinu í dag.Vísir/Vilhelm Þá sögðu þær báðar að langur málsmeðferðartími sé það sem hafi einna mest áhrif á þolendur, sem jafnvel þurfi að bíða í tvö til þrjú ár eftir úrlausn sinna mála. Því þurfi að breyta og að ljóst sé að meiri mannafla þurfi hjá lögreglu til að takast á við þennan málaþunga. Horfa má á umræðuþáttinn hér fyrir neðan. MeToo Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Mikilvægt að beita ekki ofbeldi út af öðru ofbeldi Fólk hefur verið útskúfað úr samfélaginu eftir óvægna umræðu um kynferðisofbeldi og dæmi eru um að það hafi svipt sig lífi í kjölfarið. Kallað er eftir meiri yfirvegun og jafnvægi í umræðunni því hún geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. 14. nóvember 2021 20:11 „Þurfum að fara að ráðast á réttu aðilana” Samfélagið getur ekki tekið sér það vald að úthýsa gerendum vegna biturleika gagnvart dómskerfinu, segir kona sem varð sjálf fyrir kynferðisofbeldi. Umræðan sé orðin of heiftug. Stjórnarkonur í Öfgum kalla eftir gagngerum breytingum í réttarkerfinu. 14. nóvember 2021 16:00 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori Sjá meira
„Það er þess vegna sem við þurfum aðeins að hugleiða hvert við ætlum að fara með þetta, af því að það er oft ekki þolandinn sjálfur sem keyrir umræðuna alveg út á enda veraldar.“ Helga Vala Helgadóttir og Sigurbjörg Sara Bergsdóttir voru til viðtals í Pallborðinu í dag þar sem farið var yfir stöðuna í réttarkerfinu í tengslum við kynferðisbrot, þá háværu umræðu sem á sér nú stað um úrbætur og hvernig stjórnvöld þurfa að bregðast við. „Þetta getur endað illa ef enginn bregst við ákallinu. Þetta er einn mesti sársauki sem fólk upplifir," segir Sigurbjörg Sara Bergsdóttir.Vísir/Vilhelm „Þetta getur endað illa ef enginn bregst við ákallinu. Þetta er einn mesti sársauki sem fólk upplifir, það er að verða fyrir ofbeldi, hvort sem það er kynferðislegt eða öðruvísi. Fólk situr uppi með þetta alla ævi og þarf að vinna úr því,“ segir Sigurbjörg Sara. „En ég skil það ef menn og konur eru hrædd að koma fram, ég skil það. En þolendum finnst líka sárt að þurfa að koma með allt fram í dagsljósið. Að það sé eina leiðin, ef þú ert búin að lenda í einhverju skelfilegu að til þess að knýja fram breytingu að þá þurfirðu að koma með allt þitt upp á yfirborðið þannig að allir sjái,“ segir Sigurbjörg Sara. Kynferðisbrot voru til umræðu í Pallborðinu í dag.Vísir/Vilhelm Þá sögðu þær báðar að langur málsmeðferðartími sé það sem hafi einna mest áhrif á þolendur, sem jafnvel þurfi að bíða í tvö til þrjú ár eftir úrlausn sinna mála. Því þurfi að breyta og að ljóst sé að meiri mannafla þurfi hjá lögreglu til að takast á við þennan málaþunga. Horfa má á umræðuþáttinn hér fyrir neðan.
MeToo Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Mikilvægt að beita ekki ofbeldi út af öðru ofbeldi Fólk hefur verið útskúfað úr samfélaginu eftir óvægna umræðu um kynferðisofbeldi og dæmi eru um að það hafi svipt sig lífi í kjölfarið. Kallað er eftir meiri yfirvegun og jafnvægi í umræðunni því hún geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. 14. nóvember 2021 20:11 „Þurfum að fara að ráðast á réttu aðilana” Samfélagið getur ekki tekið sér það vald að úthýsa gerendum vegna biturleika gagnvart dómskerfinu, segir kona sem varð sjálf fyrir kynferðisofbeldi. Umræðan sé orðin of heiftug. Stjórnarkonur í Öfgum kalla eftir gagngerum breytingum í réttarkerfinu. 14. nóvember 2021 16:00 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori Sjá meira
Mikilvægt að beita ekki ofbeldi út af öðru ofbeldi Fólk hefur verið útskúfað úr samfélaginu eftir óvægna umræðu um kynferðisofbeldi og dæmi eru um að það hafi svipt sig lífi í kjölfarið. Kallað er eftir meiri yfirvegun og jafnvægi í umræðunni því hún geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. 14. nóvember 2021 20:11
„Þurfum að fara að ráðast á réttu aðilana” Samfélagið getur ekki tekið sér það vald að úthýsa gerendum vegna biturleika gagnvart dómskerfinu, segir kona sem varð sjálf fyrir kynferðisofbeldi. Umræðan sé orðin of heiftug. Stjórnarkonur í Öfgum kalla eftir gagngerum breytingum í réttarkerfinu. 14. nóvember 2021 16:00