Dr. Football telur að það þurfi að fækka fótboltafélögum í Reykjavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2021 12:01 Víkingur og KR voru tvö efstu Reykjavíkurfélögin í Pepsi Max deildinni í ár. Hér eigast KR-ingurinn Óskar Örn Hauksson og Víkingur Karl Friðleifur Gunnarsson við. Vísir/Hulda Margrét Hjörvar Hafliðason, eigandi hlaðvarpsins Dr. Football og knattspyrnusérfræðingur, hefur ákveðnar skoðanir á því sem þarf að gerast í íslenskri knattspyrnu svo að íslenskir knattspyrnukarlar fari aftur að ná árangri. Hjörvar ræddi stöðu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í Morgunútvarpinu á Rás tvö í dag ásamt Herði Magnússyni. Íslenska karlalandsliðið endaði í næst neðsta sæti í undankeppni HM 2022 og náði bara að vinna Liechtenstein í riðlinum. Hjörvar vill meðal annars fækka fótboltafélögum í Reykjavík en hann telur að unglingaþjálfun sé heldur ekki á réttri leið. Þurfum að fara að einblína á boltann í staðinn fyrir mannin Hjörvar Hafliðason.Viaplay „Það er ofboðslega margt sem er að. Við þurfum til dæmist að halda eitthvað gott málþing þar sem er verið að fjalla um fótbolta, ekki um allt sem er ekki fótbolti, en þetta er stærsta fjöldahreyfing á Íslandi,“ sagði Hjörvar Hafliðason í morgun. „Við þurfum að fara að einblína á boltann í staðinn fyrir manninn. Við þurfum að taka í gegn alla unglingaþjálfun á Íslandi. Við þurfum að fækka fótboltafélögum hér í Reykjavík sérstaklega. Við þurfum að búa til akademíur og búa til eitthvað afreksstarf. Við erum að verða langt á eftir í allri unglingaþjálfun,“ sagði Hjörvar. Ábyggilega bestir í heimi tólf ára „Við erum ábyggilega bestir í heimi tólf ára. Ég myndi treysta mér að senda úrvalslið N1 mótsins á Akureyri í einhverja heimsmeistarakeppni tólf ára og ég er nokkuð viss um að við myndum vinna hana. En ef þú myndir setja úrvalslið annars flokks á Íslandi þá held ég að við myndum ströggla töluvert,“ sagði Hjörvar. Frá leik Vals og Breiðabliks í 5. flokki karla i sumar.Vísir/ÓskarÓ „Það gerist eitthvað eftir tíunda bekk og þar sem við sitjum aðeins eftir,“ sagði Hjörvar sem var aðeins spurður út það hvort hann vilji sameina Reykjavíkurfélögin. „Ég vil fækka liðum. Danir hafa heldur betur verið að gera þetta og víðar. Þú verður að hafa stærri hóp af leikmönnum til að velja úr. Það er einfaldlega þannig og við þurfum að sinna þessu miklu betur,“ sagði Hjörvar. „Það er ágætlega gert í Kópavogi þar sem framhaldsskólinn og íþróttafélögin eru að vinna saman. Þetta þarf að vera meira þannig. Menn fóru oft í Lýðháskóla til Danmerkur þar sem menn gátu einbeitt sér að íþróttum og verið í námi með. Við þurfum að hugsa þetta einhvern vegin svona því við lendum svolítið mikið á eftir á ákveðnum aldri,“ sagði Hjörvar. Fimm Reykjavíkurfélög spila í Pepsi Max deildinni næsta sumar en það eru Íslands- og bikarmeistarar Víkings, KR, Valur, Leiknir og Fram. Fylkir féll niður í Lengjudeildina í haust og þar eru fyrir Fjölnir og Kórdrengir. Í 2. deildinni eru síðan Þróttur R., sem féll úr Lengjudeildinni í sumar, Knattspyrnufélag Vesturbæjar og ÍR. Pepsi Max-deild karla Lengjudeild karla Íslenski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Sjá meira
Hjörvar ræddi stöðu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í Morgunútvarpinu á Rás tvö í dag ásamt Herði Magnússyni. Íslenska karlalandsliðið endaði í næst neðsta sæti í undankeppni HM 2022 og náði bara að vinna Liechtenstein í riðlinum. Hjörvar vill meðal annars fækka fótboltafélögum í Reykjavík en hann telur að unglingaþjálfun sé heldur ekki á réttri leið. Þurfum að fara að einblína á boltann í staðinn fyrir mannin Hjörvar Hafliðason.Viaplay „Það er ofboðslega margt sem er að. Við þurfum til dæmist að halda eitthvað gott málþing þar sem er verið að fjalla um fótbolta, ekki um allt sem er ekki fótbolti, en þetta er stærsta fjöldahreyfing á Íslandi,“ sagði Hjörvar Hafliðason í morgun. „Við þurfum að fara að einblína á boltann í staðinn fyrir manninn. Við þurfum að taka í gegn alla unglingaþjálfun á Íslandi. Við þurfum að fækka fótboltafélögum hér í Reykjavík sérstaklega. Við þurfum að búa til akademíur og búa til eitthvað afreksstarf. Við erum að verða langt á eftir í allri unglingaþjálfun,“ sagði Hjörvar. Ábyggilega bestir í heimi tólf ára „Við erum ábyggilega bestir í heimi tólf ára. Ég myndi treysta mér að senda úrvalslið N1 mótsins á Akureyri í einhverja heimsmeistarakeppni tólf ára og ég er nokkuð viss um að við myndum vinna hana. En ef þú myndir setja úrvalslið annars flokks á Íslandi þá held ég að við myndum ströggla töluvert,“ sagði Hjörvar. Frá leik Vals og Breiðabliks í 5. flokki karla i sumar.Vísir/ÓskarÓ „Það gerist eitthvað eftir tíunda bekk og þar sem við sitjum aðeins eftir,“ sagði Hjörvar sem var aðeins spurður út það hvort hann vilji sameina Reykjavíkurfélögin. „Ég vil fækka liðum. Danir hafa heldur betur verið að gera þetta og víðar. Þú verður að hafa stærri hóp af leikmönnum til að velja úr. Það er einfaldlega þannig og við þurfum að sinna þessu miklu betur,“ sagði Hjörvar. „Það er ágætlega gert í Kópavogi þar sem framhaldsskólinn og íþróttafélögin eru að vinna saman. Þetta þarf að vera meira þannig. Menn fóru oft í Lýðháskóla til Danmerkur þar sem menn gátu einbeitt sér að íþróttum og verið í námi með. Við þurfum að hugsa þetta einhvern vegin svona því við lendum svolítið mikið á eftir á ákveðnum aldri,“ sagði Hjörvar. Fimm Reykjavíkurfélög spila í Pepsi Max deildinni næsta sumar en það eru Íslands- og bikarmeistarar Víkings, KR, Valur, Leiknir og Fram. Fylkir féll niður í Lengjudeildina í haust og þar eru fyrir Fjölnir og Kórdrengir. Í 2. deildinni eru síðan Þróttur R., sem féll úr Lengjudeildinni í sumar, Knattspyrnufélag Vesturbæjar og ÍR.
Pepsi Max-deild karla Lengjudeild karla Íslenski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Sjá meira