Stærsta árlega herferð Amnesty farin af stað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2021 06:09 Ciham Ali fæddist í Los Angeles en ólst upp í Erítreu og átti sér stóra drauma. Hún var staðráðin í að verða fatahönnuður þegar hún yxi úr grasi. Draumar hennar urðu hins vegar að engu þegar hún var 15 ára gömul. Í gær, fimmtudaginn 18. nóvember, ýtti Íslandsdeild Amnesty International úr vör Þitt nafn bjargar lífi, stærstu árlegu mannréttindaherferð í heimi. Markmiðið er að safna undirskriftum í þágu þolenda mannréttindabrota og skora á stjórnvöld víða um heim að láta tafarlaust af brotunum. Í fyrra sendu einstaklingar um heim allan 4,5 milljónir bréfa, korta, smáskilaboða og undirskrifta í þágu tíu þolenda mannréttindabrota. Á Íslandi söfnuðust rúmlega 70.000 undirskriftir. Í ár er einnig lögð áhersla á mál tíu þolenda. Þar á meðal er mál Chiam Ali. Hún fæddist í Los Angeles en ólst upp í Erítreu. Hún var aðeins 15 ára þegar hún hvarf sporlaust. Stjórnvöld í Erítreu eru talin hafa numið hana á brott í hefndaraðgerð gegn föður hennar, sem grunaður var um aðild að valdaránstilraun. Síðan eru liðin níu ár. Erítrea er alræmd fyrir að halda fólki föngnu í gámum neðanjarðar þar sem það þarf að þola miklar öfgar í hita og kulda. Óttast er að Chiam sé haldið fanginni í slíku neðanjarðarfangelsi. Í gámi sem grafinn er í jörð. Til að minna á þessa skelfilegu prísund höfum við komið fyrir gulum gámi á Skólavörðuholti, þar sem lesa má um mál hennar og fleiri þolenda mannréttindabrota. Hægt verður að ganga inn í gáminn, fá þar tilfinningu fyrir aðstæðum — auk þess sem hægt verður að skrifa þar undir ákall til stjórnvalda til að krefja þau um að láta af mannréttindabrotunum. Í tilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty segir að Íslendingar búi við fjölmörg forréttindi. „Það veldur því að mál sem þessi geta virst okkur fjarlæg og jafnvel óviðkomandi. Í herferðinni í ár viljum við vekja almenning til umhugsunar um hvernig hending ein getur staðið á milli þess að fá að njóta mannréttinda og ekki. Til dæmis í hvaða landi þú fæðist eða af hvaða uppruna þú ert. Stundum þarf ekki annað en að vera á röngum stað á röngum tíma.“ Lag átaksins í ár er hið þjóðþekkta „Rangur maður“, sem hljómar undir átakanlegu myndefni af mannréttindabrotum. Um leið setjum við sakleysislegan texta í algerlega nýtt samhengi og færum þennan fjarlæga veruleika nær okkur. Spurningin í textanum „Af hverju get ég ekki lifað eðlilegu lífi?“ fær algerlega nýja merkingu. „Þitt nafn bjargar lífi er sönnun þess að í krafti fjöldans er unnt að umturna lífi fólks sem sætir grófum mannréttindabrotum. Samtakamátturinn hefur stuðlað að frelsun samviskufanga, náðun dauðadæmdra fanga, mannúðlegri löggjöf og stöðvun pyndinga,“ segir í tilkynningunni. „Næstu daga og vikur munum við halda þessari mikilvægu baráttu áfram og safna undirskriftum, aðallega á netinu, en einnig á almenningsstöðum. Til að minna á átakið verða ýmsar áberandi byggingar baðaðar gulu ljósi sem er litur Amnesty International og táknar vonarljós þolenda mannréttindabrota.“ Hér má lesa meira um herferð Amnesty. Hjálparstarf Eritrea Mannréttindi Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Í fyrra sendu einstaklingar um heim allan 4,5 milljónir bréfa, korta, smáskilaboða og undirskrifta í þágu tíu þolenda mannréttindabrota. Á Íslandi söfnuðust rúmlega 70.000 undirskriftir. Í ár er einnig lögð áhersla á mál tíu þolenda. Þar á meðal er mál Chiam Ali. Hún fæddist í Los Angeles en ólst upp í Erítreu. Hún var aðeins 15 ára þegar hún hvarf sporlaust. Stjórnvöld í Erítreu eru talin hafa numið hana á brott í hefndaraðgerð gegn föður hennar, sem grunaður var um aðild að valdaránstilraun. Síðan eru liðin níu ár. Erítrea er alræmd fyrir að halda fólki föngnu í gámum neðanjarðar þar sem það þarf að þola miklar öfgar í hita og kulda. Óttast er að Chiam sé haldið fanginni í slíku neðanjarðarfangelsi. Í gámi sem grafinn er í jörð. Til að minna á þessa skelfilegu prísund höfum við komið fyrir gulum gámi á Skólavörðuholti, þar sem lesa má um mál hennar og fleiri þolenda mannréttindabrota. Hægt verður að ganga inn í gáminn, fá þar tilfinningu fyrir aðstæðum — auk þess sem hægt verður að skrifa þar undir ákall til stjórnvalda til að krefja þau um að láta af mannréttindabrotunum. Í tilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty segir að Íslendingar búi við fjölmörg forréttindi. „Það veldur því að mál sem þessi geta virst okkur fjarlæg og jafnvel óviðkomandi. Í herferðinni í ár viljum við vekja almenning til umhugsunar um hvernig hending ein getur staðið á milli þess að fá að njóta mannréttinda og ekki. Til dæmis í hvaða landi þú fæðist eða af hvaða uppruna þú ert. Stundum þarf ekki annað en að vera á röngum stað á röngum tíma.“ Lag átaksins í ár er hið þjóðþekkta „Rangur maður“, sem hljómar undir átakanlegu myndefni af mannréttindabrotum. Um leið setjum við sakleysislegan texta í algerlega nýtt samhengi og færum þennan fjarlæga veruleika nær okkur. Spurningin í textanum „Af hverju get ég ekki lifað eðlilegu lífi?“ fær algerlega nýja merkingu. „Þitt nafn bjargar lífi er sönnun þess að í krafti fjöldans er unnt að umturna lífi fólks sem sætir grófum mannréttindabrotum. Samtakamátturinn hefur stuðlað að frelsun samviskufanga, náðun dauðadæmdra fanga, mannúðlegri löggjöf og stöðvun pyndinga,“ segir í tilkynningunni. „Næstu daga og vikur munum við halda þessari mikilvægu baráttu áfram og safna undirskriftum, aðallega á netinu, en einnig á almenningsstöðum. Til að minna á átakið verða ýmsar áberandi byggingar baðaðar gulu ljósi sem er litur Amnesty International og táknar vonarljós þolenda mannréttindabrota.“ Hér má lesa meira um herferð Amnesty.
Hjálparstarf Eritrea Mannréttindi Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira